24 stundir - 06.06.2008, Side 27
24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 27
„Spænska liðið er feikilega sterkt
og skemmtilegt og tvímælalaust
eitt af þeim sigurstranglegustu.
En þeir hafa verið það áður án
þess að ná að fara
langt og það er
spurning hvort
sagan vinni gegn
þeim. Það er von-
andi að liðs-
heildin sé til
staðar hjá þeim
núna. Luis
Aragones ákvað
að velja ekki Raul og sýndi með
því að hann gerir það sem hann
telur henta liðinu best, en ekki
einhverjum stjörnum.“
Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson lék
með Las Palmas á Spáni.
Þórður Guðjónsson
Spánn
Grikkland tapaði fyrstu tveimur
leikjum sínum í undankeppni EM
2004. Liðið hafði ekki komist í úr-
slitakeppni EM í 24 ár og fáir áttu
von á að breyting yrði þar á. Undir
stjórn Þjóðverjans Otto Rehagel
reif liðið sig hins vegar upp, vann
þá sex leiki sem eftir voru og
tryggði sér sæti í Portúgal.
Minnug háðuglegrar útreiðar
sem landsliðið fékk 10 árum áður,
á HM í Bandaríkjunum 1994,
þorði gríska þjóðin hins vegar ekki
að gera sér of miklar vonir. Grikkir
voru í 35. sæti á styrkleikalista FIFA
og lentu í riðli með Portúgölum,
Spánverjum og Rússum. Fæstir
töldu þá líklega til stórræða.
Stórþjóðir engin mótstaða
Með sigri á Portúgal í opnunar-
leiknum og jafntefli gegn Spáni
tryggði liðið sér farmiða í 8 liða úr-
slit, með jafnmörg stig en betri
markatölu en hinir síðarnefndu.
Eins og það væri ekki nægilegt
afrek gerðu Grikkir sér lítið fyrir og
slógu út ríkjandi Evrópumeistara
Frakka og því næst firnasterkt lið
Tékka, sem hafði unnið alla leiki
sína á mótinu. Í úrslitum mætti
Grikkland gestgjöfunum að nýju
og andstætt því sem allir töldu fyr-
irfram að væri ógerlegt fóru þeir
með sigur af hólmi … aftur. Grikk-
land var orðið Evrópumeistari –
knattspyrnuheimurinn stóð á gati.
Lið með eitt stórt hjarta
Afrek gríska landsliðsins má
öðru fremur þakka stórkostlegri
liðsheild og kænsku þjálfarans Re-
hagel. Liðið innihélt engar stór-
stjörnur en með því að leika ein-
hvern skipulagðasta fótbolta sem
sést hefur tókst því að leggja þrjár
af stærstu knattspyrnuþjóðum
heims að velli í útsláttarkeppninni,
án þess að fá á sig mark. Sannaðist
endanlega hið fornkveðna: Allt get-
ur gerst í fótbolta!
Sigur Grikkja á EM 2004 kom fótboltaheiminum í opna skjöldu
Óvæntustu úrslit knattspyrnusögunnar?
Meistarar Dimitrios Papadopoulos og
Theodoros Zagorakis með bikarinn.
D - RIÐILL
„Svíarnir gera miklar væntingar
til landsliðsins og það er svaka-
lega mikið fjallað um það hérna
úti. Svíar eru í nokkuð sterkum
riðli, með bæði
Spánverjum og
Rússum, og hafa
verið í meiðsla-
vandræðum. Ég
hef því ekkert
brjálaða trú á
þeim. En þeir
eru auðvitað
með baneitrað
sóknarpar, Zlatan Ibrahimovic
og Henrik Larsson, og það er
mjög mikilvægt að þeir nái sér á
strik.“
Dóra Stefánsdóttir er einn af sterkustu leik-
mönnum sænska liðsins LdB FC Malmö.
Dóra Stefánsdóttir
Svíþjóð
„Ég hef haldið með Grikklandi á
stórmótum frá því ég spilaði þar.
Mér líst mjög vel á liðið núna og
tel að Karagounis og Basinas
verði einna mik-
ilvægastir. Otto
Rehagel er einn
besti þjálfari
heims og er van-
ur að ná árangri.
Grikkir gera
miklar kröfur til
landsliðsins, en
ég held að þeir
fari ekkert fram úr sér í vænt-
ingum þótt þeir hafi unnið síðast.
Það yrði góður árangur að kom-
ast upp úr riðlinum.“
Helgi Sigurðsson lék með Panathinaikos í
þrjú ár og þekkir vel til grískrar knattspyrnu.
Helgi Sigurðsson
Grikkland
„Rússar eru Króötum mjög þakk-
látir fyrir að vinna England í
undanriðlinum enda væru þeir
að öðrum kosti ekki inni á
mótinu. Þeir
binda gríðarlegar
væntingar við
Guus Hiddink
sem gerði frá-
bæra hluti með
Suður-Kóreu á
HM 2002. Rússar
búast við áfram-
haldandi sig-
urhátíð í landinu eftir að Zenit
vann Evrópukeppni félagsliða, ís-
hokkíliðið varð heimsmeistari og
Eurovision vannst.“
Haukur Hauksson er fréttaritari RÚV í
Moskvu og hefur búið þar í 18 ár.
Haukur Hauksson
Rússland
4 RIÐLAR, 16 LIÐ, HRIKALEG SPENNA,
VÖNDUÐ UMFJÖLLUN FYRIR OG EFTIR LEIK.
EM VEISLAN
HEFST Á LAUGARDAGINN!
JÚNÍ ER TÍMINN!