Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 9
að myrða Frakka. — Ég gerði það
að visu í sjálfsvörn. Dracpi ég hann
ekki, léti hann Gestapo handtaka
mig. Ég yrði pyndaður, sennilega
skotinn. Jú, það var sjálfsvörn —
eða réttara sagt: Hvers vegna að
draga dul á það? Það var morð
— ígrundað, vel skipulagt og und-
irbúið morð. Ég fór í huganum
yfir allt, sem mælti gegn tilveru-
rétti Martins. Hann var svikari,
njósnari, glæpahundur, einskis
nýtur landi sínu og mannkyni. En
hver hafði dæmt hann? Hvað
mundi forseti Hæstaréttar Eng-
lands segja um þetta? Hvað
mundi t. d. „The Manchester Gu-
ardian” skrifa um verknað sem
þennan? Eftir að hafa margsinnis
háft betur í rökræðum við sjálfan
mig, heyrði ég fótatak. Ég gægð-
ist varlega gégn um runnana. —
André nálgaðist Hann flautaði
ckki. Hann var cinn síns liðs.
EINN AF MÖRGUM.
Sá, sem þannig lýsir sumar-
morgni þeim í Frakklandi, — er
hann hafði ráðgert að fremja
morð, sem þó var ekki framið,
heitir Harry Ree, ungur kennari
og friðarsinni. Hann var einn af
mörgum Bretum, sem svifu til
jarðar í Frakklandi í falljttu, til
að inna af höndum skemmdarverk
á yfirráðasvæði óvinanna, náðu
aðdáunarverðum árangri, komust
oft í hann krappan, og urðu að
þola þjáningar, sem hvorki þeir
né aðrir hefðu nokkurn tíma trú-
að að þeir gætu afborið — og
hurfu síðan aftur til hins fyrri
hversdagsleika. Harry Ree, sem
gekk undir dulnefninu „Henri,”
varð á nýjan leik kennari, lagði
á hilluna kapteinstign sína og
heiðursmerki og hefur síðan 1962
verið prófessor við York-háskóla.
Frásögnina af honum og tveim-
ur félögum hans, sem er gott dæmi
um, hvað „ósköp venjulegir Eng-
lendingar,” sem drógust inn í hið
ólöglega starf, án reynslu og fyr-
irvaralaust, afrekuðu — er að
finna í nýútkominni bók „They
came from the sky”, sem gætl
utlagzt, „Þeir komu að ofan.” —
Höfundur bókarinnar er E. H.
Cookridge, en formála hefur skrif-
að hinn kunni ofursti Mauricc
Buckmaster, sem stjómaði binni
fröttsku deild SOE, „Special
Operations Executive,” og sem
slíkur sendi fjölda brezkra erind-
reka, menn og konur, til Frakk-
lands, og oft út í opinn dauðann.
Upphafsmaður þessarar starf-
semi var sjálfur Winston Chur-
chill, sem í ræðu sumarið 1940
komst m. a. svo að orði: „Tendr-
um bál í Evrópu — færum bar-
áttuna fyrir frelsi inn fyrir víg-
línur óvittanna með skemmdar-
verkum ög ólöglegum aðgerðum.”
Nýliðarnir, sem voru teknir í
þjónustu SOE, komu úr hinum ó-
líklegustu stöðum þjóðfélagsins.
Á meðál hinna fyrstu má nefna
tízkuteiknara, hóteldyravörð, ó-
perusöngvara, veitingahússeig-
anda, auglýsingastjóra, fjölda lög-
fræðinga, og ekkl sízt, f jölda kenn-
ara eins og Harry Ree.
Þeir voru fyrirvaralaust kallaðir
til' starfa, sem voru ný af nál-
inni, ki-öfðust takmarkalauss hug-
rekkis og þeir gátu búizt við að
standa frammi fyrir dauðanum
cinir og yfirgefnir í framandi
landi. Og færi svo, máttu þeir
reikna með því, að hann bæri ekki
skjótt að, heldur yrðu þeir að þola
þjáningar, sem væru ofar mann-
legri ímyndun og þolgæði.
Buckmaster ofursti sendi sam-
tals 480 erindreka til Frakklands
— 104 létu lífið. Þeir dóu frammi
fyrir byssuhlaupum aftökusveit-
anna, í gasklefunum, eða þá að
þeir voru tcknir af lifi í fanga-
búðum, ýmist með þvi, að þeim
var byrlað eitur, eða þeir voru
hengdir, jafnvel kyrktir.
ÚT í FALLHLÍF.
Algengast var, að erindrekunum
væri kastað niður í fallhlífum, —
nokkrir þeirra voru sendir með
litlum flugvélum, sem gátu lent
á ólíklegustu stöðum eins og tún-
bletti eða smá vegarspotta, og enn
aðrir komust til Frakklands með
litlum fiskibátum, sem lögðu upp
frá Gíbraltar.
Fyrsta verk þeirra var að ná
sambandi við höfuðstöðvarnar í
Englandi með aðstoð stuttbylgju-
senditækja, sem þeir höfðu í fór-
um sínum, stjórna móttöku vopna-
sendinga úr lofti, taka á móti nýj-
um starfsbræðrum, skipuleggja
andspyrnuhreyfinguna á sinu um-
ráðasvæði og leiða hana til
skemmdarverka á samgönguleið-
um, herskálum og forðabúrum
Þjóðverja.
„Þeir fórnuðu litlum hluta ævi
sinnar til þátttöku i úrslitaorrustu
gegn óvini, sem hafði til að bera
tækni, skipulag og glæpahneigð,
sem átti engan sinn líka Og þess
vegna er saga þessa fólks tákn um
sigur eðlilegra, mannlegra eðlis-
iivata, eða öllu heldur sigur mann-
kynsins, á öflum, sem höfðu það
takmark að útrýma allri mannúð
og manngildi.”
Harry Ree var í upphafi stríðs-
ins ungur kennari, hann var ein-
lægur friðarsinni og hafði megn-
ustu óbeit á manndrápum. Hanu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SUKNUDAGSBLAÐ )//