24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 9
24stundir FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 9 sumarferdir.is ...eru betri en aðrar Sumarferðir bjóða nú kynningartilboð á flugi til Lanzarote og gistingu á 5 stjörnu lúxushótelinu Gran Meliá Volcán sem er í fiskimannabænum Playa Blanca á suðurhluta eyjunnar. Brottfarir í maí og júní. Örfá sæti laus! 61.900 kr. Kynningartilboð í maí og júní morgunverður innifalinn. Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í viku. Gran Meliá Volcán L Um 100 konur hafa komið í næturathvarfið í Konu- koti frá því að starfsemi þess hófst árið 2004. Konukot, sem er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, er eina úrræðið sem sérstaklega er ætlað heimilislausum kon- um. Flestar kvennanna sem sækja athvarfið eru í neyslu og/eða eiga við geðræn vandamál að stríða. Margar þeirra eru mæður sem hafa misst forsjá barna sinna. „Þær sem hafa dvalið hér í eina nótt eða fleiri hafa verið á öllum aldri, allt frá 18 ára upp í 75 ára,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Rauða krossins. Hún segir erfiðast að ná til ungu kvennanna. „Ungar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla eru fleiri en þær sem við sjáum. Þær ungu eiga hugsanlega auðveld- ara með að finna húsaskjól en þær sem eru orðnar eldri,“ tekur Kristín fram. Á málþingi um heimilislausar konur, sem haldið var í síðustu viku, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra að samfélagið þyrfti að aðstoða heimilislausar konur við að ná tengslum við börn sín á nýjan leik. Í blaðagrein í apríl sagði Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkur, að á þessu ári væri áætlað að setja á stofn heimili með stuðningi fyrir 3 til 4 konur. ingibjorg@24stundir.is Næturathvarfið í Konukoti var opnað fyrir tæpum 4 árum 100 konur hafa fengið skjól Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Sýnileikinn er langmikilvægastur hjólandi vegfarendum. Frekar en að hjóla alveg úti í vegarkanti ættu hjólreiðamenn taka sér pláss í um- ferðinni,“ segir Veronica Pollard, leiðbeinandi í hjólafærni. Hún er stödd hérlendis til að þjálfa leiðbeinendur í hjólafærni eða „bikeability“. Markviss þjálfun er að hennar sögn mikilvægasti lið- urinn í fjölgun hjólreiðafólks. Hún heldur fyrirlestur í hádeg- inu í dag í húsnæði ÍSÍ. Að láta eins og hjólið sé bíll Pollard kemur frá samtökum í Bretlandi sem kallast Life Cycle UK en markmið þeirra er að hjálpa fólki að byrja að stunda hjólreiðar. „Fyrir nokkrum árum kom saman hópur fólks í þeim tilgangi að auka gæði hjólreiðaþjálfunar,“ segir Poll- ard. Til viðmiðunar hafði hópurinn hugmyndir Johns Franklin en hann segir hjólreiðamenn eiga að haga sér eins og ökumenn bíla og hefur í því samhengi litið til mótorhjóla- kennslu. Úr þessu varð til The Nat- ional Cycle Training Standard, sam- ræmdir staðlar um hjólaþjálfun, nú þekkt sem Bikeability. Bæði börn og fullorðnir Sex manns sitja námskeið Poll- ard hérlendis og verða þeir hjóla- leiðbeinendur bæði fyrir börn og fullorðna. „Hjólreiðamaðurinn er örugg- astur ef bílstjórar sjá hann. Öku- menn horfa eftir bílum á götunum, ekki hjólreiðamönnum,“ segir hún og bætir við að ef hjólreiðamaður hjólar í vegarkanti sjá ökumenn bíla að hann hefur skilið eftir pláss fyrir þá og keyra alveg upp að hon- um, en það er bæði óþægilegt og hættulegt. Ef hjólreiðamaðurinn Hjólreiðamenn eiga að taka pláss  Markviss þjálfun mikilvægust til að fjölga hjólreiðamönnum Hjólafærni Veronica Pollard er stödd hér- lendis til að þjálfa hjóla- færni leiðbeinenda. ➤ Hugmyndafræðin um hjóla-færni kemur frá Bretlandi. ➤ Hjólafærni er skilgreind semhugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum.. HJÓLAFÆRNI hins vegar hjólar á miðri akrein þarf ökumaður bíls að taka fram úr almennilega eins og um bíl væri að ræða og gefur hjólreiðamanninum nóg pláss á götunni. Hjólreiðamaður sem stillir sér upp við vegarbrún á gatnamótum býr til pláss fyrir bíl við hliðina á sér. Ætli bílstjórinn að taka hægri beygju eða hjólreiðamaðurinn vinstri skapast augljós hætta. „Þangað til fólk hefur prófað þetta er erfitt að ímynda sér að þetta sé öruggara. Ég fór út að hjóla í fyrradag með hóp og þar var ein kona sem kom til baka geislandi af hamingju. Hún sagðist aldrei hafa hjólað svona og leið eins og drottn- ingu götunnar.“ „Svörin eru góð. Þau svara kannski ekki spurningunum en í þeim kemur fram að stjórnarfor- manninum finnist þessi mál hafa verið komin í tómt rugl,“ segir Vil- hjálmur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta og hluthafi í Glitni, um svör stjórnar Glitnis við fyrirspurn hans um kauprétt- arsamninga starsfmanna bankans. Í svarinu kemur meðal annars fram að unnið sé að því í samstarfi við lykilstarfsmenn að breyta núver- andi fyrirkomulagi og fella niður þá kauprétti sem nú eru í gildi. Vilhjálmur segir að auðvitað hafi hann vilja fá beinni svör við spurn- ingunum, en greinilegt sé að stjórnin ætli sér ekki að svara þeim ýtarlegra. Hann segir málinu þó lokið af sinni hálfu um sinn. „Ég held áfram á næstu aðalfundum og það fellur alltaf til nýtt efni. En það breytir því ekki að ég tel að þessar spurningar og umfjöllum mína um kauprétti hafi vakið menn mjög hressilega til umhugsunar um kauprétti á Íslandi.“ þsj Vilhjálmur Bjarnason fær svör við fyrirspurn sinni frá stjórn Glitnis Vakti menn til umhugsunar Hluthafi Vilhjálmur bar upp fyrirspurn sína á aðalfundi Glitn- is 20. febrúar 2008.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.