Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 5
Georg Andersen viö rennibekkinn.
frckar rólega, cnda engin herskip
í nánd. Báturinn okkar fékk kaö-
alehda frá kafbátnum, sem síö-
an dró okkur upp undir land. —
Siðasta spölinn rérum við og tók-
uni land í smáþorpi þarna á
ströndinni, Einh'ver hrcppstjóri
cða yfirvald þarna i þorpinu ók
okkur í hestvagni til Genova en
siutt var að fara. Danski ræðis-
hiaðUrinn þar kom okkur fyrir á
hóteji. Skömmu síðar fengum við
Skipsferð til Kaupmannahafnar.
I'aðan fór ég heim til íslands mcð
-.Ingólfi1’ gamla.
A BALLI í BARCELONA.
Það var rétt íyrir stríðið 1914,
að ég var háseti á skonnortu frá
Öanmörku, sem Jason hét. Ég var
seni háseti vegna þess að engin
Vél var í skipinu, og því ekki
hörf fyrir vélamann. Skipið tók
saltfisksfarm a Akureyri, sem
aUi að fara tií B.arceioita á Spáni.
Vi3 fengw þ^PgiJegt veður og
gekk ícrðin vel út þangað. Eitt
kvöldið fórum við fjórir skipsfé-
lagar á dansleik á skemmtistað í
útjaðri borgarinnar. Þarna reynd-
ist vcra allíjörug samkoma og lék
margra manna hljómsveit fyrir
dansinum, allir mcð banjó að mig
minnir. Dálítil ölvun var þarna,
enda þægilegt að fá sér í staup-
inu þar — og frekar ódýrt. Jæja,
á þcssum árum var maður nú
duglegur að dansa, og ef satt skal
segja, dansaði ég vist nokkuð oft
við eina stúlkuna þarna á ballinu
og seinna um kvöldið æxlaðist
það svo til við tvö gengum út í
garðinn til þess að fá okkur hreint
loft, því að anzi heitt var inrii.
Veit ég þá ekki fyrri til en Spán-
vcrji einn kemur vaðandi að mér
með hníf á lofti og án þess að
segja orð, ætlaði hann að leggja
til mín með kutanum. Einhvern
veginn varð ég augnablikinu á
undan og kom höggi á liann undir
kjálkabarðið, svo aö hanu lirataði
um koll og missti hnífinn. Tók ég
hníf þennan í mina vörzlu og leiddi
stúlkuna aftur inn í salinn, þar
sem við dönsuðum enn um stund.
Þegar leið að lokunartíma, ætlaði
ég að fylgja stúlkunni heim og
var búinn að panta vagn með múl-
dýri fyrir. Stúlkan var rétt komin
upp í vegnjnn, þegar skothvellur
kveður við. Ég fékk eins og högg
á kinnina og spýtti út úr mér
cinum jaxli og einni blýkúlu. Þá
ríður af annað skot, sem kom í
lniéð á mér og hné ég þá niður.
Lögregluþjónar, sem voru þarna á
næstu grösum, komu strax og tóku
okkur öll þrjú, Spánverjann með
byssuna, en það var sá sami, sem
ég hafði afvopnað fyrr um kvöld-
ið, stúlkuna og mig og fór með
okkur — í vagninum, sem ég liafði
ætlað að fylgja stúlkunrii heim í.
Með mig fóru þeir á sjúkrahús,
cn Spánverjann á lögreglustöðina.
Ég var rúmar þrjár vikur ó sjúkra-
húsinu þarna, eu skipið mitt fór
ALÞVÐUBI.AÐJÍ) — SVNNUPACSBLAÐ ^73