Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 20

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 20
nes í Bjarnarfirði undir dóm, var þar einn dómandi Nikulás príor á Möðruvöllum Þormóðsson. Fram- bar biskup það bréf, að Jón Þor- vaJdsson ábóti hefði lúkt sér (borg- að sér) hana í skuld þá hann var prestur og officiales Hólakirkju, þar á móti frambar Eiríkur ábóti bréf góðra manna innsiglun, að Bjarni Þórarinsson (sá var kallað- ur hinn góði maður) og Solveig Guðmundsdóttir kona hans, hefði selt Gunnari Jónssyni conventu- bróður á Þingeyrum þá jörð og meðkenndist það, þau hefði upp- borið fyrir hana vegna klausturs- ins II hundr. og L (50) hundr. gyllini (pen.) og það kaup hefði Jón ábóti staðfest með fullum gjörningi, við fyrnefnd hjón, fyrir því hafði Jón Þorvaldsson ekki mátt þessa jörð afsala nema fyrir nauðsyn klaustursins eða fyrir aðra jafngóða fasteign og þó með samþykki bræðranna, þar fyrir dæmist jörðin Kaldaðarnes ó- bryggðanieg eign Þingeyraklaust- urs vera og verið háfa siðan hún var fyrst seld, enn biskup skyldi eiga löglegan aðgang að erfingj- um Jóns ábóta til svo mikilla pen- inga sem hann tók fyrir jörðina”. Er svo að sjá á bréfi þessu að Gottskálk sem ekki var leiðitamur hafi hér vægt fyrir Eiríki ábóta, en heklur grunar mann að Gott- skálk hafi viljað ná betra tangar- haldi á erfingjum Jóns, var Jón Sigmundsson höfuðandstæðingur hans þar aðili. En af þessu sést að Eiríkur ábóti var mikilsháttar- maður og fylginn sér scm ckki lét hlut sinn frekar on hinir fyrri Þingeyrarábótar scm tíðum stóðu í málaferlum við Hólabiskupa, er oftast vildu þrengja hag klaust- ursins og skerða sjálfræði ábóta. Eiríks naut því of skamraa hríð. Seinasti ábóti Þíngcyrarklausturs var Helgi Höskuldsson ábóti 1519 — 50 eða 31 ár, er á lífi 1552. Helga er getið við textamentun (erfðaskrá) Gottskálks biskups Nikulássonar miðvikudaginn fyrir Barnakarsmcssu 1520, ásamt mörg- um klerkum biskupSdaémisins. Það sama ár var Helgi staddur að Hólum á Thómasarmessu fyrir jól og helztu prcslar fyrir vestan bcjði (Öxuadahliciði) og tcttu af sínni hálfu Fétur prest FaLson til að hafa ráð og • umboð Hóla- kirkju og.hennar fé með Jóni Ara- syni. Þá ér þess getið að Helgi ábóti kom með mikið fjölmenni og gekk milli bardaganna á Sveinastöðum í Yatnsdal 1521 er þar var ann- arsvegar Teitur ríki lögmaður Þor- leifsson og hinsvegar Jón Arason þá biskupsefni og Grímur lögmað- ur Jónsson Ökrum, er sagt að Helgi fengi litla þökk frá Jóni biskupi fyrir það tiltæki sitt og 1- hlutun og var Helga ábóta stefnt til Hóla í málum þessum, mun hér farið eftir Árbókum Espólíns hyerj ar sakir Voru á hann bornar. Var Helga stefnt fyrir dóm Jóns prests Finnbogasonar officiales og XII presta hans, fyrir það að í fyrstu hefði hann ekki lukt þau XX hundruð, er hann gekk í borg- un fyrir Ásgrím.Firinson.og gjald- ast átti Hólakirkju í'sakeyri, eftir reikning og eigin handskrift Gott- skálks biskups, var þá dæmt að Ásgrímur skyldi þau sjálfur gjalda ef ógoldin væi'u í næstu fardögum, en Helgi ábóti skilinn við þá skuld, ef hann hefði enga peninga • af Ásgrími uppprið, því hann ætti ekki í nokkurri veraidlegri borgun að standa um leikmannamál. Það var önnur sök, að ei hefði hann aítur goldið þá peninga, er hann hefði til láns tekið af' Hólakirkju og skyldu þeir goldnir í naéstu far* dögum. Það var hið þriðja, það að hann hefði eigi lokið dómkirkj- unni silfur það er Gottskálk bisk- up hafði honum fcngið. Það dæmd- ist hann cinnig skyldur að gjalda í næstu fardögum. Fjórða að hann hefði samneytt þeim mönnum er gripið hefðu hesta fyrir Hóla- kirkju, dæmdist það að hann skyldi leiða til tvö • vitni lögléga, að hann hefði það ckki gjört,,síð- an hann vissi þeim sök á;gefna. Fimmta um samncyti og styrk er hann veitti þeim mönnum er vógu Árna Bessason, kirkjunnar þjón- ustumann, og særðu tju menn aðra lærða og leika, vottuðu þá sök 2 prcstar og aðrir fleiri. Fyrir það skyldi Helgi ábóti synja með eiði, eða taka lausn og skrift af Jóni presti Finnbogasyni offici- alis. Er að sjá sem officialis hafi cigi vijjað þaíja á flcjga og vaun Jóii prestur Ara,es þar Utið a”. Hér hafa ýmsar sakir veríð'týnd- ar á Helga ábóta.Þingst á mctun- irm er afskipti hans af SVeins- staðareið. Hefur Jón Arason hér ætlaðu að koma Helga undir, sem vírðist standa á sjálfstæðri afstöðu dómklerka. Hér var Hólavaldið enn að verki og vildi læga sjálfræði Þingeyraábóta. Munu afskipti Helga af bard. á Sveinast. hafa verið þau ein að vilja koma í veg fyrir frekari vandræði, en ofsi Jóns Arasonar og metnaður er hér augljós í þessu máli þó minning hans áð öðru sé hugstæð. Fór svo að gott varð á millum Jóns bisk- ups og Helga ébóta, var Helgi staddur á Hólum í þýðingarmikl- um erindagjörðum tiunda dag jóla 1526 er Jón biskup Arason tók reikning af Pétri presti Pálssynl ráðsmanni fyrir alla peninga Hóla- staðar fríða og ófríða heima og á búum staðarins, kirkjunnar orna- mentun (kirkjumunum) og cléno- dia (skartgriþum), i kaleikum, bókum og skrúða, einriig gamalt borðsilfur kírjunnar og búshluti staðarins. Þá var Helga ge'tið i brúðkaupi á Hólastað 1533, þeirra Þórunnar Jónsdóttur biskups Ara- sonar og ísleifs Sigurðssonar á Grund. Má ætla að þá hafi hcldur verið gengið saman með þéirrt á- bóta og biskupi. Ætlun Jóris bisk- ups var að séra Björn prestur og officiales á Melstað soriur hans tæki við Þingeyrarklaustri éftir daga Helga ábóta. Svo fór að siða- skifti urðu í landinu og stóð Jón biskup og syriir hans sem hétjur gegn lútlierskurini og liðu pislar- vættisdauða i Skálholti 7. nóv. 1550. Varð ckki af því að Björn yrði ábóti að Þingeyrum, cn Helgi lifði fram yfir siðaskifti og hafði vcrið ágætur ábóti, þó Vcrið nokk- úð fjölþreifiriri í kvennamálum. Gckk harin þrisvár til Rómar að taka laUsn páfa, hann átti börn við melnlausum kojium scgir í Skarðsárannál. Kristján 3. kon- ungur tók urtdir sig Þingeyrar- klaustur scm örinur landsins klaust ur. Þlrigcyrarklaustur var auðug- ast norðlenzku klaustranna, átti 65 jarðir, auk ítaka í reka og ann- arra réttinda. í Sigurðarrcgistrum frá 1525 (prcntað i. Forubrcfas^Juiup) ev hákv^œ $$$ y{jr jtéít, pif -----HÍ 1D8 öVíWUDA5i3BtAÐ - AtMOUBbADU)

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.