24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 24
Þakklátur lesendahópur
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Gerður Kristný hlaut á dögun-
um viðurkenningu IBBY fyrir
barnabækur sínar, Mörtu smörtu,
Jóladýrin, Land hinna týndu sokka
og Ballið á Bessastöðum. Árið 2003
hlaut Marta smarta Bókaverðlaun
barnanna. Gerður Kristný segir
viðurkenningar eins og þessar
skipta sig miklu máli.
„Mér fannst yndislegt að fá
Bókaverðlaun barnanna fyrir
fyrstu barnabókina mína, Mörtu
smörtu, og þau hvöttu mig til að
semja fleiri,“ segir Gerður Kristný.
„Annars veit ég satt best að segja
ekki hvort ég hefði haft fyrir því
vegna þess að mér fannst ég hafa
skemmt fyrir mér með því að skrifa
þessa bók. Þegar fjallað var um
hana í blöðum var alltaf látið eins
og þetta væri fyrsta og eina bókin
mín og verkið ekki sett í samhengi
við neitt annað sem ég hafði skrif-
að. Ég var heldur aldrei talin með
þegar rætt var um skáldsagnahöf-
unda þau jólin. Samt var Marta
smarta skáldsaga auk þess sem ég
hafði vandað mig alveg jafn mikið
við hana og fyrri verk mín. Þetta
kom mér í opna skjöldu. Núna veit
ég hins vegar að barnabækurnar
mínar eiga sér býsna þakklátan les-
endahóp og þeir eru það sem skipt-
ir öllu.“
Lítil athygli
Af hverju vekja barnabókaverð-
laun ekki sömu athygli og verðlaun
fyrir fullorðinsbækur?
„Eins og það er nú gaman að
hafa fullt af barnabókaverðlaunum
þá verður að segjast að þau eru
orðin of mörg til að hver og ein
þeirra fái þá athygli sem þeim ber.
Til dæmis fjölluðu fjölmiðlar ekki
mikið um það þegar Hrund Þórs-
dóttir fékk Bókaverðlaun barnanna
í vor eins og það var nú gaman. Við
skulum endilega halda öllum þess-
um verðlaunum en fara samt að
dæmi Norðmanna og Svía og hafa
sérstakan barnabókaflokk þegar Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin eru
veitt. Allar þær afbragðsbarnabæk-
ur sem koma hér út árlega geta vel
staðið undir því.“
Draugasaga í smíðum
Hvernig barnabækur viltu skrifa?
„Bækur sem vekja sama unaðinn
hjá lesendum og hjá mér þegar ég
lá yfir Löbbubókunum eftir Merri
Vik eða Á Saltkráku eftir Astrid
Lindgren. Bækurnar verða að vera
skemmtilegar þótt þær megi líka
alveg vekja lesandann til umhugs-
unar. Sumum finnst reyndar ekkert
varið í barnabækur nema það sé
boðskapur í þeim, börn verði að
læra eitthvað af þeim. Engum dett-
ur í hug að fussa yfir bókum fyrir
fullorðna þótt enginn boðskapur sé
hafður í þeim. Við myndum varla
láta bjóða okkur það ef Kristín
Marja tæki upp á því að láta eina
sögupersónuna brýna fyrir lesend-
um hvað það er nú gott að borða
gulrætur. Ég held vafalítið áfram að
semja barna- og fullorðinsbækur
jöfnum höndum þar sem ég gæti
þess að lesendur læri sem allra
minnst – nema náttúrlega algjör-
lega óvart. Í sumar ætla ég að leggja
lokahönd á draugasögu fyrir stálp-
aða krakka og vonast til að æra þá
úr hræðslu. Fátt myndi gleðja mig
meira.“
Gerður Kristný „Bækurnar verða
að vera skemmtilegar þótt þær
megi líka alveg vekja lesandann til
umhugsunar.“
Gerður Kristný hlaut viðurkenningu IBBY á Íslandi
➤ Gerður Kristný hlaut árið2004 Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness fyrir skáld-
söguna Bátur með segli og
allt.
➤ Hún hlaut Blaðamannaverð-laun Íslands 2005 fyrir bókina
Myndin af pabba - Saga
Thelmu.
KONAN
Gerður Kristný hlaut við-
urkenningu IBBY fyrir
barnabækur sínar. Hún er
að leggja lokahönd á
draugasögu fyrir stálpuð
börn.
24 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Maðurinn er það sem
hann hugsar.
Mahatma Gandhi
Á þessum degi árið 1992 stýrði Johnny Carson síð-
asta skemmtiþætti sínum, The Tonight Show. Hann
hafði haft umsjón með þættinum í þrjá áratugi og
frammistaða hans var með slíkum glæsibrag að hann
varð goðsögn í lifanda lífi. Fjölmargir grínistar og tón-
listarmenn sem komu fram í þáttum hans vöktu svo
mikla athygli að frami þeirra var tryggður. Þar má til
dæmis nefna Jay Leno sem átti eftir að taka við af Car-
son.
Carson fæddist í Iowa árið 1925. Á táningsaldri
þjálfaði hann sig í töfrabrögðum og kom fyrst fram
opinberlega fjórtán ára gamall. Seinna skrifaði hann
efni fyrir Red Skelton og kom fram í eigin sjónvarps-
þáttum en vakti litla athygli. Stóra tækifærið kom árið
1954 þegar hann var gestastjórnandi í The Tonight
Show. Hann nýtti það tækifæri vel og var ráðinn
stjórnandi þáttarins árið eftir. Carson lést árið 2005.
Carson
kveður
MENNINGARMOLINN
AFMÆLI Í DAG
Richard Wagner tónskáld,
1813
Mary Cassatt málari, 1844
Laurence Olivier leikari,
1907
Kvartbuxur
síðbuxur
gallabuxur
hörbuxur
strechbuxur
sparibuxur
stærðir 40-60
Allar gerðir af buxum !
10. Dvergurinn Rauðgrani
G.T. Rotman
9. Aska - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
8. Alfinnur álfakóngur
G.T. Rotman
7. Þar sem vegurinn endar - kilja
Hrafn Jökulsson
6. Steinsmiðurinn - kilja
Camilla Läckberg
5. Þúsund bjartar sólir - kilja
Khaled Hosseini
4. Þórarinn Eldjárn - kvæðasafn
Þórarinn Eldjárn
3. Maxímús Músíkús heimsækir...
Hallfríður Ólafsdóttir / Þórarinn M.
2. Harðskafi - kilja
Arnaldur Indriðason
1. Dísa ljósálfur
G.T. Rotman
Listinn er gerður út frá sölu í Eymundsson
og Bókabúð Máls og menningar 12.05.
2008 -18.05.2008.
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. Beyond Reach
Karin Slaughter
9. Witch of Portobello
Paulo Coelho
8. 501 Must-See Destinations
Bounty Books
7. Judas Strain
James Rollins
6. Children of Hurin
J. R. R. Tolkien
5. Sanctuary
Raymond Khoury
4. After Dark
Haruki Murakami
3. Deep Storm
Lincoln Child
2. Ghost
Robert Harris
1. Good Guy
Dean Koontz
Listinn er gerður út frá sölu dagana
13.05.2008 - 19.05.2008 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur
Auglýsingasíminn er
510 3744
stundir