24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 16
BRÉF TIL BLAÐSINS Ingimundur skrifar: Það er alveg til skammar hvers konar dagskrá ljós- vakamiðlar landsins bjóða áhorfendum upp á á laug- ardagskvöldi. Kæmi mér ekki á óvart að þeir ýttu beinlínis undir unglingadrykkju og só- dómuna í miðborginni. Það er ekki furða að fólk helli í sig og neyti eiturlyfja, ekki getur það slappað af og horft á sjónvarpið. Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði ég aldeilis að hreiðra um mig í sófanum og njóta þess að eiga náðugt kvöld, en það var sama á hvaða stöð var skipt, alls- staðar mætti mér á skjánum efni sem vakti upp sjálfsvígshugleið- ingar. Vegna einskærra leiðinda. Hefði verið skemmtilegra að horfa á snjó bráðna. Skjár einn bauð upp á enda- lausar endursýningar frá því helgina áður. Ríkisútvarpið bauð upp á æsispennandi frásögn af mandólíni höfuðsmannsins. Það má geta þess að ég er ekki einn af þeim sem eyða tugum þúsunda í Stöð 2 og erlendar bíó- rásir. Ég vil biðja dagskrárstjóra þessara stöðva um að hugsa sinn gang. Kannski væri fólk ekki að skakklappast þetta niður í bæ hverja helgi ef að það væri bara mannsæmandi dagskrá í kass- anum. Þetta var sorglegt kvöld. Endaði á því að grafa upp VHS spólu úr pappakassa á háaloftinu. 10 ára gamlir fóstbræðraþættir björguðu mér. 16 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir Upp á síðkastið hafa verið gerðar margar atlögur að kristinni trú í ís- lenskum fjölmiðlum. Harðsnúinn hópur sem kallar sig Vantrú fer þar fremst í flokki. Félagar eru víst um 80 en rödd þeirra hefur hljómað hærra en fjöldi þeirra gefur tilefni til. Þeir gagnrýna flest varðandi trúna. Kalla hana „hindurvitni“ og innihald Biblíunnar telja þeir „að langmestu leyti okkur algjörlega óviðkomandi“. Þannig tala þeir um trú og trúarbók stærsta trúfélags í heimi, kristinnar kirkju, sem telur um 33% jarðarbúa eða rúma tvo milljarða manna. Boðskapur Jesú Krists þarf ekki að óttast gagnrýni. Hann mælir með sér sjálfur. Á hinn bóginn hef- ur kirkjan sem stofnun gert marg- vísleg mistök enda stjórnað af ófullkomnum mönnum. En það ógildir ekki boðskap Jesú Krists. Kristin kirkja er ekki sama og Guðs ríki. Guðs ríki er þar sem vilji Guðs verður. Hvar er það? Því er ekki alltaf auðvelt að svara, en flestir sem lesið hafa Nýja testamentið myndu álíta að það hafi birst skýr- ast í lífi og starfi Jesú frá Nasaret. Kirkjunni var falið að halda áfram verki hans. Stundum hefur það tekist vel, stundum illa. En köstum ekki barninu út með baðvatninu. Dæmum ekki orð og verk Jesú Krists út frá vanrækslu og mistök- um lærisveina hans. Það væri ósanngjarnt. Boðorðin tíu voru nefnd í þætt- inum „Í bítið“ á Bylgjunni um dag- inn þegar fulltrúi Vantrúar var þar í viðtali. Þá var sagt að menn færu ekki eftir þeim og því hefðu þau lít- ið gildi. Ég spyr: Úreldir það boð- orðin að margir fara ekki eftir þeim? Í umferðinni aka sumir of hratt, en slík brot ógilda þó ekki umferðarreglurnar. Við höfum öll brotið boðorðin á einhvern hátt. Og vissulega hafa sumir prestar og kirkjuleiðtogar brotið þau gróflega, en ekki er það Jesú Kristi að kenna eða sjálfum boðorðunum eða hvað? Biblían hefur verið milli tannanna á vantrúarmönnum. Sumir þeirra segja Biblíuna fulla af fölsunum, mistökum og þaðan af verra. Eins er sífellt verið að vitna í Gamla testamentið og segja okkur kristna menn trúa á harðsvíraðan og vondan Guð sem krefjist mis- kunnarlausra refsinga og geri ósanngjarnar kröfur til fólks.Vita- skuld er þetta ekki rétt. Skoða verð- ur hlutina í sögulegu samhengi. Biblían þolir alla gagnrýni. Ég skora á vantrúarmenn að koma fram í þessum fjölmiðli með mál- efnalega gagnrýni á Biblíuna. Ég skal gera mitt besta til að svara þeim fái ég rúm í blaðinu. Nýlega rakst ég á harðorða og hreint út sagt ókurteisa gagnrýni á kross- dauða Jesú og kenningu kirkjunnar um hjálpræðisverk hans. Mér datt í hug að annað hvort hefði viðkom- andi ekki kynnt sér málið nógu vel, eða að þetta væri bara hans stíll, að fara niðrandi orðum um skoðanir þeirra sem hann væri ósammála. Það er viðkomandi ekki til sóma. Vantrúarmenn gagnrýna að trúar- legt efni skuli flutt í ríkisfjölmiðl- unum. Í fyrrnefndum þætti á Bylgjunni amaðist talsmaður þeirra við morgunbænum, Orði kvöldsins og útvarpsguðsþjónust- um á sunnudögum á Rás 1 og tón- leikum frá Fíladelfíu í Sjónvarpinu á hvítasunnudag. Hann vildi slíkt efni burt úr hinum ríkisreknu fjöl- miðlum. Hann gat ekki sætt sig við að fjölmiðill sem kostaður væri af hans fé útvarpaði slíku efni! Hvað þá með mig? spyr ég. Ef ég hef ekki áhuga á einhverju efni í þessum fjölmiðlum, á ég þá kröfu á að því útsendingum á því verði hætt, bara af því að mér líkar það ekki? Rík- isútvarpið segir sig vera útvarp allra landsmanna. Þess vegna heyr- ast þar ólík sjónarmið. Þið van- trúarmenn verðið að sætta ykkur við það. Ríkisútvarpið á að hafa eitthvað við flestra hæfi, einnig fyr- ir trúaða. Mjög margt fólk, einkum þeir eldri, hlustar t.d. á Orð kvölds- ins. Eins veit ég að margir hlusta á útvarpsmessur. Margs konar efni sem andstætt er góðu kristilegu siðferði er sýnt í Sjónvarpinu. Sumir vilja horfa á slíkt efni. Þeir um það, enda lifum við í fjöl- hyggjuþjóðfélagi. En ég sem krist- inn trúaður maður á líka rétt á að fá að horfa á uppbyggilegt efni í sama fjölmiðli, enda er ég ásamt öðrum skyldaður til að greiða reksturskostnaðinn. En áfram með umræðuna! Höfundur er prestur Íslensku Kristskirkj- unnar, Grafarvogi. Trúargagnrýni svarað UMRÆÐAN aFriðrik Schram: Boðskapur Jesú Krists þarf ekki að óttast gagn- rýni. Hann mælir með sér sjálfur. Orð dagsins Rík- isútvarpið á að hafa eitt- hvað við flestra hæfi, einnig fyrir trúaða.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.