24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Valentína Björnsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Móður náttúru, hefur nær alveg gefið hinn hefð- bundna nautahamborgara með hvítu brauði upp á bátinn. „Í minni fjölskyldu er miklu meiri spenningur fyrir grilluðu chili- buffi í Fitti-bollu,“ segir Valentína. Hollur og góður borgari „Auðvelt er að matreiða þessa hollu borgara en best er að byrja á því að grilla grænmetið. Við sker- um rauða papriku í fleka, penslum með olíu og skellum á grillið. Papr- ikan verður mjög sæt á bragðið þegar hún kemur af grillinu og ger- ir heilmikið fyrir borgarann. Við grillum buffin í mjög stutta stund vegna þess hversu fljót þau eru að hitna en þau eru mjög góð ef þau eru smurð með bbq-sósu áður en þau eru sett á grillið. Næst sker- um við rauðlauk í þykka bita ásamt tómötum og grænu salati og fáum okkur smá sólskinssósu. Þetta setj- um við allt á milli í Fitti-bolluna og þá erum við komin með hollan og bragðgóðan borgara.“ Valentína telur að Íslendingar séu tvímælalaust áhugasamari um grillað grænmeti en áður var. Fljótlegir réttir Kosturinn við svona mat er auð- vitað sá að hann er miklu hollari en hvíta brauðið og unna kjötið sem keypt er í sjoppunni. „Þessi matur er líka svo einstaklega góður að maður hættir að hugsa um rusl- fæðið. Annar kostur er hversu fljótlegt er að grilla grænmetisrétt- ina. Maturinn verður til á ör- skömmum tíma og það er mjög gott þegar grillað er fyrir marga. Það kemur líka verulega sérstakt og ómótstæðileg bragð þegar græn- meti er grillað.“ Á netinu er hægt að nálgast alls kyns uppskriftir að grænmetisrétt- um sem sérstaklega eru fyrir grillara. Það er því um að gera að prófa enda er heilsan það mikil- vægasta sem við eigum. Valentína grillar gómsæta grænmetisrétti Girnilegur chili-borgari á grillið Íslendingar taka grillið fyrr fram nú en á árum áður og eru mun til- raunagjarnari í fæðuvali. Við erum meðvitaðri um heilsuna og áttum okkur á því að fátt er hollara og betra fyrir línurnar en grillaður grænmet- isréttur. Það besta er að hann getur verið ein- staklega bragðgóður. Valtentína Björnsdóttir Grænmetisgrillari Val- entína er tilraunagjörn. 2 sneiðar brauð að eigin vali 20 g Létt & laggott með ólífuolíu hálfur kúrbítur hálft eggaldin ólífuolía sex kirsuberjatómatar pepperóní Tzatsiki: 1 d jógúrt án ávaxta hálft hvítlauksrif salt ¼ gúrka Blandið saman jógúrt, press- uðum hvítlauk og salti. Rífið gúrk- una og kreistið úr henni vatnið. Blandið síðan gúrkunni saman við jógúrtið. Gott er að láta tzatsiki standa í kæli um stund. Skerið kúrbítinn og eggaldinið langsum í þunnar sneiðar. Penslið með ólífuolíu og grillið eða steikið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Skerið tómatana í tvennt. Ristið brauðið og smyrjið með Léttu & laggóðu ásamt ólífuolíu. Leggið grænmetið á brauðsneið- arnar, hellið tzatsiki yfir og dreifið pepperóní og tómötum efst. Uppskrift af www.lettoglaggott- .is. iris@24stundir.is Grillað grænmeti á brauði með tzatsiki Ómótstæðilegt grillað brauð 1 vænt eggaldin stórir kúrbítar (zucchini) 1 rauð eða gul paprika 1 dós Saclà-ostasósa salt og pipar Skerið grænmetið eftir endi- löngu í sneiðar og sneiðarnar í tvennt. Penslið með dálítilli ólífuolíu og grillið annað hvort á útigrilli eða í ofni þar til græn- metið er ljósgyllt og stökkt. Munið að snúa grænmetinu. Paprikuhýðið verður svart við grillun og betra að fjarlægja það að grillun lokinni undir smá bunu af rennandi vatni. Breiðið úr grænmetissneið- unum á diska eða bakka og hell- ið Saclà-ostasósu (sem rétt hefur verið velgd í potti) yfir. Upplagt er ef afgangur er af réttinum að nota hann sem pastasósu daginn eftir og bæta þá jafnvel við sósu. Skammturinn dugar fyrir tvo sem aðalréttur, en fjóra sem meðlæti. Uppskrift af www.matarlist.is. Grillað grænmeti með Saclà-ostasósu Hollt á grillið VORIÐGRILL lifsstill@24stundir.is a Það kemur eitthvert verulega sérstakt og ómótstæðilegt bragð þegar grænmeti er grillað. Kynntu þér nám í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu, fimmtudaginn 22. maí FÉLAGSVÍSINDASVIÐ stjornmal.hi.is » Kl. 16 – 17 í Odda 101 Opinber stjórnsýsla: Þjónusta, þátttaka og lýðræði í sveitarfélögum. » Kl. 15 – 17 í Lögbergi 101 Alþjóðasamskipti: Utanríkismál, alþjóðastofnanir, þróunarsamvinna. » Málstofurnar eru öllum opnar. Skráning á http://stjornmal.hi.is » Umsóknarfrestur um nám á meistarastigi í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu rennur út 5. júní. ÍSL E N S K A /S IA .I S /H S K 4 24 75 0 5/ 08 Yfirvélstjóri Óskum eftir að ráða yfirvélstjóra (1000 hö) á nýja línu -og netaskipið okkar sem er 760 brúttótonn að stærð. Skipið kemur til með að stunda línuveiðar með beitingavél og netaveiðar. Skipið er útbúið með öflugri frystingu og er áætlað að frysta aflann um borð hluta úr ári. Nánari upplýsingar í síma 893 5458 og 892 5374 og á www.fiskkaup.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið halldor@fiskkaup.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.