24 stundir - 06.05.2008, Side 36

24 stundir - 06.05.2008, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég get alveg séð fyrir mér að lið Fram sé líklegur kandidat til að koma dálítið á óvart. Hafa staðið sig vel þá leiki sem ég hef séð þá spila og greinilegt að þar er verið að vinna hörðum höndum. Loks sýndu leikmennBarcelona klærnar með6-0 rúlli yfir Valencia í spænsku deild- inni eftir 409 mínútna markaþurrð en þá skipti það engu máli. Það besta sem Börsungar geta von- ast eftir nú er annað sætið og verður forvitnilegt í meira lagi að sjá hvort stórsigurinn nú hvetji þá til dáða á Santiago Bernabeau í Madrid gegn meisturum Real Madrid um næstu helgi. Ferli Ottmar Hitzfeld semþjálfara Bayern lýkurmeð titli en ekkert fé- lagslið getur nú náð Bæjurum að stigum þó að þrjár um- ferðir séu enn eftir. Eftir verslunaræði fyrir leiktíðina hefði allt annað verið hrein hneisa en aldrei áður hafa verið keyptir leikmenn til liðsins fyrir slíkar upphæðir. Leikmenn á borð við Franck Ribery, Luca Toni, Marcell Jansen og Mi- roslav Klose. Hitzfeld getur nú snúið sér að þjálfun landsliðs Sviss fyrir Evrópumótið í sum- ar og vart seinna vænna. Verulega syrti í álinn fyrirÍvar Ingimarsson ogBrynj- ar Björn Gunnarsson hjá Reading um helgina. Er lið þeirra í bullandi fall- hættu í ensku úrvalsdeildinni en það á góða möguleika gegn botnliði Derby County í lokaleiknum. Reading þarf að vinna leikinn og á sama tíma þurfa önnur úrslit að falla rétt til að Íslendingarnir og lið þeirra haldi sér í efstu deild. Kanadískir fjárfestarskoða nú möguleikanaá því að eignast Tott- enham Hotsp- ur en fjárfest- arnir eru þeir sömu og eiga íshokkíliðið Toronto Maple Leafs. Hefur þeim verið tekið fálega í London enda Totten- ham strangt til tekið ekki til sölu og engar fjárhagskröggur sem ollið gætu breytingu á því. Sven Göran Eriksson neit-ar að tjá sig um framtíðsína við blaðamenn en sterkar sögu- sagnir ganga þess efnis að hann verði ekki mikið lengur þjálfari Man- chester City. Stuðningsmenn vilja hann áfram. Ronaldinho fer ekki tilAC Milan. Þetta stað-festi framkvæmdastjóri liðsins og hefur snúið sér ann- að að svo stöddu. Áhugi Chelsea er þó enn til staðar. Framtíð japanska Super Ag- uri-liðsins í Formúlu 1 er í miklu uppnámi eftir að yf- irtökuhugmyndir féllu um sjálft sig fyrir skömmu. Fær liðið ekki að taka þátt í Tyrk- landsmótinu um þessa helgi jafnvel þótt það sé þangað mætt með manni og mús. Lít- ur út fyrir að liðið verði dreg- ið úr keppni og lagt niður í kjölfarið þannig að keppnis- liðum í F1 fækkar í 10 lið í fyrsta skipti í þrjú ár. Ekki með að sinni Kári Steinn Karlsson hlaupari heldur áfram að gera garðinn frægan. Um helgina sló hann 25 ára gamalt Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi um heilar sex sekúndur en eldra metið átti Jón Diðriksson. Fækkar smám saman þeim metum er lifa það lengi. Loksins Fyrsta siglingamót þessa sum- ars verður haldið á laugardag- inn kemur þegar opnunarmót kjölbáta fer fram. Siglt verður úr Reykjavíkurhöfn inn til Hafnarfjarðar en umrætt mót er með þeim vinsælli ár hvert. Mótið gildir til Íslandsbikars. Í kjölinn Leikmenn íshokkíliðsins San Jose Sharks eru líklega afar fúlir enda úr leik í úr- slitakeppni NHL eftir 2-1 tap gegn Dallas Stars en hvorki fleiri né færri en fjórar fram- lengingar þurfti til að knýja fram úrslitamarkið en leik- urinn er sá áttundi lengsti í sögu deildarinnar. Dallas mætir nú Detroit Red Wings sem margir spá titlinum þetta árið. Fjórar framlengingar SKEYTIN INN Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Þetta er ekkert auðveldasti leikur- inn til að byrja á en við hræðumst ekkert og raunsætt tel ég mögu- leika okkar aldeilis ágæta að landa stigum eða stigi gegn ÍA,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hann er sammála kollega sínum uppi á Skaga að bæði ÍA og Breiðablik séu sterkari en fyrir ári og slagur liðanna nú eigi að bera keim af því. Hópurinn? „Ég er svona að verða sáttur við gang mála. Við höfum æft stíft í vetur á nánast sama mannskap og fyrir ári sem ég tel að verði stór plús. Þetta er mjög fín blanda yngri og eldri leikmanna og þeir nýju strákar sem ég hef prófað í æfinga- leikjum hafa staðið sig mjög vel. Veturinn hefur farið í að laga það sem mér fannst skorta á í fyrra og við erum á réttri leið með það.“ ÍA? „Skemmtilegt lið sem erfitt er að kljást við en ég tel ekkert á okkur hallað þó að leikurinn fari fram á Skaganum. Við getum vel valdið usla og á góðum degi tekið þrjú stig af Skagamönnum þar. Þeir hafa bætt sig og voru góðir fyrir ári og ég gæti trúað að dagsformið skeri úr um hvorum megin gleðibrosin lenda eftir leikinn.“ Deildin? „Mér líður hálfpartinn eins og krakka sem bíður eftir að opna jólagjöfina á aðfangadag. Ég er viss um að mótið verður skemmtilegra en áður vegna fleiri leikja og eins líka af því að mér sýnist meira eða minna öll lið hafa bætt sig.“ Spáin? „Valur, FH og KR verða feikilega öflug og við toppinn. Sagan sýnir að nýliðarnir ættu að eiga á bratt- ann að sækja en ég vil engu spá um botnbaráttuna. Dagsformið skiptir miklu  Þjálfari Blika segir þá fullfæra um að valda usla uppi á Skaga ➤ AkkilesarhællBlika á síðustu leiktíð var að klára ekki leiki sína og nið- urstaðan níu jafntefli eða flest í deildinni. ➤ Liðið tapaði aðeins einumleik heima við, fyrsta leik sín- um, en vann hins vegar að- eins þrjá. ➤ Blikar voru þó grimmari fyrirframan markið en ÍA í fyrra og munaði tveimur mörkum. FYRIR ÁRI Of mörg jafntefli Keppikefli Blika nú er að vinna þá leiki sem enduðu í jafntefli í fyrra þrátt fyrir yfirburði liðsins. 24stundir/Golli Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Það eru komin fiðrildi í magann af spenningi og ég get vart beðið eftir að flautað verði til leiks gegn Blikunum,“ segir Guðjón Þórðar- son, þjálfari ÍA. Fyrsti leikur þeirra gulklæddu í Landsbankadeild karla þetta sumarið er heima gegn Breiðablik á laugardaginn kemur en bæði lið eru talin öllu sterkari en á síðustu leiktíð. Guðjón er þó ekki í vafa um að þrjú stig verði í potti Skagamanna eftir helgina. Hópurinn? „Við erum góðir og klárir í mót- ið. Ungu strákarnir okkar eru eldri og vitrari en fyrir ári síðan og eldri leikmenn hafa fyllt skörð annarra sem farið hafa í vetur þannig að ég er bjartsýnn. Ég met það svo að í heildina sé ég með sterkari hóp en fyrir ári.“ Breiðablik? „Þeir hafa klárlega bætt sig. Hópurinn er sterkari og eins hafa þeir tekið á því sem miður fór í fyrra miðað við leikina á undir- búningstímabilinu sem ég hef séð og til alls líklegir.“ Deildin? „Mitt mat er að hún verði skemmtilegri með þessari fjölgun fé- laga og fleiri leikjum. Margir tala um meira svigrúm vegna þess ef illa geng- ur en þrjú töp þýða engu að síður að taka þarf verulega til í garðinum. Spáin? Valsmenn mjög sterkir, FH og KR verða góð og Fram gæti komið verulega á óvart. Hafa staðið sig vel í þeim leikjum sem ég hef séð og greinilega verið að vinna hörðum höndum. Gulir og glaðir Þriðja sætið í fyrra með mjög ungan hóp leikmanna að uppistöðu. Þeir eru nú eldri og vitrari. Vinnum Blika á heimavelli  Einföld dagskipun þjálfara ÍA fyrir fyrsta leikinn: Sigur ➤ Sama við-ureign á síð- ustu leiktíð endaði 2-1 Skagamönn- um í vil. ➤ Blikar tókuhins vegar þá gulu í kennslu- stund í Kópavoginum, 3-0. ➤ Sex stig skildu liðin að í lokinen bæði töpuðu þó aðeins fjórum leikjum allt tímabilið. FYRIR ÁRI LANDSBANKADEILDIN 2008 ÍA - Breiðablik laugardagur 10. maí

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.