24 stundir - 06.05.2008, Page 48
24stundir
? Einu sinni var tilgangur lífsins aðstofna fjölskyldu og fjölga sér. Í dag erþað fjarstæðukenndur draumur. Fjöl-margir komast hálfa leið og eignastbörn, en nöturlega staðreyndin er sú aðmeirihluti ástarsambanda endar á haug-unum. Það skiptir ekki máli því í dagsnýst lífið ekki um gamaldags hefðir og
gildi. Tilgangur lífsins er að koma sím-
anum í hleðslu.
Einu sinni varð síminn minn raf-
magnslaus. Ég gleymdi öllum heimsins
vandamálum og lífið snerist um hleðslu-
tæki. Leitin hófst með þreifingum stuttu
áður en síminn varð algjörlega raf-
magnslaus og af einhverjum ástæðum
virtist ég einmitt þá þurfa mest á honum
að halda. Þegar píp dauðans glumdi og
síminn drapst varð leitin örvæntingafull.
Ég skjögraði um eins og sært dýr og gat
ekki hætt að hugsa um allt fólkið sem
hlaut að vera að reyna að ná í mig.
Síðustu droparnir voru kreistir úr
símanum þangað til lífgunartilraunir
urðu árangurslausar. Gráti næst féll ég á
hnén og biðlaði til almættisins. Það væri
alveg eins hægt að rífa úr mér hjartað.
En viti menn! Ég var bænheyrður og
hleðslutæki kom í leitirnar. Ég gleymi
aldrei hvar ég var þegar síminn dó.
Greiðslubyrði húsnæðislána eykst
stöðugt og matvælaverð hefur aldrei ver-
ið hærra. Þá er bensín á góðri leið með
að verða munaðarvara og leiguhúsnæði
er aðeins á færi auðmanna. Þetta veldur
mér ekki áhyggjum á meðan síminn er
fullhlaðinn.
Dagurinn sem síminn dó
Atli Fannar Bjarkason
veltir fyrir sér
tilgangi lífsins
YFIR STRIKIÐ
Er tilgangur
lífsins að
fjölga sér?
24 LÍFIÐ
Hópurinn í kringum Eurobandið
er til í slaginn, en neyðist til þess að
fara til Serbíu á Eurov-
ison án Páls Óskars
Páll Óskar fer ekki
með til Serbíu
»46
Útón heldur all sérstakt námskeið
fyrir poppara í Norræna húsinu í
kvöld. Skattafræðsla er
þar á matseðlinum.
Skattnámskeið fyrir
poppara í kvöld
»42
● Fyrsta konan
formaður
„Ég tek við mjög
góðu búi af fyrr-
verandi formanni
sambandsins,“
segir Guðbjörg
Jónsdóttir ný-
kjörinn formaður
Búnaðarsambands Suðurlands.
Guðbjörg er fyrsta konan sem tek-
ur sæti í stjórn Búnaðarsambands
Suðurlands í eitt hundrað ára sögu
þess. „Það eru framundan erfiðir
tímar í landbúnaði og bún-
aðarsamböndin hafa mikilvægu
hlutverki að gegna með sinni fag-
þjónustu sem ég vona að hægt
verði að styðja við og útvíkka“
● Spennandi
hlutverk „Þetta
leggst auðvitað
mjög vel í mig,
enda er þetta
spennandi hlut-
verk. Þetta er félag
sem þjóðin lítur
upp til og þeirra
verka sem það stendur fyrir,“ segir
Sigríður Snæbjörnsdóttir, nýkjör-
in formaður Krabbameinsfélags Ís-
lands.
„Ég ætla að byrja á því að kynnast
öllu því hæfa starfsfólki sem þarna
vinnur og starfseminni sjálfri og
bíða með stórar yfirlýsingar um
hvort nýjar áherslur fylgi nýjum
formanni,“ segir Sigríður og hlær,
alsæl með hið nýja hlutverk.
● Mínus í plús
„Það er alltaf
gaman að spila í
Þýskalandi. Hér
dansa allir og
syngja með,
kunna textana ut-
an að og brosa
breitt,“ segir
Krummi forsöngvari hljómsveit-
arinnar Mínus sem er á tónleika-
ferðalagi um Vestur-Evrópu.
„Þjóðverjar eru nú betri en Eng-
lendingar að þessu leyti, sem
standa bara á sínum stað allan tím-
ann og sötra bjórinn sinn.“ Sveitin
hefur fengið góðar viðtökur áhorf-
enda og gagnrýnenda.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
I
SP
4
15
40
0
3.
20
08
Það var mikið um dýrðir og fallegt
fólk á vel heppnaðri og glæsilegri
verðlaunahátíð FM957
á laugardagskvöldið.
Hlustendaverðlaun
FM957 um helgina
»40