24 stundir - 06.05.2008, Side 25

24 stundir - 06.05.2008, Side 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 25 Tími nagladekkjanna er liðinn þennan veturinn og nú þyrftu öku- menn að vera búnir að skipta yfir á sumardekk. Leyfilegt var að hafa nagladekkin undir fram til 15. apr- íl en ekki er þó amast yfir því þótt slík dekk séu undir bílunum út aprílmánuð. Eftir þann tíma mega ökumenn fara að búast við aðgerð- um lögreglu og sekt fyrir að vera á nagladekkjum á sumartíma mun vera 5.000 krónur á hvert dekk. Allir búnir að skipta? Ekki veitir af því að gera það sem hægt er til að spara eldsneyti. Almenningi gefst kostur á að sækja sparakstursnámskeið í boði Volkswagen og HEKLU. Nám- skeiðið er tveir tímar og ökukenn- arar leiðbeina ökumönnum um aksturslag er stuðlar að 15% elds- neytissparnaði. Aðgangur er ókeypis og takmarkaður sætafjöldi er í boði. Skráning fer fram á www.volkswagen.is. Sparaksturs- námskeið Michelin Nordic framleiðandi á dekkjum lét könnunarfyrirtæki rannsaka það hversu hátt hlutfall bíleigenda skiptir úr sum- ardekkjum yfir í vetrardekk og hversu margir nota heilsársdekk. Á dönskum markaði kom í ljós að 19% bíleigenda sjá ekki ástæðu til að skipta úr sumardekkjum yfir í vetrardekk. Könnunin leiddi einn- ig í ljós að 21% danskra bíleigenda keyrir á heilsársdekkjum. Heilsársdekk verða æ vinsælli Fyrir suma er það hrein útrás fyrir hetjulundina þegar dekk springur. Að vippa sér út, hnykla vöðva, taka tjakkinn öruggum höndum og reyna að setja tíma- met í að snara nýju dekki undir bílinn. Fyrir aðra er það hrein og klár dómsdagsupplifun að þurfa að skipta um dekk. Tjakkurinn rennur úr höndunum á þeim og tilraunir þeirra klaufsku og kvíðnu geta endað á því að á tjakknum er djöflast þangað til gat er komið á undirvagn bílsins. Þessir aðilar geta reynt að kom- ast yfir framúrstefnulegan tjakk á borð við The Exhaust Air Jack. Það má reyna að nálgast gripinn á netinu. Hálfnað er verk þá hafið er! Tjakkurinn er augljóslega hann- aður fyrir þá sem hafa andúð á því að skipta um dekk því bílstjórinn þarf að hafa lítið fyrir því að lyfta bílnum með aðstoð hans. Bílstjór- inn setur stóra, appelsínugula gúmmíblöðruna á réttan stað við sprungna dekkið og tengir þar til gerða slöngu við útblástursrör bílsins. Stígur svo á bensíngjöfina í um það bil 30 sekúndur þar til blaðran fyllist af lofti og bíllinn lyftist. Þá er bara að finna ein- hvern með hetjulund og hnyklaða vöðva í nágrenninu til að snara af gamla dekkinu og setja nýtt á! dista@24stundir.is Nýjar leiðir til að skipta um dekk Fyrir klaufa og kvíðna Fyrirtaks lausn Fyrir þá sem kvíða því að skipta um dekk. Í New York eru ruslabílarnir fag- urlega skreyttir eins og sjá má hér á myndinni. Enda kannski ekki hægt að láta venjulega sorpbíla keyra um í borg tískunnar. Dálítið öðruvísi útlit en á hinum hefðbundu sorp- bílum og fegra þeir umhverfið meðan ruslinu er safnað saman. Einnig gætu slíkir bílar verið til- valið tækifæri fyrir unga listamenn til að koma list sinni á framfæri. Skreyttir ruslabílar Of lítið loft í hjólbörðum þýðir aukna slysahættu og meiri elds- neytiseyðslu. Til að koma í veg fyrir slysahættu og óþarfa slit á dekkjum þarf að skoða hjól- barðana að minnsta kosti mán- aðarlega. Upplýsingar um réttan loftþrýsting er að finna innanvert á dyrapóstinum ökumannsmegin. Hvað getur gerst? Slitnir hjólbarðar rýra aksturs- eiginleika bifreiðarinnar. Heml- unarvegalengdin verður lengri og hætta eykst á að bíllinn renni til. Ökumenn ráða mun verr við bif- reiðina ef lítið loft er í hjólbörð- unum, auk þess sem þeir slitna mun hraðar. Ef of mikið loft er í hjólbörðunum minnkar veggrip, bíllinn verður óstöðugur við hemlun og verri í akstri. Á flestum bensínstöðum má fá aðstoð við að rétta af loftþrýsting í dekkjum auk þess sem á mörgum þeirra liggur frammi loftþrýstings- og dekkjaslitsmælir frá dekkja- framleiðandanum Bridgestone. Í könnunum alþjóðasamtaka bifreiðaeigendafélaga kom í ljós að um 38% bíla í umferð í Evrópu eru með rangan loftþrýsting í dekkjum sem eru dapurlegar nið- urstöður sem ógna umferðarör- yggi. dista@24stundir.is 38 prósent bíla með rangan loftþrýsting Of lítið loft í hjólbörðum Kannaðu ástand hjólbarðanna Og auktu með því öryggi þitt í umferðinni. Sumardekk – hjólbarðaþjónusta Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa. Hagstætt verð og traust þjónusta. Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900 Vagnhöfða 6 : 577 3080 www.alorka.is P IP A R • S ÍA • 8 07 53 Við tökum vel á móti þér á þjónustustöðvum okkar! Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.