24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Egil Bjarnason
egillegill@hotmail.com
Blaðamaður 24 stunda sat kennslu-
stund um starfsemi eins trúarskól-
ans, Pakistanmegin við landamær-
in.
Orðið madrassa þýðir einfald-
lega skóli og nemendur þeirra eru
kallaðir talib eða taliban. Þegar
þessi hugtök eru nefnd í fjölmiðl-
um á Vesturlöndum vísa þau iðu-
lega til róttækra jihad-skóla og
uppreisnarmanna í Afganistan.
Salim Rahmani er enskumæl-
andi kennari við madrassa-skóla í
grennd við fjölmennustu flótta-
mannabúðir Pakistans. Hann segir
að verið sé að eyðileggja orðspor
þessara fornu trúarskóla. „Við höf-
um ekkert á móti Bandaríkjunum
eða Vesturlöndum. Því síður styðj-
um við ofbeldi enda er það ekki í
takt við hugmyndafræði ma-
drassa,“ útskýrir Ramhani en hann
virðist forðast að nota orðið talib-
ani yfir nemendur sína.
Haldið uppi af Sádum
Í umræddum skóla eru hátt í
hundrað nemendur á aldrinum tíu
til átján ára. Stúlkur eru í miklum
minnihluta og þeim er haldið að-
skildum. Flestir eru afganskir
flóttamenn sem eiga ekki kost á
annarri menntun. Samkvæmt hug-
myndafræði madrassa á allt að vera
ókeypis; menntun, matur og húsa-
skjól. Að sögn Rahmani er skólinn
rekinn á frjálsum framlögum, sér-
staklega frá örlátum Sádum.
Læra Kóraninn utanbókar
Helsti munurinn á madrassa og
ríkisreknum skóla er sá að einungis
er stuðst við trúarleg rit. Megin-
áhersla er lögð á að nemendur læri
vers Kóransins utanbókar og geti
flutt þau með framburði og takti
Múhameðs spámanns. „Eftir eitt
og hálft til tvö ár getur nemandi
flutt öll 6200 vers Kóransins frá
hjartanu,“ segir Ramhani. „Við
kennum líka önnur fög á borð við
skrift, tölvufræði, stærðfræði og
trúarleg vísindi.“
Trúarleg vísindi. Hljómar und-
arlega. „Sjáðu til,“ segir kennarinn,
„í Kóraninum er að finna svör við
öllu mögulegu. Til dæmis ef nem-
andi er með stanslausan höfuð-
verk. Þá getur hann leitað til múll-
ans, skólastjórans, og saman vinna
þeir bug á vandanum með hjálp
Allah og Kóransins.“
Athygli vekur að nemendur læra
Kóraninn utanbókar á frummál-
inu, arabísku, en ekki móðurmál-
inu, pastú, sem er gjörólíkt tungu-
mál. Rahmani segir nemendur
samt sem áður skilja boðskapinn
jafnóðum.
Þegar talib útskrifast fer hann á
vinnumarkaðinn, fær hlutverk í
mosku eða gerist íslamskur kenn-
ari líkt og Rahmani.
Dæmigerður skóladagur
Skóladagurinn byrjar klukkan
fimm að morgni með bænastund í
mosku skólans. Síðan er tími fyrir
lexíur úr Kóraninum fram að há-
degi. Þá breytast kennslustofurnar í
fuglabjarg. Yngstu nemendurnir
fara upphátt með mismunandi vers
úr hinni heilögu bók og rugga sér á
meðan fram og aftur. Að sögn
kennaranna er þetta besta „náms-
tæknin“.
Eftir hádegi taka við almennari
fög þangað til skóladeginum lýkur
með krikketleik.
Talibanaverksmiðjur
Þó að flestir madrassa-skólar í
Pakistan séu í líkingu við þennan er
staðreynd að sumir eru notaðir
sem skæruliðaverksmiðjur með
áherslu á Vesturlandahatur. Á ní-
unda áratug síðustu aldar voru
nemendur sendir til að berjast gegn
Rússum í Afganistan og Indverjum
í Kasmír. Nú á dögum nota talib-
anar þá í skæruhernað gegn herliði
NATO.
Talið er að einungis 2% skóla-
barna í Pakistan gangi í madrassa-
skóla. Deilt er um hvort auknar
sjálfmorðsárásir trúarofstækis-
manna í landinu séu afleiðing
fjölgunar á madrassa-skólum á
undanförnum áratugum.
Á sínum tíma gagnrýndi Benazir
Bhutto skólana harðlega fyrir að
heilaþvo börn. „Vegna þess að
stjórnvöld kjósa að sóa 1400%
meira fé í herinn en skólakerfið,
eiga margir fátækir foreldrar ekki
annarra kosta völ,“ sagði Benazir í
æviminningum sínum. Nú þegar
Þjóðarflokkur hennar er kominn
til valda má því búast við hertum
aðgerðum.
„Án okkar fengju þessir krakkar
enga menntun,“ segir Rahmani,
óhræddur um að yfirvöld svipti
hann starfinu. „Allah stendur með
okkur.“
Deilt um ágæti madrassa-skóla í Pakistan
Í kórantíma
með talibönum
Svonefndir madrassa-
skólar við landamæri
Pakistans og Afganistans
eru alræmdir fyrir að ala
af sér árásarmenn talib-
ana og al-Qaeda. Er það
sanngjörn einkunn?
➤ Einkareknir lágstéttarskólarþar sem nemendur læra Kór-
aninn utanbókar.
➤ Einu námsbækurnar erutrúarleg rit.
➤ Gagnrýndir fyrir að ala á Vest-urlandahatri og ofbeldi.
➤ Eiga undir högg að sækja íPakistan.
MADRASSA
Salim Rahmani Gestgjafi
24 stunda í mosku skólans.
Ungur talibani Nemendur til-
biðja Allah fimm sinnum dag.
24stundir/Egill
Kóraninn stúderaður Nemendur
við daglegan kóranlestur í ma-
drassa, trúarskóla, í grennd við
flóttamannabúðir Afgana í Pakistan.
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Fimmtudagur 22. maí 2008
Anna Pálmadóttir ljós-
myndari hefur tekið myndir
af börnum fyrir tímaritið
Vogue Bambini.
» Meira í Morgunblaðinu
Í barnaafmælisstíl
Keppandi Rússa í Evró-
visjón, Dima Bilan, er fullur
af adrenalíni og skelfur enn
eftir sönginn í fyrrakvöld.
» Meira í Morgunblaðinu
B́ilan borubrattur
Þó svo 27 ár séu liðin frá
því Harrison Ford birtist á
hvíta tjaldinu sem Indiana
Jones er hann enn svalur.
» Meira í Morgunblaðinu
Enn töggur í Indí
reykjavíkreykjavík