24 stundir


24 stundir - 06.06.2008, Qupperneq 46

24 stundir - 06.06.2008, Qupperneq 46
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Það fer að verða spurning hvort Björk Guðmundsdóttir fari ekki að hljóta heiðursnafnbótina móðir náttúra en barátta hennar til að vernda íslenska náttúru nær hæstu hæðum í Grasagarðinum í lok mánaðarins þegar hún heldur fría útitónleika ásamt Sigur Rós. Reiknað er með að svæðið taki rúmlega 20 þúsund manns. „Við reyndum eins og við gátum að hafa þessa tónleika úti í nátt- úrunni,“ segir Björk um tón- leikana er hafa yfirskriftina Nátt- úra. „Fyrst var hugmyndin að setja þá upp á Þingvöllum. Svo í gíg á Vestamannaeyjum, því næst úti í Viðey. Það hefði kostað auka 15 milljónir að halda þetta á stað þar sem við hefðum þurft að flytja raf- magn, klósett og annað þannig að við stukkum á tækifærið þegar borgin bauðst til að sjá um það.“ Náttúruvefurinn Á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær var einnig tilkynnt að sett yrði upp fjáröflun viku fyrir tónleika til þess að safna peningum fyrir gerð netsíðunnar Natturuvef- urinn.is. Þar verður m.a. hægt að finna upplýsingar um mikilvæg svæði á Íslandi ásamt alls kyns upplýsinga- og dægursefnis tengt náttúrunni. „Mig langar að geta farið á vef- síðu og fá svör við spurningum eins og hvað gerist ef þetta svæði verður virkjað? Hvað sé í húfi? Og líka bara leiðbeiningar um svæði sem hægt sé að ganga um eða bara fá að heyra hvernig hljóðið í him- brimi er. Okkur langar að þessi síða sé fræðilegur gagnabanki. Við viljum líka einfalda hluti, eins og að fólk geti sótt fuglahljóð sem hringitóna. Að þetta séu ekki bara síða frá fúlum náttúruvernd- arskæruliðum, heldur að þarna sé skemmtun og fræðsla.“ Á fundinum benti Björk á að Ís- land hefði sérstöðu í heiminum og að í augum útlendinga stæðum við fyrir hina tæru og ósnertu náttúru. „Ef við missum þá væri það eins og París myndi missa tískuna, New York skýjakljúfana eða Los Angeles myndi missa Hollywood. Stjórn- endur landsins mega ekki komast upp með að vinna gegn nátt- úrunni. Við verðum að sýna þeim aðhald,“ sagði Björk við mikinn fögnuð viðstaddra. Björk, Sigur Rós og fleiri undirbúa heimsviðburð í lok júní Móðir náttúra í Grasagarðinum Ókeypis útitónleikar Bjarkar og Sigur Rósar verða í Grasagarðinum þann 28. júní. Viku áður fer í gang söfnun fyrir sköpun netsíðunnar Natt- uruvefurinn.is. Sigur Rós Einu tónleikarnir hér í sumar. Mynd/Sverrir Vilhelmsson Björk Vonast til að tón- leikarnir og vefsíðan hrindi af stað umræðu um íslenska náttúru. 46 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir „Já, ég fór að skæla á McCartney. Kannski var það vegna návist- arinnar við stjörnublaðamann sem tók undir með mér í Wings- lögunum? Kannski var það vegna rokkstjörnunnar sem endaði með mér á hótelherberginu nóttina áður? Það verður aldrei full- vitað.“ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason „Ég mætti Toyota HiAce bíl, hann var árgerð 1990, merkilega óryðg- aður og á honum stóð: Tannhirða og bindingar. Sá litli hestamaður sem ég er, datt ekki í hug að hér væri hestamað- ur á ferð og velti fyrir mér hvort komin væri kreppa í tannlækn- ingarnar.“ Tómas Hafliðason www.potturinn.com „Magnús Þór Hafsteinsson er foxillur út í Þórunni Sveinbjarn- ardóttur fyrir að láta skjóta bjarndýrið. Hvers vegna er Magn- ús svona reiður yfir að ráðist sé gegn skepnu sem er ólöglegur innflytjandi og ólíklegur til að samlagast háttum íslenskrar nátt- úru? Jú, þetta var hvíta-björn!“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Einhver fótur var víst fyrir því að hljómsveitin Ra- diohead ætti að spila á útitónleikum Bjarkar og Sig- ur Rósar í lok mánaðarins. Björk var í góðu sam- bandi við Thom Yorke en ekki fannst dagsetning er hentaði bæði Sigur Rós og Radiohead, enda báðar sveitir fullbókaðar fram eftir sumri. Björk var því í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að velja og valdi Sigur Rós. bös Og meira um tónleikana í Grasagarðinum. Sigur Rós náði 30 þúsund manns á tónleika sína á Mikla- túni í hittifyrra og því er spurning um hvort svæðið sé nógu stórt? Sérstaklega í ljósi þess að hvergi verð- ur til sparað og bæði Björk og Sigur Rós ætla að spila í 90 mínútur hvor. Veðurguðirnir munu ef- laust hafa einhver áhrif á mætinguna og ef til vill Ólöf Arnalds líka sem kemur einnig fram. bös Bubbi Morthens á afmæli í dag en auk þess að fagna því að hafa farið 52 hringi í kringum sólina heldur hann útgáfutónleika í kvöld í Borgarleikhús- inu. Seinkun var þó á nýju plötunni, Fjórir naglar, en hún ætti að skila sér í búðir um miðja næstu viku. Stærsti viðburður vikunnar er þó á morgun, þegar hann gengur að eiga ástkonu sína Hrafnhildi Hafsteinsdóttur á Reynivöllum í Kjós. vij „Ég er búinn að vera pung- sveittur hérna út um allan bæ síð- ustu tvo daga að ná í einhverjar helvítis snúrur hér og þar. Þetta var bara að skella á fyrir tíu mín- útum,“ segir hinn galvaski út- varpsmaður Andri Freyr Viðarsson en í kvöld, nánar tiltekið klukkan 19.30, mun fyrsti þátturinn af Litlu hafmeyjunni fara í loftið á Rás 2. Þátturinn verður undir stjórn Andra og Dodda litla en þátturinn verður sendur út beint bæði frá Reykjavík og Kaupmannahöfn þar sem Andri er búsettur. Bæði Andri og Doddi hafa mikla reynslu af útvarpinu og því er ekki við öðru að búast en að þátturinn muni fá góðar undirtektir hjá landsmönnum til sjávar og sveita. „Við erum báðir búnir að vera að gera þetta í tíu ár. Þetta verður mikið líf og fjör, svona aðeins öðruvísi en maður hefur alltaf ver- ið að gera því maður hefur alltaf verið í morgunútvarpi.“ Andri segir að sú reynsla að hafa starfað í morgunútvarpi muni sitja í sér um ókomna tíð. „Það situr ennþá í manni, maður vaknar allt- af klukkan sjö á morgnana eins og eitthvert fífl. Þetta er alveg óþol- andi.“ Andri bætir við að hvorki hann né Doddi hafi áður sent út þátt sem nær eyrum allra landsmanna og því sé það sérstaklega spenn- andi að fá að vera með þátt í út- varpi allra landsmanna, Rás 2. „Hugsaðu þér, loksins getur pabbi á Reyðarfirði hlustað á mig líka. Ekki hringir hann í mann þannig að það er eins gott að hann hlusti á mig.“ viggo@24stundir.is Litla hafmeyjan á Rás 2 Andri nær loksins eyrum föður síns Sáttur í Köben Andri er sáttur við lífið í Danmörku en finnst samt heldur heitt. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 4 6 5 2 8 1 7 3 5 7 8 3 4 1 6 9 2 1 2 3 9 7 6 4 5 8 3 5 9 7 1 2 8 4 6 2 6 7 4 8 5 3 1 9 4 8 1 6 3 9 7 2 5 6 1 2 8 9 4 5 3 7 7 9 5 1 6 3 2 8 4 8 3 4 2 5 7 9 6 1 Ég gaf þér þetta bindi og fyrst núna, 40 árum seinna setur þú það á þig? a Það þurfa allir að herða sult- arólina á þessum síðustu og verstu krepputímum Er sparnaður í veðurfréttunum? Sigurður Þ. Ragnarsson er veðurfræðingur á Stöð 2, en eftirtekt hefur vakið að á myndum sem notaðar eru til að segja krökkum hvernig skal klæða sig hafa börnin grennst umtalsvert. Sumartilboð Betri svefns Nýtt á Íslandi, 100% ofnæmisfríar hágæða, Aloe-Vera sængur, ungbarna, barna og fullorðins. Kynningartilboð gildir til 12. júni. Dæmi: 140*200 sæng, verð áður 24.900 kr. 40% afsláttur, verð nú 14.940 kr. Bjóðum 12 mánaða, vaxtalausa raðgreiðslusamninga af öllum rúmum. M bl 1 01 11 59 Opið mán.-föst. frá 10.00-18.00, laugard. frá 11-16.00 Reykjavíkurvegur 64 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565-4747 Auglýsingasíminn er 510 3744 FÓLK lifsstill@24stundir.is f́réttir

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.