24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir „Liðið hans Loga Ólafssonar í svarthvítröndóttu búningunum, FC Nörd held ég, er bara 0:2 und- ir gegn Breiðablik. Það er kostu- legt að horfa á þetta Nörd lið. Hlægilegastir eru Gunnlaugur og þessi feitlagni sóknarmaður sem heitir Björgólfur. Sjálfur held ég með liði sem heitir KR.“ Friðrik Þór Guðmundsson lillo.blog.is „Hún er fyrir löngu orðin þekkt, herferð Vínbúðanna; "Ekki drekka eins og svín..."Ég hef það fyrir satt að ÁTVR hafi látið taka aðra forvarnarauglýs- ingu. Kjörorð hennar ku vera: “Ekki dópa eins og asni, dóp- aðu eins og heiðursmaður.“ Hörður Svavarsson hordur.eyjan.is „Ég verð nú að tjá mig aðeins fyrst ég er svona vinsæl í dag. Mér finnst alveg sorglegt hvað margar barnalandskonur geta velt sér upp úr því hvað ég er að gera og reynt að úthúða mér við hvert tækifæri. Þessi umræða hjá þeim er gott dæmi um hversu sorglegir einstaklingar eru þarna á ferð.“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir asdisran.blog.is BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Bölvun hefur legið yfir Íslend- ingum frá því að forkeppninni var bætt fyrir framan úrslit Eurovision. Örlygur Smári, höfundur lagsins, segist hafa trú á því að það takist í ár að komast í úrslitaslaginn en biður þjóðina um að halda still- ingu. „Ég held að málið sé að hafa fæt- urna á jörðinni og standa þétt við bakið á Eurobandinu, hvernig sem fer,“ sagði Örlygur Smári í gær skömmu eftir að fyrra rennsli dags- ins lauk. „Ég held að það geti verið hættulegt fyrir okkur að þær þjóðir sem eru orðaðar við sigur í keppn- inni í ár koma strax á eftir okkur. Kannski getur það hjálpað, en svo gæti það gerst að við föllum í skuggann. Þetta hefur samt hvatt okkur til dáða.“ Örlygur segir allt umfang keppninnar hafa breyst heilmikið frá því að hann fór fyrst með Einari Ágústi og Telmu, árið 2000. Fjöl- miðlaáhugi hafi aukist til muna við inngöngu Austur-Evrópuþjóðanna sem þau Friðrik og Regína hafa nýtt sér til fullnustu. „Mér skilst að lagið okkar sé eitt af þeim fáu sem eru í spilun hér á útvarpstöðvum í Serbíu. Þau eru svo búin að fara í viðtal í serbneska sjónvarpinu og á útvarpsstöðvum víðs vegar um Evrópu.“ Engin dáleiðari, ekkert nudd Rennsli hafa gengið vel, tvö voru í gær en lokarennslið var núna í morgun. „Þetta eru bara æfingar, þannig að við höfum nú ekkert verið að gefa okkur 100% í þetta,“ segir Friðrik Ómar. „Við erum að spara þetta extra sem við notum í lokin, þegar maður spennir upp alla vöðvana. Þetta snýst allt um þessar þrjár mínútur sem við erum í beinni. Maður getur átt góðar eða slæmar æfingar en þær skipta engu. Við gætum vaknað með brjálaða flensu og draumurinn er úti.“ Eins og frægt er orðið naut Eurobandið aðstoðar dáleiðara til þess útiloka ótta úr pípum sínum fyrir úrslitakeppni Laugardagslag- anna. Í kvöld verða engar slíkar ráðstafanir gerðar. Þau leyfa sér ekki einu sinni að skella sér í nudd. „Ég fæ nú bara hausverk á slíku,“ segir Friðrik að lokum. Ísland stígur fyrst á svið í Bel- grad í kvöld, skömmu eftir klukkan sjö, þegar seinni umferð í for- keppni Eurovision hefst. Íslendingar keppa í Eurovision í kvöld Þrjár mínútur til þess að slá í gegn Íslenska Eurovision- maskínan er vel smurð og til í slaginn í kvöld. Friðrik og Regína eru reiðubúin fyrir mikilvæg- ustu uppákomu ævinnar. Örlygur Smári Bjartsýnn 24stundir/Dagur Eurobandið Fyrst á svið í kvöld. HEYRST HEFUR … Ásdís Rán er hætt að blogga um Hugh Hefner og beinir nú spjótum sínum að mæðrum er hafa farið ófögrum orðum um hana á Barnaland.is. Ásdís seg- ist skammast sín fyrir að vera hluti af kvenþjóðinni þegar hún les hversu bitrir sumir notendur þar geta verið. Ásdís segist gera sér grein fyrir því að áhuga- mál hennar sé ekki allra og hvetur aðrar mæður til þess að elta sína drauma. bös Samkvæmt heimildum Monitor.is er undirbún- ingur fyrir sjónvarpsþætti, sem byggjast á beðmáls- bloggsögum Ellýjar Ármannsdóttur, kominn á fullt. Pegasus framleiðir og verður Ellý sérstakur ráðgjafi í handritsskrifum. Áhugasamir geta svo sent spurningar á Ellý í gegnum vefinn, en hún verður í liðnum Satt&Logið í fyrsta tölublaði Moni- tors undir ritstjórn Atla Fannars Bjarkasonar. bös Hljómsveitin Buff sendir frá sér nýtt lag í spilun í næstu viku. Sér til aðstoðar fékk sveitin Skóla- hljómsveit Kópavogs, er spilar millikafla í laginu, auk þess að syngja í kór í lokakafla þess. Össur Geirsson stjórnandi hljómsveitarinnar útsetti kafl- ann. Lagið, sem heitir Í Gær, er samið af Stefán Erni píanóleikara og verður að finna á breiðskífu sveit- arinnar er kemur út í haust. bös „New York var mjög fyndin,“ segir Jón Trausti Sigurðsson um- boðsmaður Sprengjuhallarinnar en sveitin kom heim úr tónleika- ferðalagi um Kanada og Bandarík- in í gær. „Þegar við flugum frá Seattle til New York átti hver fyrir sig að hafa reddað sér gistingu. Við vorum allir búnir að koma okkur inn hjá vinum og vandamönnum nema Goggi og Bergur sem voru bara heimilislausir í stórborginni. Það er erfitt að finna gistingu samdægurs en ég náði að redda einhverju í gegnum netið og þeir fóru og tékkuðu sig inn. Þegar þeir komu á staðinn tók afgreiðslumað- urinn þá á eintal. Hann sagðist sjá í gegnum þá, að þeir væru aug- ljóslega ekki hommar og að þar sem þetta væri einungis gistiheim- ili fyrir samkynhneigða karlmenn þyrftu þeir að fara.“ Bergur Ebbi notaði sjarma sinn til þess að tala manninn til og náði að bjarga þeim frá götunni, en ekki án skilmála. „Hann sagðist skilja aðstöðu þeirra og að hann myndi leyfa þeim að vera eina nótt en ítrekaði að þeir ættu að læsa dyrunum áður en þeir færu að sofa.“ Sama dag lentu liðsmenn aftur í bobba þegar þeir voru í skoð- unarferð um borgina. „Þeir voru á gangi um miðjan dag þegar allt í einu er dritað á þá eggjum úr einni íbúðinni. Þeir fengu aldrei neinar útskýringar á því,“ segir Jón Trausti að lokum. Tónleikar sveitarinnar á Rehab gengu þó glimrandi vel. biggi@24stundir.is Sprengjuhöllin lenti í ævintýrum í New York Eggjaðir og læstir inni á hommahóteli Bergur Ebbi Endaði nánast á götunni vegna gagnkynhneigðar sinnar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 3 4 9 1 8 7 2 5 5 7 9 2 4 3 8 6 1 8 1 2 7 5 6 4 9 3 1 6 5 8 3 7 2 4 9 9 4 3 6 2 5 1 7 8 7 2 8 1 9 4 3 5 6 2 8 1 5 7 9 6 3 4 3 5 7 4 6 1 9 8 2 4 9 6 3 8 2 5 1 7 Veistu, ég held að þetta séu þessi ógeðs- legu efni sem þeir setja á ávextina. 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei, en það er eflaust langt síðan við höfum hlustað á lagið Sverrir, hafið þið Stefán nokkuð gleymt að horfa á björtu hliðarnar? Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson standa nú í rit- deilu á síðum Fréttablaðsins. Sverrir og Stefán sungu lagið Horfðu á björtu hliðarnar, fyrir mörgum árum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.