24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, vonast til þess að takast
megi að klára kjarasamninga rík-
isins og BSRB í þessari viku. „Við-
ræður ganga heldur hægar en var í
upphafi en það er þó ekki ills viti.
Menn taka þessi mál alvarlega og
ætla að gefa sér tíma til að fara vel
ofan í hlutina. Hugsanlega tekst að
klára þetta fyrir helgina og ef ekki
þá um helgina. Nú er verið að ræða
útfærsluatriði og forsendur, meðal
annars samningslengdina. Um
lengd samningsins er ekki búið að
ákveða neitt annað en það að báðir
aðilar eru ákveðnir í að láta deilur
um hana ekki stöðva samnings-
gerðina.“
Guðlaug Kristjánsdóttir, for-
maður BHM, segir að sér virðist
sem samningsgerð aðildarfélaga
BHM sé aðeins að hreyfast í áttina.
„Við erum áhyggjufull yfir því
hversu hægt þokast en vonandi er
þó aðeins að rofa til. Það er ósk-
andi að þetta fari að ganga.“ fr
Kjarasamningar við ríkið að þokast í rétta átt
Samið um helgina?
„Okkur finnst þetta auðvitað mjög leiðinlegt en það
dylst engum að þetta eru svik. En það er verið að mis-
nota nafn barnahjálparinnar,“ segir Stefán Ingi Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, barnahjápar
Sameinuðu þjóðanna, um tölvubréf sem nú gengur á
veraldarvefnum sem virðist vera sent í nafni UNICEF.
Fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem varað er við
tölvubréfi í nafni UNICEF þar sem sendandi óskar eft-
ir persónuupplýsingum viðtakanda; nafni, heimilis-
fangi, stöðuheiti og símanúmeri. Jafnframt er þess
óskað að viðtakandi bréfsins stofni bankareikning og
hjálpi UNICEF að berjast gegn skyndilegum fugla-
flensutilfellum víðsvegar um Evrópu.
Lögreglan segir í tilkynningu sinni að augljóslega sé
um að ræða svind sem á rætur sínar að rekja til Níger-
íu en skipulögð glæpastarfsemi þar hefur margsinnis
teygt anga sína hingað. Skilaboð lögreglu eru þau að
ekki sé óhætt að svara bréfum sem þessum þar sem
það getur valdið fólki fjárhagslegu tjóni og jafnvel
einnig gert það að þátttakendum í peningaþvætti án
þess að það viti af því.
Í fyrrnefndu bréfi sem skilja má að sé frá UNICEF er
viðtakandi beðinn um að vera milligöngumaður um
móttöku og innlausn á fé og einnig beðinn um að
stofna bankareikning í Bandaríkjunum.
Fjármunabrotadeild lögreglu varar við tölvupósti
Verið að misnota UNICEF
„Við viljum fyrst og fremst að
drengirnir alist upp saman því
annars upplifa þeir enn einn miss-
inn,“ segir Ingibjörg S. Benedikts-
dóttir, ömmusystir tveggja bræðra
sem nýverið misstu móður sína.
Hafa drengirnir dvalist hjá
ömmu sinni og afa á Norðurlandi
eftir að móðirin var svipt forræði
fyrir ári. Við andlát hennar fer for-
ræðið til feðra drengjanna, en þeir
búa á höfuðborgarsvæðinu.
„Strákarnir eru búnir að koma
sér fyrir hér og það er ekki gott að
rífa þá upp með rótum enda hefur
nóg verið á þá lagt,“ segir Ingi-
björg. Þá kveðst hún ekki vilja
dæma um hæfni feðranna en bend-
ir á að þeir voru ekki fyrsti kostur
þegar móðirin missti forræðið.
Barnavernd brást
Ingibjörg rekur forsögu þessa
máls í grein í Morgunblaðinu í gær.
Þar segir hún að þó að amma
drengjanna hafi sagt Barnavernd
Reykjavíkur að vegna bágs ástands
gæti móðirin ekki tekið á móti
þeim hafi þeir verið sendir þangað í
heimsókn. Ekkert eftirlit var haft
með öryggi þeirra á meðan og til-
viljun ein að þeir voru ekki hjá
móður sinni þegar hún dó. Segir
hún ljóst að Barnavernd Reykjavík-
ur hafi algjörlega brugðist í málinu.
Í rannsókn Barnaverndarstofu
„Ég harma það mjög að fjöl-
skyldan hafi upplifað þetta með
þessum hætti. Við munum í kjöl-
farið fara yfir þetta mál með við-
komandi aðilum,“ segir Halldóra
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaverndar Reykjavíkur. Vildi
hún ekki tjá sig efnislega um málið.
Jafnframt hefur borist kvörtun
yfir framgöngu Barnaverndar í
þessu máli til Barnaverndarstofu,
sem tekur málið til rannsóknar.
Halldóra staðfestir að sam-
kvæmt lögum fær eftirlifandi for-
eldrið forræðið í þessum aðstæð-
um. Berist vísbendingar um að það
sé óhæft til uppeldisins er það
skoðað á faglegan hátt. Ekki er
kveðið á um það í lögum að systk-
ini í þessum aðstæðum eigi að fá að
búa saman, að hennar sögn.
thorakristin@24stundir.is
„Barnavernd hefur
algjörlega brugðist“
Barnavernd brást þegar hún sendi tvo drengi eftirlitslaust í helgarheimsókn til geð-
sjúkrar móður sinnar, segir aðstandandi Málið í skoðun hjá Barnavernd
Framtíðin Nú þarf
barnaverndin að huga að
framtíð bræðranna.
➤ Ingibjörg gagnrýnir m.a. aðstarfsmaður Barnaverndar,
sem heimsækja átti heimilið
meðan á heimsókninni stóð,
hafi notað símann í staðinn
og ekkert gert þegar ekki var
svarað. Framkvæmdastjóri
Barnaverndar vildi ekki svara
því hvort þetta væri eðlilegt
en segir starfsmenn meta
hæfileg viðbrögð í hverju til-
felli fyrir sig.
ÖNNUR GAGNRÝNI
Tímamót verða hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga síðar á
árinu þeg-
ar Þórður
Skúlason,
fram-
kvæmda-
stjóri sam-
bandsins í
nærri tvo
áratugi
lætur af
störfum. Framkvæmdastjórinn
tilkynnti ákvörðun sína í apríl
og var staðan auglýst. Um-
sóknarfrestur rann út á mánu-
dag og verða umsækjendur
kynntir stjórn sambandsins á
fundi á föstudag. Hverjir um-
sækjendurnir eru fæst ekki gert
opinbert fyrr en stjórnin hefur
farið yfir listann. Ákvörðun
framkvæmdastjórans um að
draga sig í hlé er tekin í sam-
ræmi við nýlega starfs-
mannastefnu sambandsins.
Samkvæmt henni er almenna
reglan sú að sviðsstjórar og
stjórnendur láti af störfum við
65 ára aldur. bee
Framkvæmdastjóri SÍS
Sveitarfélögin
fá nýtt andlit
Börn mæðra sem nota farsíma
tvisvar til þrisvar á dag á með-
göngu eru líklegri til þess að glíma
við hegðunartruflanir af ýmsu tagi
heldur en börn annarra mæðra.
Líkurnar á hegðunartruflunum eru
enn meiri ef börnin hafa sjálf notað
farsíma fyrir sjö ára aldur.
Þetta eru niðurstöður rannsókn-
ar á vegum Kaliforníuháskóla,
UCLA, og Háskólans í Árósum í
Danmörku sem rúmlega 13 þús-
und danskar mæður, sem fæddu
börn í lok síðasta áratugar, tóku
þátt í. Niðurstöðurnar, sem sýndu
að 54 prósenta líkur voru á hegð-
unartruflunum hjá börnunum,
komu rannsakendum á óvart að
því er greint er frá í breska stór-
blaðinu Independent.
Ekki var hægt að útskýra hegð-
unartruflanirnar hjá börnunum
með félagslegum þáttum eins og til
dæmis reykingum og vanheilsu á
geði innan fjölskyldunnar. Vís-
indamennirnir segja hins vegar að
aðrir þættir, sem þeir rannsökuðu
ekki, kunni að vera hluti skýring-
arinnar. Til dæmis var ekki rann-
sakað hvort mæðurnar sem töluðu
oft í farsíma veittu börnum sínum
minni athygli en hinar.
Prófessorinn Sam Milham, sem
starfar við háskóla í Washington,
kveðst ekki í vafa um niðurstöð-
urnar, að því er Independent grein-
ir frá. Hann bendir á að nýlegar
rannsóknir í Kanada hafi leitt í ljós
breytingar á heila afkvæma rottna
sem geislum var beint að á með-
göngu.
Geislavarnir Rússlands telja
ástæðu til að takmarka farsíma-
notkun ófrískra kvenna og barna.
Samkvæmt stofnuninni eru börn
sem nota farsíma líkleg til að þjást
af minnistruflunum, athyglisbresti,
námsörðugleikum og auknum
pirringi þegar til styttri tíma er litið
og þunglyndiseinkennum þegar til
lengri tíma er litið.
ingibjorg@24stundir.is
Rannsókn á 13 þúsund dönskum mæðrum
Farsímanotkun get-
ur skaðað fóstur