Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 17

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 17
fyrir Ayðun biskup að sækja heiip að þingeyrum j það sinnið og ei heldur farið fleiri ferðir þangað. Hélt hann að svo búnu til Noregs og dó þar 1320, hafði áður bent á Lárentíus munk Kálfs son sem eftirmann sinn þó hann hafi ejgi verið leiðitamur honum. Var Lárentíus kjörinn til Hóla- þiskuþs af Eilífi erkibiskupi og kórsbræðrum 1322 og ræddu þelr Eilífur. og Lárentíus í vfgsluför hans urp kjaustursmál. Eullnaðar samkomulag dróst í bessurn deilum. Vorjð 1326 var haldinn fupdur á ffólum með Lár- entípsi biskupi og Guðmundi á- hóta og var með honum Benedikt Kolbeinsson frá Auðkúlu ráðsmað- ur Þingeyrarklausturs. Bauð biskup ábóta tvo kosti: að kæratfyrir erkibiskupi,,' eða leggja J sitt umdæmi og kaus ábóti með géðra manna ráðum að^biskup skyldi einn skera úr, og skipa þar um sem hann vildi fyrir guði og tilsvara og Þingeyrarklaustri væri skaðlaust. Lagði Lárentíus klaustr- inu góða jörð Hvamm i Vatnsdal og Hundastaði og gjörði hér um hréf um þann sáttmála. Leynir sér ekki ráðríki Lárentíusar bisk- ups og er hér að verki Hóiabiskup en ekki umkornulaus munkurinn á Þingeyrum sem fyrr var, þó vill Lárentíus gera hér vel við klaustr- *ð en ekki missa tíundir sem klaustrið átti þó með réttu og held- **r finst mér Lárentíus niðurlægja Guðmund ábóta í þessum málum, sinn fyrri yfirmann og mesta á- gætismann. Eiríkur erkibiskup samþykkti hetta samkomulag. Lárentíus gaf og Þingeyrarklaustri próventu Kálfs bróðir síns 40 hundruð, lík- Jega hefur Kálfur verið munk- **r á Þingeyrum og verið skáldið sem orti Völsungarímur. Varð hon- u*n (Lárentíusi) það allt til ágætis segir sagan. Guðmundur ábóti lét af starfinu 1338 og settist að í Vlunkaþverárklaustri og sálaðist Þar 1339. Læt ég her Lögmanns- annál vera til frásagnar: „Obitus domini Godemundi abbatis Thing- erensis, sálaðlst hann at Munka- Þverá ok var fluttur norðan lík- ami hans til Þingeyra. yrðu marg- ir merkilegir atburðir f Ijkfyjgju hans, ok hyggja menn hann góð- ÞLngeyrar Úr kirkjunni á Þingeyrum. Altarisbríkin, sem sést fyrir miðri mynd, er göinui og komin úr hinni fornu klausturskirkju. an mann fyrir guði. Lét hann upp smíða framkirkju á Þingeyrum ok fekk hann til skrúða, bækr ok klukkr ok enndi mörgum lerkum þeim sem síðar urðu prestar, ok var inn mesti nytsemdarmaðr.” Frásögn þessi sýnir að Guð- mundur ábóti var hinn þarfasti Þingeyrarklaustri sem og þeir bræður er voru undir hans stjórii. Björn Þorsteinsson gjörðist nú ábóti að Þingeyrum sem í millitíð var ábóti á Munkaþverá 1334-9 en er á Þingeyrum 1340-41. Eftir hann verður Þorgeir nokkur príor 134J—44 og þar til Eirikur bolli prestur Þorsteinsson er vígður til ábóta 1344 en á skamma setu í embættinu, því Ormur Ásláksson Hólabiskup frægur hérlendis að endemum svifti hann ábótaembætt inu. Stefán Gunnlaugsson Þverár- ábóti er þá fenginn til ábóta á Þingeyrum 1345-50. Eru á þessum árum mikil samskifti með Bene- diktsklaustrunum á Þingeyri og Þverá og líklegt að ábótar þeirra hafi staðið scm einn maður gegn íhlutun biskupsvaldsins á Hólum. Verður þá fyrir oss í ábótaröð á Þingeyrum athygllsverður maður Arngrímur Brandsson lfklega sá -■'-Æ SUNNUDAGSBLAÐ ]g5 ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.