24 stundir - 06.05.2008, Síða 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 23
KYNNING
Þegar sólin hækkar á lofti sést tölu-
vert meira af mótorhjólum á götum
borgarinnar og sala hjóla eykst eftir
því. Jón Hjörleifsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Kross-
götur, segir að vissulega aukist salan
á mótorhjólum á þessum tíma en
Krossgötur er með umboðið fyrir
Triumph mótorhjólum.
Jón segir Triumph vera ein sérstæð-
ustu mótorhjól heims, bæði hvað
gæði og útlit varðar, enda verið
framleidd síðan 1905. „Eitt vinsæl-
asta hjólið okkar er Street Triple 675
sem er uppselt út um allan heim,
nokkrum mánuðum eftir frumsýn-
ingu þess. Street Triple 675 er eitt
eftirsóknaverðasta millivigtarhjólið
á markaðnum enda vel útlítandi og
með magnaða aksturseiginleika-
.“Jón segist vera með ein fjórtán
mótorhjól í sölu en algengt er að
þeir sem þekkja Triumph mót-
orhjólin vilji fátt annað. „Sport-
hjólin okkar eru þekkt fyrir styrk og
sveigjanleika á öllum sínum ferðum
enda hönnuð fyrir fólk sem krefst
alvöru frammistöðu. Triumph hjól-
in eiga það sameiginlegt að vera yf-
irleitt með fleiri hestöfl á kíló á hjóli
heldur en önnur hjól og bestu hjól-
in eru það alltaf. Það eru fjögur eða
Krossgötur eru með umboð fyrir Triumph mótorhjól
Ein sérstæðustu mótorhjól heims
Triumph Krossgötur eru með umboð fyrir Triumph mótorhjól á Íslandi.
fimm Triumph hjól sem hafa verið
valin í hópi tíu bestu hjóla heims af
viðskiptavinum og blaðamönnum,“
segir Jón sem finnst tími til kominn
að landsmenn kynnist gæðum Tri-
umph hjólanna. „Við erum með tvö
utanvegahjól sem heita Scrambler
og Tiger en hitt eru allt saman götu-
hjól. Það er sama hvað við-
skiptavinurinn leitar eftir, það má
finna það allt í Triumph mótorhjóli
og meira til. Ég er til dæmis með
meira úrval í götuhjólum en nokkur
annar. Auk mótorhjóla verðum við
með mikið úrval fjarstýrða bíla,
bílakerrur, fjórhjól og margt ann-
að.“
Breska tryggingafyrirtækið Sheila’s
Wheels hefur látið búa til hælaháa
skó sem taka má hælinn af og
breyta þeim þannig í þægilega,
flatbotna akstursskó. Fyrirtækið
sérhæfir sig í tryggingum fyrir
konur sem rannsóknir sýndu að
væru gjarnan í óþægilegum skóm
við akstur, svo hér er komin þægi-
leg lausn með aukagripi á sólanum
og ekki þarf að hafa mörg mis-
munandi skópör í bílnum.
Breytanlegur
ökuskór
Fyrirtækið Berg Toys framleiðir
þennan leikfangabíl sem sumir
hafa kallað besta leikfang í heimi,
Ferrari FXX fótstiginn bíl. Bíllinn
er eins manns og er öllum helstu
kostum Ferrari búinn, en stýrið er
til að mynda leðurklætt. Eins og
hinn eini sanni bíll kostar þessi far-
arskjóti nokkuð mikið, staðlað
módel kostar um 55.000 kr en
vandaðri gerðir með aukabúnaði
frá 165.000 kr.
Fótstiginn Ferr-
ari-leikfangabíll
Árið 1936 fannst einhverjum það
góð hugmynd að hengja hundinn
sinn í þar til gerðum strigapoka ut-
an á bifreið sína. Pokarnir þóttu
hugvitsamlegir á sínum tíma fyrir
þá sem vildu hlífa bílnum við
óhreinindum og hárlosi er fylgja
ferðalagi í bíl með hundi. Í dag eru
breyttir tímar og þætti notkun á
poka sem þessum vægast sagt
grimmdarleg og ekki hættulaus
fyrir hundgreyið.
Sannkallað
hundalíf