Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 4
bátshliðina. Hattinum var bjargað
í snatri inn í bátinn, en þegar
bátinn bar upp í fjöruna, var það
ég, sem greip um hnífilinn — tók
á móti!
Önnur viðgerðarferð er mér
minnisstæð, þótt ekki lenti ég í
neinum lífsháska. Ég var þá á bæ,
sem Höfði heitir og er á Höfða-
strönd. Þetta var fyrsta árið mitt
hér og var ég á vegum þeirra
bræðranna í Höfða það sumar.
Það var víst í júlímánuði að sendi-
maður frá Húsavík kemur fleng-
ríðandi fjórum liestum. Átti hann
að sækja mig til þess að gera
við vélbát, sem Stefán Guðjohn-
sen átti. Ég var nú frekar óvanur
hestum þá — þótt ég kæmist upp
á lagið seinna. En hvað um það,
við riðum viðstöðulaust austur,
nema livað fylgdarmaður minn
skipaði mér eitt sinn að fara af
baki til þess að kasta steini í dys
eina við veginn. Var ég þessu
óvanur frá mínu heimalandi, en
ekki tjóaði annað en gera þetta.
Ég man þó, að ekki kastaði ég
steininum, heldur lagði ég hann
á leiðið. Mér er líka minnisstætt
hve rasssár ég var orðinn, þegar
til Húsavíkur kom, eftir þessa
þeysireið, en ekki tjáði að fást
um það og varð ég að taka til við
að smíða skiptitein í vélina og
var ég að því heila nótt, en liafði
lokið viðgerð bátsins kl. 11 um
morguninn eftir. Þá var Guð-
johnsen í góðu skapi, máttu trúa,
og bauð mér upp á brennivín, skyr
og rjóma. Var það í fyrsta skipti,
sem ég borðaði það góðgæti, það
er að segjn skyrið og rjómann.
VEIÐISÆLIR ÖNGLAR.
Árin liðu og íslandsdvöl mín
lengdist ýmissa orsaka vegna. Eitt
sinn var ég á handfæraveiðum á
„Stellu” gömlu úti fyrir Vestf jörð-
um. Það var víst á árunum 1911
eða ’12. Þá voru skiptin -þannig,
að skipið fékk hálfan afla, en há-
setar hálfan. Fæði þurfti að borga
af þessu, nema hvað ég, sem véla-
maður, fékk frítt fæði. Þá var sá
háttur hafður á, að hver maður
márkaði þann fisk, er hann dró,
síðan var gert að og saltað, en
svo dregið sundur eftir mörkun-
um við uppskipun. Markað var á
sporði og man ég að mitt mark
var sneitt hægra. Nú voru menn
dálítið misjafnir að draga fiskinn,
sumir fengu meira, aðrir minna og
var ýmsu kennt um, t. d. öngl-
unum. Eitt sinn sem oftar smíð-
aði ég mér öngul. Hann var af
þeirri gerð, sem hneyfar eru kall-
aðir. Af rælni tók ég kinnar af
skelplötuhníf, sem ég átti, og festi
þær á gerfifiskinn á hneyfnum.
Mér fannst þorskurinn taka betur
á þennan öngul en aðra. Einnig
bjó ég til annan öngul, þar sem
ég festi spegilglers-ræmur á blý-
síldina, sem á honum var. Strák-
arnir á bátnum réru míkið í mér
að smíða svona öngla fyrir sig.
Hvort það var nú þessum önglum
að þakka eða bara heppni, þá fór
það svo, að ég dró flesta fiskana
og fékk því hæsta hlutinn á
„Stellu” þessa vertíð.
í ÍS Á,HÚNAFLÓA.
Það var líka á „Stellu”, sem
við festumst í ísnum á Húnaflóa
að mig minnir 1912. Við vorum
fastir skammt frá landi milli Norð-
urfjarðar og Reykjafjarðar. Þetta
var í apríl og farið að lengja dag-
inn, en við vorum fastir þarna
í þrjár vikur; stundum fórum við
þá á selveiðar úti á ísnum. Sér-
staklega man ég eftir því, er við
eitt sinn sáum stóran blöðrusels-
brimil liggja við smávök langt úti
á sjónum. Við Björn Jónsson frá
Grímsey lögðum af stað með
byssur okkar, en mjög urðum við
að fara varlega, til þess að styggja
selinn ekki. Ég átti þá enn riff-
ilinn minn, sem ég notaði I her-
þjónustunni heima í Danmörku,
ágæta byssu með sjónauka. Lengi
vorum við að mjaka okkur £ átt-
ina og að síðustu sendi ég seln-
um kúlu af mjög löngu færi. Hann
þurfti ekki fleiri; steinlá — og
difaði ekki hreifa. Björn hafði
verið svo fprsjáll að taka með
sér snæri, sem við nú hnýttum
upp í selinn og drógum hann síð-
an að skipshlið. Matan af honum
kom sér vel hjá okkur um borð,
því að tekið var að ganga á mat-
arbyrgðir okkar.
KAFBÁTSÁRÁSIN.
f fyrra stríðinu, 1917, kom
skonnorta, 140 tonn að stærð, til
Höpfners-verzlunar á Akureyri.
Skipið kom með vörur frá Dan-
mörku og þótt það væri með vél,
varð það að sigla hingað, því að
enga oiíu var að fá x Danmörku
vegna - stríðsins. Þessvegna var
enginn vélamaður á skipinu hing-
að. Rétt fyrir jólin tók skipið salt-
fisksfarm á Akureyri og átti hann
að fara til Ítalíu. Olía fékkst á
Akureyri til ferðarinnar og réðst
ég vélstjóri á skipið þessa férð.
Ailt var tilbúið til brottfarar, þeg-
ár hafísinn rak inn, og við frus-
um inni á Akureyrarpolli. Eftir
nýárið 1918 var skipið sagað út úr
isnum állá léið út fyfir Oddeyri-
Sagað var með stórum og stór-
tenntum skógarsögum, sem kallað-
ar voru Hússvansar. Komumst við
á auðan sjó um stund, en fljót-
lega strandaði skipið á Krossa-
nessskeri og lágum við þar í eina
þfjá daga, þó lausir af skerinu.
Síðan Urðum við að sigla aftur inn
að bryggju á Oddeyri og var sjó-
réttur settur yfir okkur. Meðan á
þessu brasi stóð, lokaði hafísinn
Eyjafirði algerlega og urðum við
að liggja þarna inni til vors. —-
Þetta var hinn svokallaða frosta-
vetur 1918. Það var því ekki fyrr
en í maímánuöi, sem við lögðum
af stað með fiskinn til ítalíu,
nánar tiltekið til Genova. Hvort
tveggja var, að vélin var slæm
og lítil olía í skipinu, svo að tek-
inn var sá kostur, að nota seglin
sem mest. Við voi;um fimm vikur
á leiðinnl og mundi það þykja
hæg ferð nú á dögum. Er við
vorum rétt að koma til Genova,
kom kafbátur allt í einu upp úr
djúpinu. Við vorum imdir seglum
á hægri ferð og kom kafbáturinn
alveg upp að hlið okkar. Skipaðí
hann okkur að setja út bátana
og yfirgefa skipið, því að skipinu
okkar yrði sökkt. Við máttum þó
taka meö okkur smádót það, er
hendi var næst. Þjóðyerjarnir á
kafbátnum voru kurteisir en á-
kveðnir, sögðu eitthvað á þá leið:
„Okkur þykir þetta leitt, en þetta
verður að gera.”
Við rérum frá skipinu, þunglr
í skapi. Til þess höfðum við
þá baslað í fimm vikur að koma
skipinu hingað til þess að láta
Sökkva því. KafbátuHnn hóf nú
skothríð á skipið okkar og sökk
það skjótlega. AlJt gekk þetta
17? SUNNUDAGSCLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ