24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Ég myndi segja að það væri hægt að þjálfa allan líkamann, hvern einasta vöðva lík- amans með þessu tæki. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Stafganga hefur notið nokkurra vinsælda hér á landi á undanförn- um árum. Nú hyggst Heilsuakademían bjóða upp á nýstárlegt stafgöng- unámskeið þar sem áhersla er lögð á þol- og styrktaræfingar samhliða göngunni. Í því skyni eru notaðir sérstakir Gymstick Nordic Walking-stafir sem eru búnir teygjum. „Stafirnir eru fest- ir saman, teygjurnar dregnar út úr þeim og þá er hægt að gera alls konar æfingar,“ segir Eygló Rós Agnarsdóttir hjá Heilsuakademí- unni en hún er leiðbeinandi á námskeiðinu ásamt Írisi Huld Guðmundsdóttur. Þjálfa allan líkamann Stafirnir gefa fólki því mögu- leika á að stunda mun fjölbreytt- ari þjálfun en hefðbundin staf- ganga. „Ég myndi segja að það sé hægt að þjálfa allan líkamann, hvern einasta vöðva líkamans með þessu tæki,“ segir Eygló. „Til þess að gera átakið erfiðara er teygj- unni bara snúið upp á stafinn til að fá meira átak,“ segir Eygló og tekur undir að það sé ekki ólíkt því að bæta lóðum á stöng. Sjálfar féllu Eygló og Íris bók- staflega í stafi yfir tækinu á nám- skeiði á Ítalíu og hyggjast nú boða Íslendingum fagnaðarerindið. „Fólk er byrjað að skrá sig á nám- skeiðið þannig að þetta verður voða gaman. Það er líka jákvætt að það geta í rauninni allir stund- að þetta,“ segir Eygló. Ef gengið er með stafi getur orkueyðsla farið upp í 400 hita- einingar á klukkustund á meðan orkueyðsla í venjulegri göngu er að meðaltali um 280 hitaeiningar á klukkustund. Léttir ekki sporið „Það eru margir sem halda að stafirnir séu til að auðvelda sér gönguna en það er alls ekki svo. Þetta er til þess að fá meira út úr göngunni og gera hana erfiðari,“ segir Eygló. Gymstick Nordic Walking-staf- irnir eru framleiddir í nokkrum stærðum og getur fólk því valið staf við hæfi. Þeir verða til sölu í Heilsuakademíunni og í Hreysti í næsta mánuði. Námskeið Eyglóar og Írisar hefst 9. júní og má nálg- ast frekari upplýsingar um það á vef Heilsuakademíunnar www.ha- .is. Nýstárlegir göngustafir bjóða upp á nýja möguleika Stafganga með styrktaræfingum Nýstárlegir göngustafir gera fólki kleift að stunda þol- og styrktaræfingar samhliða hefðbundinni stafgöngu. Stafirnir eru búnir teygju og þá má festa saman þannig að úr verður eins konar æf- ingatæki. Ekki aðeins ganga Með nýjum göngu- stöfum er hægt að stunda þol- og styrktaræfingar samhliða stafgöngu. ➤ Orkueyðsla eykst að með-altali um 20% þegar stafir eru notaðir miðað við kraftgöngu án stafa. ➤ Gangan losar um spennu íhálsi og herðum auk þess sem liðleiki í hálsi og baki eykst með réttri notkun. STAFGANGA Það er fleira en gosþamb sem ógnar tannheilsu fólks. Nú hafa tannlæknar á Bretlandi varað við því að vinsældir ávaxtadrykkja, svokallaðra „smoothies“, geti ýtt undir tannskemmdir. Þær myndu því vega upp á móti heilsufarsleg- um ávinningi sem aukin neysla drykkjanna hefði í för með sér. Ástæðan er sú að drykkirnir inni- halda mikið af sykri og sýru sem leikur tennurnar illa, sérstaklega ef fólk sýpur á þeim allan liðlangan daginn. Almenningur er misvel upplýst- ur um ágæti þessara drykkja fyrir tennurnar. Meira en 30% þátttak- enda í nýlegri breskri könnun töldu til dæmis að þeir gerðu tönn- unum gott. Ávaxtadrykkir eru góðir í hófi Skaðlegir tannheilsu Sýra og sykur Líkt og í gosdrykkjum er sýra og sykur í mörg- um ávaxtadrykkjum. Samtaka Tveir geta æft saman. Sitjandi Hægt er að bregða teygj- unni undir iljar. Stafur og teygja Lykkja er á teygjunni sem hægt er t.d. hægt að bregða um fæturna. XE IN N HL 08 05 00 1 25. maí 2008 kl. 20.00 Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Gospelkór Reykjavíkur og Gospelkór Fíladeflíu undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt úrvals hljóðfæraleikurum Andraé Crouch & Carol Dennis-Dylan Miðasala í síma 5354700 og á www.hljomar.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.