24 stundir - 22.05.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 24stundir
...eru betri en aðrar
Lanzarote
Símaskráin fyrir árið 2007 verð-
ur notuð til að græða upp gróð-
urvana vegkanta meðfram Reykja-
nesbrautinni. Tilraunir hafa verið
gerðar frá árinu 2005 með að
blanda saman niðurtættum síma-
skrám og húsdýraáburði og nýta þá
blöndu til uppgræðslu. Hafa til-
raunirnar gefið nokkuð góða raun
og standa vonir til þess að með
verkefninu núna í sumar verði bú-
ið að finna farveg til endurvinnslu
á símaskránni sem og öðrum
pappírsúrgangi til framtíðar.
Símaskráin öll endurvinnanleg
Guðrún María Guðmundsdóttir
ritstjóri símaskrárinnar segir að við
gerð símaskrárinnar fyrir árið 2007
hafi verið lögð áhersla á að síma-
skráin yrði endurvinnanleg að öllu
leyti. „Þegar þessar tilraunir hófust
árið 2005 þá var okkur til trafala að
kápa skrárinnar var ekki endur-
vinnanleg. Nú hins vegar getum
við nýtt hana að öllu leyti. Við er-
um mjög bjartsýn á að það takist
vel upp með þessa tilraun í sumar
og það verði í framtíðinni hægt að
nota þessa aðferð til að endurvinna
símaskrána og græða upp landið
um leið. Við hvetjum því fólk ein-
dregið til að koma símaskránum til
okkar í endurvinnslu.“
Vonandi framtíðarlausn
Símaskráin er prentuð í 200 þús-
und eintökum og að sögn Guðrún-
ar hefur nálægt helmingur gamalla
símaskráa skilað sér þegar þeim
hefur verið safnað. „Við munum
tæplega nýta allar þær skrár sem
skila sér í sumar en það er vonandi
framtíðin.“
Tilraunir með niðurtættar símaskrár til uppgræðslu lofa góðu
Símaskráin græðir landið
Björn Guðbrandur Jónsson,
framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir
fólk í landnámi Ingólfs, segir að til-
raunir sem þegar hafa verið gerðar
með uppgræðslu meðfram Reykja-
nesbrautinni lofi góðu. „Það er líka
afar jákvætt að geta komið öðrum
úrgangi sem hefur verið fólki til
vandræða, mykju frá svína- og
kjúklingabúum, til nota. Ég er
mjög bjartsýnn á að þarna sé kom-
in framtíðarlausn.“
freyr@24stundir.is
Melur Tilraun var gerð með uppgræðslu
á mel á Kjalarnesi sumarið 2005.
Gróður Sumarið 2006 var melurinn orð-
inn iðjagrænn og allt stóð í blóma.
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Frá áramótum hafa ríflega sextíu
foreldrar sótt um greiðslur frá
Tryggingastofnun vegna umönn-
unnar langveikra eða alvarlega fatl-
aðra barna. Af umsóknunum hafa
21 verið samþykkt en 22 verið synj-
að. Félagsmálaráðherra segir að
þegar verði farið yfir hvort að lögin
séu túlkuð of þröngt. Ef svo er
verði því kippt í liðinn eins fljótt og
auðið er.
Skilgreining veikinda of þröng
Lögum um greiðslur til foreldra
langveikra eða alvarlega fatlaðra
barna var breytt um síðustu ára-
mót með það að markmiði að gera
reglur um greiðslurnar rýmri. Eins
og sagt var frá í 24 stundum í gær
fengu foreldrar Hilmis Snæs Guð-
mundssonar sem er fyrirbur ineit-
un um greiðslur á þeim grundvelli
að barnið væri ekki greint með
neinn einn tiltekinn sjúkdóm sem
tilgreindur væri í lögunum.
Ragna K. Marinósdóttir fram-
kvæmdastýra Umhyggju, félags til
stuðnings langveikum börnum
segir að það séu allnokkur dæmi
um að foreldrar fái ekki fjárhags-
stuðning vegna þess að lögin séu
túlkað of þröngt. „Í lögunum er
skilgreint hvaða sjúkdómar þurfa
að hrjá börn til þess að foreldrar fái
greitt fyrir umönnun þeirra. Gall-
inn er hins vegar sá að það eru
mörg börn sem ekki falla undir
þessi skilyrði en búa viðmjög lang-
varandi og erfið veikindi sem hafa
valdið því að foreldrar þeirra hafa
þurft að leggja niður vinnu. Það
geta til dæmis verið börn með
ónæmissjúkdóma eða börn sem
eru fyrirburar.“
Ragna segir að nauðsynlegt sé að
meta dæmin hvert fyrir sig. „Við
viljum að farið sé að þörfum fjöl-
skyldnanna í hverju tilfelli. Við
höfum komið athugasemdum á
framfæri varðandi þennan galla á
löggjöfinni og vonumst til að þessu
verði kippt í liðinn hið fyrsta. Ég
trúi því að það verði gert. Ég treysti
ráðherra til allra góðra verka.“
Lykilatriði að lögin virki
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra segir að þegar sé haf-
in vinna í ráðuneytinu við athugun
á því hvort að lögin séu túlkuð of
þröngt. „Það er auðvitað alveg lyk-
ilatriði að lögin virki á þann hátt
sem lagt var upp með. Það er hóp-
ur að störfum í ráðuneytinu sem
að fylgist með framkvæmd lag-
anna. Það er auðvitað hugsanlegt
að Tryggingastofnun hafi túlkað
lögin of þröngt og yfir það er verið
að fara núna og ef svo er mun ég
skoða hvort tilefni sé til að breyta
reglugerð um framkvæmd. Þessi
lög áttu að víkka verulega skil-
greiningu á því hverjir gætu fengið
stuðning af þessu tagi. Mér er það
mikið kappsmál að lögin virki sem
skyldi.“
Jóhanna segir að lögin hafi verið
sett til að bæta hag langveikra
barna og fjölskyldna þeirra. „Til
þess voru lögin sett. Lögin má alls
ekki túlka of þröngt og það verður
farið í að skoða þessi mál eins hratt
og hægt er.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
„Lögin verða
að virka“
Ráðherra segir alls ekki mega túlka lög um greiðslur til foreldra
langveikra barna of þröngt Athugun þegar hafin í ráðuneytinu
➤ Foreldrar fyrirbura sem sagtvar frá í 24 stundum í gær
fengu synjun um greiðslu fyr-
ir umönnun sonar síns.
➤ Móðir hans neyddist til aðhætta að vinna vegna ítrek-
aðra og langvarandi veikinda
drengsins.
ÞRÖNG LÖG
Hafnað Guðmundur og Elísabet, for-
eldrar Hilmis Snæs fá ekki greiðslur
fyrir umönnun sonar síns.