24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
Besta leiðin til að halda góðu formi er að temja sér heilbrigðan
lífsstíl með vel samsettu mataræði og daglegri hreyfingu. Með
því að borða staðgóðan morgunmat færðu strax næringarefni
í kroppinn og brennslan fer í gang. Það dregur úr líkum á því
að þyngjast og skerpir einbeitinguna. Í Kellogg's Special K
færðu 6 nauðsynleg B-vítamín sem hjálpa þér að nýta orku
úr fæðunni og auk þess C- og D-vítamín, járn og prótín.
specialk.is
Mig langar til að …
…standa mig vel á Ólympíuleikunum.
Ég hef verið dugleg að slá met að
undanförnu og hlakka mikið til að
fara á Ólympíuleikana og gera enn
betur. Reglulegar máltíðir og nægur
svefn eru lykilatriði fyrir mig til að ná
góðum árangri.
Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona
Heilbrigður lífsstíll
á stóran þátt í
góðum árangri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
4
2
9
1
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, er kominn
til hamfarasvæðanna í Búrma og
mun á morgun eiga fund með
Than Shwe, leiðtoga herforingja-
stjórnarinnar.
Búrmastjórn hefur sætt mikilli
gagnrýni að undanförnu fyrir að
hindra för alþjóðlegra hjálpar-
starfsmanna inn í landið. Ban segir
þá neyðaraðstoð sem nú sé veitt
einungis duga fyrir fjórðung bág-
staddra.
134 þúsund látnir eða saknað
Than Shwe heimsótti hamfara-
svæðin fyrst í þessari viku til að sjá
eyðilegginguna sem fellibylurinn
Nargis olli þegar hann gekk yfir
suðurhluta landsins 2. maí. Heim-
sóknin þykir benda til þess að her-
foringjastjórnin hafi loks gert sér
grein fyrir gríðarlegu umfangi
eyðileggingarinnar.
Nú er staðfest að 78 þúsund
manns hafi látist í hamförunum og
er 56 þúsund enn saknað. Fleiri
hundruð þúsunda hafa misst
heimili sín og áætla Sameinuðu
þjóðirnar að nú, þegar þrjár vikur
eru liðnar frá því að fellibylurinn
reið yfir, hafi einungis tekist að
koma hjálpargögnum til fjórð-
ungshluta þeirra 2,4 milljóna
manna sem búa við neyð. Nauð-
synlegt sé að efla hjálparstarfið til
að forðast frekari dauðsföll.
Úrhelli torveldar hjálparstörf
John Sparrow, talsmaður Rauða
krossins í Bangkok, segir hættu á
að miklar rigningar muni gera
hjálparstarfsmönnum enn erfiðara
að huga að öllum þeim sem eiga
um sárt að binda. „Það er enn for-
Vottur af samstarfsvilja
Áður en Ban lagði í ferðina til
Búrma sagðist hann ætla að gera
allt sem í sínu valdi stæði til að að-
stoða íbúa landsins. „Ég vil verða
vitni að þeim aðstæðum sem hjálp-
arstarfsmenn búa við og ég hyggst
gera allt til að efla starf þeirra í
samráði við búrmnesk yfirvöld og
alþjóðleg hjálparsamtök.“
Ban fagnaði þeim votti af sam-
starfsvilja sem herforingjastjórnin
hafði sýnt með því að heimila ná-
grannaríkjum sínum í Suðaustur-
Asíu að skipuleggja erlenda hjálp-
araðstoð. Þá hafa herforingjarnir
samþykkt að níu þyrlur Matvæla-
stofnunar SÞ fái að starfa á svæð-
inu og koma hjálpargögnum til
þeirra þorpa sem urðu verst úti.
„Ég trúi því að framhald verði á
þessu, þar á meðal að erlendum
hjálparstarfsmönnum verði veitt
leyfi til að koma inn í landið. Ég er
sannfærður um að neyðaraðstoðin
geti eflst mjög hratt.“
Nauðsynlegt að
efla hjálparstarf
Ban Ki-moon fer til fundar við leiðtoga herforingjastjórnarinnar í
Búrma 134 þúsund manns látnir eða er saknað eftir fellibylinn
Neyðaraðstoð Langan tíma
hefur tekið að koma hjálp-
argögnum til fólks.
➤ Íbúafjöldi Búrma er um 58milljónir og er landið rúmlega
sex sinnum stærra en Ísland.
➤ Herforingjar hafa verið völdfrá árinu 1962.
➤ Stjórnin breytti opinberunafni landsins úr Búrma í
Mjanmar árið 1989.
➤ Augu umheimsins beindustað landinu síðasta haust er
búddamunkar fóru fyrir frið-
samlegum mótmælum gegn
herforingjastjórninni.
BÚRMA
gangsatriði hjá okkur að koma upp
neyðarskýlum og tryggja aðgang að
hreinu vatni. Við erum nú betur í
stakk búin að ná til fleira fólks, en
nauðsyn er á aukinni aðstoð ef við
ætlum að koma í veg fyrir enn
meiri hörmungar.“
Kona og karl í Bretlandi hafa
verið ákærð fyrir vanrækslu
eftir að sjö ára stúlka lést úr
vannæringu. Sex börn voru
tekin af heimili þeirra Angelu
Gordon og Junaid Abuhamza í
Birmingham á Bretlandi, á
sunnudag, en ein stúlkan,
Khyra Ishaq, lést á sjúkrahúsi
nokkru síðar. Að sögn er Gord-
on móðir Khyru, en Abuhamza
stjúpfaðir hennar. Á fréttavef
Daily Telegraph segir að börnin hafi fundist liggjandi á dýnu í íbúð-
inni og öll sýnt merki þess að vera vannærð.
Nágranni fólksins, sem ekki vildi láta nafn síns getið, segist vera í
sjokki vegna málsins. „Þau litu út fyrir að vera venjulegir, hamingju-
samir krakkar, en svo hurfu þau fyrir um einu ári.“ Annar nágranni
segist hafa séð Khyru og hin börnin gæða sér á brauði í görðum sem
upphaflega hafi verið ætlað fuglum. atlii@24stundir.is
Ung stúlka dó hungurdauða
Bandaríski öldungadeild-
arþingmaðurinn Barack Obama
segir að hann sé nú nálægt því að
tryggja sér útnefningu sem for-
setaefni Demókrataflokksins.
Obama vann góðan sigur í for-
kosningunum í Oregon á þriðju-
daginn, en Hillary Clinton hafði
stórsigur í Kentucky og hét því að
halda baráttu sinni áfram.
Obama hefur nú tryggt sér meiri-
hluta kjörinna fulltrúa á flokks-
þingi demókrata í lok sumars og
alls 1.956 fulltrúa af þeim 2.026,
sem þarf til að tryggja sér útnefn-
ingu sem forsetaefni flokksins.
Clinton hefur tryggt sér 1.776
kjörmenn og vonast til að at-
kvæði ofurkjörmanna á flokks-
þinginu muni færa henni sigur.
Næstu forkosningar demókrata
fara fram á Puerto Rico þann 1.
júní og svo þær síðustu svo í Suð-
ur-Dakóta og Montana tveimur
dögum síðar. aí
Obama segir
sigurinn nærri
Lögregla lokaði af svæði um-
hverfis kjarnorkuverið í Oskars-
hamn í Svíþjóð í gær eftir að
TATP sprengiefni fannst í poka
logsuðumanns á leið til vinnu
sinnar í verinu. Maðurinn og
annar samstarfsfélagi hans voru
handteknir í kjölfarið og grunar
lögregla þá um að hafa haft
skemmdarverk í hyggju. aí
Sænskt kjarn-
orkuver lokað af
Lögregla í Frakklandi lenti í átök-
um við franska sjómenn sem
mótmæltu síhækkandi eldsneyt-
isverði fyrir framan landbún-
aðarráðuneytið í París í gær.
Mótmælendur köstuðu blysum
og öðru lauslegu að lögreglu, sem
beitti táragasi til að dreifa mann-
fjöldanum. Skipaumferð stöðv-
aðist einnig víða þar sem sjó-
menn lokuðu höfnum með
bátum sínum. aí
Franskir sjó-
menn mótmæla