Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 8
ÞAÐ var fagran, sólbjartan sum- armorgun. Ég stóð við gluggann á hótelherberginu mínu og horfði út yfir Maiche-hásléttuna. Ómur kýrbjallnanna barst mér að eyrum. Aðstaða mín var vægast sagt mjög furðuleg. Hér stóð ég — brezkur liðsforingi — hnýtti bindi mitt í herbergiskytru í frönsku sveitargistihúsi, þess al- búinn að bana manni eftir morg- unverð. í tösku minni lá marg- hleypa og járnrörbútur vafinn gildum vír. Ég vonaðist til að geta lostið hann höfuðhöggi fyrst og því næst drepið hann án erfið- leika, og án of mikils hávaða . . . André svaf í næsta herbergi. Ég vakti hann, og við gengum nið- ur og snæddum morgunverðinn x sólskininu úti á stéttinni. Kaffið og maturinn var ekki neitt lostæti, enda allt skammtað í Frakklandi um þessar mundir, en útlitið var prýðilegt. Við bórðið næst okkur sátu hjón með börnum sínum og ræddu af kappi skógarferðina, sem þau voru að fara í. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort morðingjar gláptu á fólk xir kaffihúsum og í strætisvögnum og hugsuðu með sjálfum sér: „Hvað tæki það til bragðs, ef það vissi?” Ég var ekki hið minnsta snortinn af þeirri hugsun, að eiga að drepa mann. Við André sýndum engin ytri merki hugaræsings, við ræddum veðrið, og veltum því upphátt fyr- ir okkur, að koma aftur á hótel- ið næsta vetur til að fara á skíði. Þegar við höfðum neytt máltíðar okkar, greiddum Við reikningana. Við höfðum ekki í hyggju að koma aftur. Aldrei fyrr hafði mér kom- ið til hugar, að morðingjar verða að koma fram eins og heiðarlegt fólk. Við stigum á bak reiðhjólunx okkar, hjóluðum í tíu mínútur, og komum þá að rjóðri í skóginuiu- Við földum hjólin okkar í næsta runna. Sjálfur átti ég að fela mig milli trjánna, en André að fara og sækja Pierre Martin. Okkur kom saman um, að þegar þeir kæmu aftur skyldi André flauta fyrstu tvær vísur liins kunna franska lags „Je tire ma révér- ence” — svo fremi að allt hefði gengið að óskum og Martin grun- aði ekkert. Væri ekki allt með felldu, og Martin hefði með sér lífvörð, átti hann aðeins að fiauta fyrstu vísuna. Ég iágðist í graST ið og horfði upp í heiðan hijnW' inn. Var það rétt, að svifta annan maxin lífi? Átti .ég, Englendingú*"* 176 SUNNUDACSBLAÐ — ALÞÝÐUBLADXÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.