24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 2
FLÍSAKLÆÐNING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Flísar á blokkum í Skuggahverfinu eru enn að falla af. Vitni sem 24 stundir ræddu við fullyrða að flís- arnar hafi fallið úr nokkurri hæð og brotnað á gagnstéttinni neðan við blokkirnar. Hver flísanna er um fimm kíló á þyngd. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur- borgar, segir málið mikið áhyggju- efni. „Þetta er náttúrlega mjög al- varlegt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að flísarnar væru enn að falla af húsunum því að ég hélt að þær sem væru lausar eða skemmd- ar hefðu verið teknar. Þetta mál er nú þannig að þeir aðilar sem eru að byggja þarna hafa ekki upplýst mig um hvað sé á seyði. Þegar svona mál koma upp þá finnst mér að þeim beri siðferðisleg skylda til að upplýsa byggingar- fulltrúa um hvað sé að gerast, þótt það standi ekki í reglugerð. En það er alveg farið að koma að því að ég fari að ganga á eftir þeim svörum.“ Verða klæddar aftur í sumar Í desember 2006 féllu þrjár flís- ar af blokkunum og í kjölfarið voru hátt í 200 til viðbótar fjar- lægðar sem varrúðarráðstöfun. G. Oddur Víðisson, framkvæmda- stjóri 101 Skuggahverfis sem hannaði og byggði blokkirnar, seg- ir reglulegt eftirlit vera með þeim. Hann vill ekki útiloka að brotnu flísarnar á götunni séu vegna skemmdarverka, en slík hafi áður verið unnin á blokkunum. „Það er náttúrlega erfitt að sanna á hvorn veginn þetta gerist. En við erum að gera okkar besta í að viðhalda þessu þannig að þetta skemmi ekki út frá sér og hvað þá detti á jörð- ina úr einhverri hæð. Það er verið að fara í flísaklæðningu á áfanga tvö fljótlega með verktakanum sem þar er. Við ætlum að reyna að nýta okkur þá samfellu í fram- kvæmdinni til að klæða fyrsta áfangann aftur.“ Oddur segir að búið sé að stefna aðalverktakan- um, Eykt hf., og fleirum fyrir hugsanlega handvömm eða hönn- unargalla á flísunum. Niðurstaða liggi þó ekki fyrir. Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar, hafnaði því alfarið að bera ábyrgð á því ástandi sem nú væri á blokkunum. Flísum rignir í Skuggahverfinu  Flísar í Skuggahverfi eru enn að falla af  Byggingarfulltrúi segir ástandið alvarlegt  Til stendur að klæða blokkirnar aftur í sumar Fimm kílóa brotin flís við eina blokkina í Skuggahverfinu. ➤ Um jólin 2006 féllu nokkrarflísar af blokkunum í Skugga- hverfinu. ➤ Í kjölfarið lét 101 Skugga-hverfi, sem stóð fyrir bygg- ingu blokkanna, fjarlægja hátt í 200 lausar og skemmd- ar flísar. ➤ Félagið segir verktakann,Eykt hf., bera ábyrgð á ástandinu. 2 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir VIKUTILBOÐ VÍKURHVARF 6 SÍMI 557 7720 WWW.VIKURVERK.IS Level Up - Upphækkun fyrir hjólhýsi og húsbíla OPIÐ ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD TIL KL. 21:00 Í SUMAR VÍÐA UM HEIM Algarve 19 Amsterdam 17 Alicante 25 Barcelona 22 Berlín 17 Las Palmas 23 Dublin 13 Frankfurt 18 Glasgow 14 Brussel 16 Hamborg 16 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 14 London 12 Madrid 20 Mílanó 21 Montreal 10 Lúxemborg 16 New York 12 Nuuk 3 Orlando 23 Osló 15 Genf 15 París 19 Mallorca 23 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 8 Austan 10-13 m/s syðst, en annars hægari. Bjart að mestu norðan- og austanlands, en hætt við þokulofti við ströndina. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig. VEÐRIÐ Í DAG 7 8 6 7 6 Allt að 14 stiga hiti Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast við suð- vesturströndina. Dálítil væta sunnan- og vest- antil, en bjartviðri norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 9 10 8 8 Bjartviðri norðanlands „Flugfélagið hringdi í mig dag- inn áður en ég átti pantað flug heim til Íslands frá Berlín og spurði mig hvort ég gæti mögulega verið í Berlín fram á þriðjudag því að flug- ið mitt væri yfirbókað.“ Þetta segir farþegi sem hafði samband við 24 stundir í kjölfar fréttar sem birtist í blaðinu í gær þar sem sagt var frá sparnaðarað- gerðum Iceland Express. En þær felast meðal annars í því að sam- eina ferðir, en þá er flugi breytt til að koma við á öðrum stað til að ná í fleiri farþega. Fjöldi óánægðra farþega hefur sett sig í samband við blaðið vegna óþæginda sem þessar sparnaðaraðgerðir hafa valdið. Áðurnefndur farþegi pantaði ferðina til Berlínar í janúar, en á leiðinni heim stoppaði vélin í Gautaborg til að sækja fleiri far- þega. „Fyrst reyna þeir að fá mig til að vera lengur úti vegna þess að vélin sé yfirbókuð, svo fæ ég að vita þeg- ar ég mæti í flug að það eigi að koma við í Gautaborg til að ná í fleiri farþega. Þetta er auðvitað fá- ránlegt.“ Samlokurnar sparaðar Annar farþegi hafði samband við blaðið í kjölfar fréttarinnar og sagði að hann hefði ekki getað keypt samlokur í flugi Iceland Ex- press til Parísar á sunnudaginn vegna þess að verið væri að spara samlokurnar fyrir flugið til baka. aegir@24stundir.is Farþegar óánægðir vegna sparnaðaraðgerða Iceland Express Beðinn um að vera lengur úti Óánægja Fjöldi óánægðra farþega Iceland Express hefur haft samband við blaðið í kjölfar fréttar. Snælandsskóli í Fossvogsdal í Kópavogi var rýmdur í gær eftir að vertaki á svæðinu gróf niður á gamla sprengju. Talið er að sprengjan sé síðan úr seinni heims- styrjöldinni samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu og Landhelgisgæsl- unni. Í fyrstu voru gröfuskóflur settar yfir sprengjuna þar sem hún lá of- an í jörðinni en síðan komu sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar á staðinn og tókst fljótt að aftengja hana. Kveikjubúnaður- inn var eyðilagður og sprengjan þannig gerð óvirk. Varlega var þó farið með sprengjuna enda full af sprengiefni. Sprengjusérfræðingar sögðu sprengjuna vera um 50 kílóa flug- vélasprengju. Grafið niður á sprengju í Kópavogi Sprengjan síðan í seinni heimsstyrjöld „Við teljum að þarna sé gengið gegn þeim fyrirheitum sem félags- málaráðherra og utanríkisráðherra hafa gefið í málinu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, um fyr- irhugaðar breytingar á Íbúðalána- sjóði. Vitnar Gylfi til orða Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra þess efnis að hið opinbera ætli sér að fara út af almennum íbúða- lánamarkaði þar sem Íbúðalána- sjóður hætti að veita önnur lán en vegna félagslegs húsnæðis. Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins sagði Árni meðal annars að á und- anförnum árum hefði „ríkið losað sig út úr hvers konar atvinnu- og fjármálastarfsemi á þeirri forsendu að einkaaðilar sem eiga beinna hagsmuna að gæta geta oftast gert hlutina betur en hið opinbera,“ eins og orðrétt segir í erindi Árna. Með áhyggjur af lánasjóði ÓVISSA UM SJÓÐINN»20 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fimmtugs- aldri í 5 mánaða fangelsi. Mað- urinn stal súpu sem kostaði 250 krónur í verslun í miðborginni og matvöru sem kostaði 769 krónur í annarri verslun. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2005 og rauf með þessu skil- orð dómsins. mbl.is Fangelsisvist fyrir súpustuld Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir núverandi fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur ekki vilja kannast við störf fyrirrennara síns. Bæj- arstjórinn gerir athugasemd við athugasemd Skógræktarfélagsins, en þar kannast núverandi fram- væmdastjóri félagsins ekki við samráð um framkvæmdir vegna vatnsveitu Kópavogs í Heiðmörk. Bæjarstjórinn segir misjafnt hvernig menn rækti garðinn sinn, sjálfur kjósi hann að segja sann- leikann. Samráð hafi verið haft um að velja leiðina gegnum skóg- arlundinn. bee Bæjarstjóri kýs sannleikann STUTT ● Kennarar semja Grunnskóla- kennarar hafa samþykkt kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga. Alls voru 4.646 á kjörskrá og kjörsókn var 87,5%. Já sögðu 79,2% en nei 17,9%. 2,9% skiluðu auðum eða ógildum seðlum. mbl.is ● Leiðrétt Rangt var farið með staðreyndir í leiðara 24 stunda í gær. Þar stóð að Happdrætti Háskóla Íslands hefði fengið lóð við Starhaga fyrir að hætta við að opna spilasal í Mjódd- inni. Staðreyndin er sú að við- skiptavinur happdrættisins, Háspenna, fékk lóðina, en fyr- irtækið er í einkaeigu. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.