24 stundir - 06.06.2008, Qupperneq 32
Eftir Kristjönu Guðbrandsd.
dista@24stundir.is
„Börnum er eðlilegt að vera glöð
og hlæja, það er þegar við erum
orðin fullorðin sem við missum
þennan hæfileika,“ segir Ásta
Valdimarsdóttir, jógakennari og
hláturambassador. „Þegar við er-
um orðin fullorðin þá finnst okkur
að við megum ekki hlæja því þá sé
ekki hægt að taka mark á okkur,“
bætir hún við og vill meina að
höftin sem fullorðið fólk byrjar að
setja sér í hegðun eigi sér rætur í
viðurkenndum gildum samfélags-
ins.
Aðspurð um fyrirbærið hlátur
segist Ásta hafa lært að hlæja í sig
orku. Fyrir um tuttugu árum hafi
hún glímt við þreytu en hlátra-
sköllin hafi hreinlega rekið slenið á
brott. „Mér fannst ég alltaf vera
þreytt, nú er það breytt og ég finn
sjaldan fyrir þreytu. Hlátur er fyr-
irbæri sem kallar fram magnaða
orku í líkamanum. Náttúrleg,
kvalastillandi endorfín. Með hlátr-
inum verður blóðrásin betri, hjart-
að styrkist og lungun taka upp
aukið súrefni.“
Bjart viðmót er galdur
„Ég hef kynnst mörgu fólki sem
hefur gengið í gegnum erfiða hluti
í lífinu. Ég tek alltaf eftir því að því
fólki sem einbeitir sér að því að
vera jákvætt gengur betur í lífinu
og því að takast á við áföll. Bjart
viðmót og jákvæðni fleytir fólki
lengra,“ segir Ásta.
Ásta segir hláturjóga vera aðferð
sem þróuð var af indverska lækn-
inum dr. Madan Kataria. „Í hlát-
urjóga er oftast hlegið í hópi, alltaf
án tilefnis, án þess að brandarar
séu sagðir. Hláturinn er vakinn
með skemmtilegum leikrænum
æfingum, látbragði og með leik.
Jógað er sambland æfinga og jóga-
öndunar og byggist á þeirri vís-
indalegu staðreynd að hvort sem
hlegið er vegna ytra áreitis eða af
innri hvötum þá bregst líkaminn
eins við og jákvæð áhrif á hann
verða þau sömu. Að stunda hlát-
urjóga er því hollt fyrir líkama og
sál og hin besta skemmtun um leið.
Kærkomið tækifæri til að hlaða
sig af orku fyrir sumarið,“ segir
Ásta og segist hlakka til að hlæja
með þeim sem koma til hennar á
laugardaginn.
Hláturambassadorinn Ásta breiðir út hláturjóga á Íslandi
Hlátrasköllin æfð
fyrir betri líðan
„Hláturjóga byggist á æf-
ingum sem bæta andlega
og líkamlega líðan,“ segir
Ásta Valdimarsdóttir,
hláturambassador á Ís-
landi. Opinn hláturjóga-
tími Hláturkætiklúbbsins
fer fram á laugardaginn
og Ásta lofar hlátrasköll-
um er lengja og létta lífið.
Hláturjóga Felst í því að
fólk nýtir sér jákvæð áhrif
hlátursins á líkama og sál.
32 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir
„Viðeyjarkirkja er afskaplega fal-
leg kirkja og ég hlakka til að spila í
henni,“ segir Guðfinnur Sveinsson,
gítarleikari hljómsveitarinnar For a
Minor Reflection, sem næsta
sunnudag, 8. júní, heldur
tónleika í Viðeyjarkirkju. Banda-
ríska hljómsveitin Northern Val-
entine (www.myspace.com/nort-
hernvalentine) spilar ásamt
strákunum í For a Minor Reflec-
tion í Viðey.
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti
sem rokktónleikar eru haldnir í
Viðeyjarkirkju.“ Áætlað er að tón-
leikarnir byrji upp úr 18.30. Við-
eyjarferjan fer kl. 18.15 frá Sunda-
höfn. Fólk verður að skrá sig á
tónleikana í gegnum foraminorref-
lection@gmail.com. Þetta kostar
allt saman 1.000 kr, bætir Guðfinn-
ur við. Fólk er beðið að senda nafn
og símanúmer á netfangið.
dista@24stundir.is
Hljómsveitin For a Minor Refection spilar í Viðey
Rokkað í Viðeyjarkirkju
Næstkomandi sunnudag, 8. júní,
mun Pétur H. Ármannsson arki-
tekt annast leiðsögn um sýningu
Listasafns Íslands, List mót bygg-
ingarlist. Leiðsögnin sem hefst kl.
14.00 verður í formi persónulegrar
hugleiðingar hans um efni sýning-
arinnar og yfirskrift, samband
myndlistar og byggingarlistar og
þróun hugmynda um sýningar-
rýmið. „Það er ekki ætlun mín að
brjóta verkin á sýningunni til
mergjar,“ segir Pétur. „Ég fjalla um
yfirskrif þessarar sýningar, list and-
spænis arkitektúr, þessa tvo póla.
Ég ætla að hugleiða muninn á
þessu tvennu; byggingarlist og
myndlist og síðan að skoða hvernig
þessar tvær greinar listarinnar
mætast í sýningarrýminu.“
List mót byggingarlist á Listasafni Íslands
Hugleiðingar Péturs
Andstæðir pólar? Pétur
ræðir við gesti sýningar á
Listasafni Íslands.
Sunnudaginn 8. júní verður flutt
messa nr. 7 í b-dúr, „Kleine Org-
elmesse,“ eftir Joseph Haydn í
Hafnarfjarðarkirkju. Hefst mess-
an klukkan 11. Flytjendur mess-
unnar eru Barbörukórinn í Hafn-
arfirði auk Kammersveitar
Hafnarfjarðarkirkju sem Júlíana
Elín Kjartansdóttir fiðluleikari
leiðir.
Einsöngvari er Þóra Björnsdóttir.
Stjórnandi tónlistarflutnings og
orgelleikari er Guðmundur Sig-
urðsson, kantor Hafnarfjarð-
arkirkju. Joseph Haydn samdi
messuna um 1770 fyrir kapelluna
í Eisenstadt í Austurríki og hefur
hún ávallt notið mikilla vinsælda.
Haydn í Hafn-
arfjarðarkirkju
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Ég hlæ í mig orku þegar ég
þarf á því að halda.
helgin