24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Hilmir Snær Guðmundsson er veikur. Hann er aðeins tveggja og hálfs
árs en ætti, hefði hann fæðst á réttum tíma, aðeins að vera rétt rúmlega
tveggja ára. Hann fæddist fjórum mánuðum fyrir tímann og er einn
minnsti fyrirburi sem fæðst hefur og haldið lífi hér á landi.
Algengt er að fyrirburar séu mikið veikir þar sem ónæmiskerfi þeirra er
oft veikt, segir í forsíðufrétt 24 stunda í gær. Og Hilmir Snær var veikur
samtals þrjá mánuði af þeim sex sem hann var á leikskóla, frá ágúst til
febrúar.
Móðir hans segir frá því að hún hafi klárað veikindarétt vegna barna í
nóvember í fyrra; veikindarétt sem hefði átt að endast fram í ágúst á þessu
ári. Hún ákvað að hætta að vinna til að sinna litla drengnum sínum heima
í stað þess að hafa hann á leikskóla.
Foreldrarnir vonuðust til þess að fá greiðslur samkvæmt lögum um
réttindi foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. „Það gefur auga-
leið að þegar önnur fyrirvinna fjögurra manna fjölskyldu hefur bara sex-
tíu þúsund krónur í tekjur þá er það erfitt,“ segir faðirinn.
Nýju lögin um langveik börn tryggja foreldrum þeirra allt að 130 þús-
und krónur á mánuði. Lögin ná til foreldra barna sem greinast með alvar-
lega og langvinna sjúkdóma. Þeir sjúkdómar eru til dæmis hjarta-, nýrna-,
lungna- og lifrarsjúkdómar. Þau ná ekki til barna með lélegt ónæmiskerfi;
barna sem eru alltaf veik en glíma ekki við einstakan erfiðan sjúkdóm.
„Við töldum víst að við myndum fá þessar greiðslur. Við sóttum um og
svarið kom núna 22. apríl síðastliðinn. Þar var okkur
neitað. Ég fékk algjört áfall,“ segir móðirin.
Eins og fram kemur í blaðinu í dag er umsókn for-
eldranna ein af 22 umsóknum sem hefur verið hafn-
að. Félagsmálaráðherra lætur þegar athuga hvort lög-
in séu of þröngt túlkuð og segir að sé svo verði því
kippt í liðinn eins fljótt og auðið er.
Foreldrarnir hafa sótt um styrk úr styrktarsjóði
Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.
Þau fá svar á þriðjudag.
Hvernig ætli það sé að segja foreldrum barns sem
er sífellt er veikt að það sé ekki langveikt og hafna
beiðni þeirra um fjárhagsaðstoð? Örugglega ekki eins
erfitt og að fá svarið í hendur.
Barnið alltaf veikt
en ekki langveikt
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Ég held að vandi Barnaverndar
Reykjavíkur og annarra sambæri-
legra stofnana sem vinna í þágu
barnaverndar sé
fyrst og fremst sá
að þar vinnur of
fátt fólk. Svo held
ég að eitthvað í
vinnulaginu sé í
grundvall-
aratriðum ekki
rétt. Ingibjörg
skýrir frá erf-
iðleikum systur sinnar við að ná
til starfsmanna Barnaverndar.
Þetta kannast ég við. Það er nán-
ast undantekningarlaust að ef
maður þarf að ná í starfsmann
hjá Barnavernd þá er viðkomandi
á fundi. Ég kvarta þó ekki yfir því
að starfsmenn svari ekki skila-
boðum.
Dögg Pálsdóttir
doggpals.blog.is
BLOGGARINN
Alltaf á fundi
Gat ekki betur séð en að Dustin
hefði verið með íslenska fánann í
höndunum. Veit ekki hvort að
það er tilvísun til
Silvíu eða hann
haldi með Euro-
bandinu úr þessu
í keppninni.
Verður að ráðast
svo sem. Það er
reyndar ansi
fyndið hvað Ír-
land hefur fengið
háðulega útreið í keppninni síð-
ustu árin. Þetta er auðvitað Euro-
vision-land par excellance en þeir
unnu fjórum sinnum á tíunda
áratugnum og þótti mörgum nóg
um orðið, eflaust þeim sjálfum
undir lokin enda var orðið þeim
dýrt að halda utan um pakkann.
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Írski kalkúninn
Nýjasta uppákoma innan rík-
isstjórnarinnar er alveg kostuleg.
Allir ráðherrar Samfylking-
arinnar leggjast
gegn þeirri
ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra
að hefja hval-
veiðar. Það skipt-
ir bara engu máli.
En þó allir ráð-
herrar Samfylk-
ingarinnar séu
opinberlega andvígir hvalveið-
unum þá ætla þeir að verja þessa
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
með oddi og egg á erlendri
grundu. Hvernig er það hægt?
Ríkisstjórnin hefur nú náð nýjum
hæðum í því að skerða trúverð-
ugleika sinn. Ég held að þetta
heimsmet verði seint toppað.
Birkir Jón Jónsson
birkir.blog.is
Seint toppað
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Á borgarstjórnarfundi í gær kom í ljós að
borgarfulltrúar allra flokka nema Fram-
sóknarflokksins eru sammála um að hætta við virkjun-
aráform við Bitru. Sammála um ákvörðun sem tekin
var án umræðu í borgarstjórninni og er í eðli sínu ná-
skyld því ákvarðanatökuferli sem uppi var í REI-
málinu og allir fordæmdu. Svo virðist sem borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætli seint að læra af
mistökum sínum í REI. Þessi ákvörðun stjórnar Orku-
veitu Reykjavíkur er strax farin að draga dilk á eftir sér
og hafa fjölmargir málsmetandi aðilar lýst yfir áhyggj-
um sínum af þróun mála. Þórður Hilmarsson hjá Fjár-
festingarstofu segir að öll erlend fjárfesting í umhverf-
isvænum hátækniiðnaði sé í uppnámi og ríkið verði af
milljörðum í skatttekjum ef kísilhreinsiverksmiðjan
rísi ekki í Þorlákshöfn. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri
OR, upplýsir það í dag að kostnaður vegna rannsókna
við Bitru sé um einn milljarður króna. Einn milljarður
króna út um gluggann og allir sammála í stjórn OR.
Ætlar þessi vitleysa engan enda að taka? Í umræðum
um orkunýtingu hefur það sjónarmið verið ríkjandi að
nú ættu Íslendingar að hverfa frá nýtingu vatnsfallanna
og huga frekar að nýtingu háhitasvæðanna. Flestöll há-
hitasvæði landsins eru ósnortin og falleg og því vaknar
sú spurning hvort svæðið við Bitru sé merkilegra nátt-
úrufyrirbæri en önnur þau svæði sem hljóta að koma
til skoðunar. Virkjanasvæðið við Bitru liggur nálægt
öðrum virkjunarstöðum á Hengilssvæðinu og er meira
snortið en mörg önnur háhitasvæði landsins. Á meðan
þjóðir heimsins horfa til okkar öfundaraugum vegna
þeirra möguleika sem við höfum á sviði hreinnar og
endurnýjanlegrar orku þá gengur stjórn OR fram fyrir
skjöldu, varpar fyrir róða rannsóknarvinnu fyrir einn
milljarð króna án umræðu í borg-
arstjórn Reykjavíkur. Eru mennirnir
endanlega orðnir brjálaðir?! Að þessu
sögðu og í ljósi ummæla borgarstjóra
þá verður Sjálfstæðisflokkurinn að
gera grein fyrir stefnu sinni í mál-
efnum OR, nema þá Ólafur F. Magn-
ússon sé orðinn helsti hugsuður og
talsmaður Sjálfstæðisflokksins í um-
hverfis- og orkumálum.
Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Hátækniiðnaður í uppnámi
ÁLIT
Óskar
Bergsson