24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Hjónin Gunnar Örn Marteinsson og Kari Torkildsen reka í samein- ingu ferðaþjónustufyrirtækið Steinsholt, sem sérhæfir sig í hesta- ferðum fyrir bæði lengra og styttra komna. Þá bjóða þau upp á gist- ingu og veitingaþjónustu og taka á móti gestum allt árið um kring. „Þetta er ekki sérlega stórt í um- svifum hjá okkur. Við rekum þetta bara sjálf og leggjum áherslu á að hafa þjónustuna persónulega og reynum að kynnast aðeins gestun- um. Förum sjálf með í hestaferðir og svona,“ segir Gunnar. Hann segir að meirihluti gesta staðarins komi erlendis frá, en Ís- lendingar láti þó alltaf sjá sig inn á milli. „Þetta eru mestmegnis Norð- urlandabúar, Þjóðverjar og Sviss- lendingar og margir hverjir eru orðnir fastagestir,“ segir Gunnar, en hann áætlar að um fjórðungur þeirra sem hafa pantað sér ferðir í ár hafi komið áður. Upplifun að fara á hestbak Frá Steinsholti er farið í hesta- ferðir um t.d. Landmannalaugar og Kerlingarfjöll, en slíkar ferðir taka rúma viku og er ætlast til þess að fólk sem fer í þær sé vant hestum. Einnig er boðið upp á dagsferðir frá bænum og þá taka hjónin á móti fólki sem hefur aldrei farið á hestbak fyrr. „Þeir sem hafa enga reynslu koma kannski í klukku- tíma eða taka stutta túra. Það er oft mikil lífsreynsla fyrir fólk að reyna þetta í fyrsta skipti og gaman að taka þátt í því og kenna fólki grundvallaratriðin,“ segir Gunnar. Hann hefur verið í hestum frá unga aldri og segir það sitt helsta áhugamál. „Það er ekki til betri leið til að komast í samband við náttúr- una, slaka á og upplifa sjálfan sig en að ferðast um landið á hestum.“ Þarfasti þjónninn? Ís- lenski hesturinn er óneit- anlega gullfalleg skepna. Hjónin Gunnar og Kari reka hesta- og ferðaþjónustu í Steinsholti Ferðast um landið á fákum fráum Í Steinsholti í Gnúpverja- hreppi er boðið upp á hestaferðir og persónu- lega ferðaþjónustu. Það eru hjónin Gunnar og Kari sem kynna gestum töfra hestamennsku. ➤ Gunnar hefur búið í Steins-holti frá þriggja ára aldri. ➤ Kari flutti til Íslands frá Nor-egi árið 1989. ➤ Auk ferðaþjónustunnar eruþau með hrossarækt. GUNNAR OG KARI Hestamaður Gunnari Erni líkar fátt bet- ur en að ferðast um landið á hestbaki. Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Listamannaspjall í Galleríi Fold Pétur Gautur Síðasta sýningarhelgi ræðir um sýningu sína Blómastillur, sunnudag kl. 14–16, Allir velkomnir Jóhanna Hreinsdóttir sýnir í Hliðarsal Gallerís Foldar Freydís Kristjánsdóttir sýnir í Forsal Gallerís Foldar Stillur Sýningarnar standa til 1. júní Ljósverur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tenerife 10. eða 24. júní frá kr. 49.990 - í 2 vikur Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Tenerife í júní. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er gisting á góðum íbúðahótelum, Cristian Sur eða Tenerife Sur, sem eru mjög vel staðsett í Los Cristianos. Stutt frá ströndinni og hringiðunni í hinum skemmtilega Los Cristianos bæ. Gríptu tækifærið og skelltu þér í frí á frábærum kjörum. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn, 2-11 ára, í íbúð í 14 nætur, 10. eða 24. júní. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 saman í stúdíóíbúð í 14 nætur, 10. eða 24. júní. Frábært sértilboð Cristian Sur & Tenerife Sur 2 vikur - góð gisting M bl 9 89 89 5 *** Síðustu sætin!*** VORIÐÚTIVIST lifsstill@24stundir.is a Það er ekki til betri leið til að komast í samband við náttúr- una, slaka á og upplifa sjálfan sig en að ferðast um landið á hestum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.