Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 18
sami sem var fyrrum prestur í
Odda á Rangárvölum eða frá 1334,
sunnlenzkur að ætt, líklega sonur
Brands skógs í Skógum undir Eyja-
fjöllum Eyjólfssonar. Hann fór
sendiför fyrir Jón Halldórsson
Skálholtsbiskups til Noregs vegna
Möðruvallaklaustursmála um 1329.
Segir svo í Lárentíusarsögu: En
síra Arngrímur hafði aðra daga,
því hann gekk dagiega til eins
organmeistara, er var í Þránd-
heimi, ok lét hann svo kenna sér
að gera organum, en aldri flutti
hann fyrir erkibiskupi um Möðru-
vallamál.” Hvort hann hefir feng-
ið Oddastað fyrir þessa frammi-
stöðu vcit ég ckki með sanni, en
kann vera að hann hafi náð í erki-
biskupsveitingu fyrir s^aðnum, gat
þá Skálhpltsbiskup litlu ráðið þar
um. Arngrímur er talinn hafa orð-
ið kanúki í Þykkvabæ er þá sá
sami sem með bróður Eysteini
skáldi og Magnúsi kanúka börðu
á Þorláki ábóta þar. Voru þcir
Arngrímur og Eysteinn járnaðir
fyrir óhlýðni af Jóni Sigurðssyni
Skálholtsbiskupi. Ekki cr ólíklegt
að jafn upþreisnargjarn kanúki
liafi ált eitthvað undir sér og hér
sé fyrrum Oddaprestur í kanúka-
klæðum þó fræðimenn séu ekki
á eitt sáttir þar um. Arngrímur
hcfur farið norður cftir atburðinn
í Þykkvabæ og gerst munkur í
Bencdiktsklaustrinu á Þingeyrum
og verður þar ábóti 1350, officiales
1354; hann er fljótur að stíga
mctoröastigann norður þar.
Árið 1357 scgir í Lögmannsanns-
annál eftirfarandi: „Prestar í Hóla-
biskupsdæmi afsögðu hlýðni við
Arngrím ábóta, því hann var bor-
inn ljótum málum”, og síðar segir:
„Skipuðu þeir Arngr. aftr í ábóta-
stétt at Þingeyrum visitores (þeir
séra Eyjólfur Brandsson kórbróð-
ir af Niðarósi og bróðir Eýsteinn),
cn hafði áðr uppgcfit og svarið Nsik
í prédikaraklaustur í lijörgyn
(Björgvin).” (Sem var Dómikana-
klaustur svo Arngrímur hefur æti-
að að klæðast alls kanúkareglu
Ágústínusar, munkareglu Bcne
dikts og Dóminikana sem ckki
varð). Bróðir Eisteinn var orð-
inn visiator erkibiskups og allt
bendir til' að hér hafi hann verið
að rétta gömlum vini sínum hjálp-
arhönd og minnst fyrri daga í
Þykkvabæ. Á dögum Arngríms,
Petrónelludag 31. maí 1359,
dæmdi Jón skalli Hólabiskup Ei-
ríksson klaustrinu allan veiðirétt
í Laxá í Hjaltabakkasókn. • Arn-
grímur var mikill rithöfundur og
samdi mærðarfulla sögu af Guð-
mundi góða Arasyni, orti einnig
drápu og annað kvæði um Guð-
mund. Þá er ekki að efa að kunn-
átta hans í organsmíð og leik hafi
sézt staðar á Þingeyrum.Var ábóti
og góður söngmaður og hefur þar
í klausturkirkjunni ef til vill hlóm-
að einna fyrst organleikur á ís-
landi mættu þess vegna tónlista-
menn á íslandi halda nafni Arn-
gríms á lofti. Arngrímur dó 13.
okt. 1361 og má telja hann til merk-
ari ábóta á Þingeyrum.
Eftirmaður hans var Gunnsteinn
ábóti 1363—85. Hann auðgaði
klaustrið að rekum sem komu í
góðar þarfir. Gunnsteinn ábóti á-
samt nokkrum klcrkum gerði skrá
1. okt. 1374 yfir lausafjáreign
Hólakirkju í kviku og dauðu
(prentað i Fornbréfasaíninu).
Virðist ábóti þá hafa cinhver ráð
á Hólastað. Sveinbjörn Svcinsson
vcrður ábóti á Þingcyrum 1385 og
deyr líklega í svarta dauða 1402.
Gekk plágan hart að klaustrinu að
sögn, lifði ckki nema cinn bróðir
eftir pláguna. Faðir Svcinbjarnar
er talinn Sveinn „álfdælski” Ólafs-
sonar „álfdælska”. Á hans dögum
auðgaðist klaustrið töluvert. Á
Renigidag sem er 10. okt. 1393
heima á Hólum staðfcsti Pétur
biskup Nikulásson gjafir Orms
biskups Áslákssonar um Hjalta-
bakka og Kleifar til Þingcyra og
15. júní 1394 gerðu próventusamn-
ing Jón Egilsson og Helga Loðins-
dóttir við Svcinbjörn ábóta. Ábóti
á Þingeyrum 1403—39 var Ásbjörn
Vigfússon. Hans er sérstaklega get-
ið vegna þess að hann seldi Einari
bónda Bcssasyni jörðina Ytri-Ey
á Skagaströnd undan klaustrinu
árið 1424 og urðu síðar aí mikil
málaferli. Ásbjörn ábóti sat og í
dómi Jóns Vilhjálmssonar I-Ióla-
biskups um Grenjaðarstað og getið
við bréf út af Breiðabólstað í
Vesturhópi 1430. Jón Gamlason
var óbóti á Þingeyrum 1440-88,
var og á því tímabili officialis í
Hólabiskupsdæmi. Faðir hans var
Gamli Marteinsson ó Ljósavatni
naínkunnur höfðingi. Jón vígðist
til prests 1432, var ráðsmaður
Hólastóls 1435, nefndur prófastur
í Húnavatnsþingi 1440, var, hann
í röð fremstu klerka um sína daga.
Jón Gamlason sór bókareið fyrir
Goðsvin Skálholtsbiskup 1440
vegna áburðar um legorð með
Helgu yngri Þorleifsdóttur og
Vatnsfjarðar Kristínar konu Skúla
Loftssonar ríka.
Ekki hafa þessi kvennamál stað-
ið í vegi fyrir Jóni að fá ábóta-
stöðuna Hér verður til gamans og
fróðleiks settur hluti af próventu-
bréfi gert af Jóni ábóta Gamla-
s.vni, nefnt Kirkjubæjarbréf frá
1443: „Vér bróðir Jón með guðs
náð ábóti á Þingeyrum gjörum
það góðum mönnum viturlegt með
þessu opna bréfi, að með ráði og
samþykki allra conventubræðra
fyrrgreinds klausturs, höfum vér
tekið Helgu og Guðrúnu Ólafs-
dóttur heim til staðarins til ævin-
legs framfæris og próventu mcð
þeirri grein og skilmála að fyr-
grcind hjón ciga að hálfu af staðn-
um sæmilegan kost eftir því seni
góður gamall vani er til og aðrir
bcst.u pr.pventumenn, hafa eitl hús
sérlcga saman á staðnum og gjöra
það upp sjálf og þar til lultuga-
voð hvert um sig árlega, hafa til
staðarins tvær sængur færar að
öllu og cina kistu góða eða tvær
léttari.Skal klaustrið halda sæng-
um færum og leggja til þeirra ef
þarf. Enn eignast sængurliús og
kistu eftir þau framliðin, hér til
gáfu fvrsögö Helgi og Guðrún
hvort með annars samþykki. í
fvrstu grein sína próventu, jörð-
ina Kirkjubæ í Norðurárdal sem
stendur í Höskuldsstaðasókn mcð
öllum gögnum og gæðum, hlutum
og hlunnindum sem þeirri jörð
hefur fylgt að fornu og nýju scm
hann varð frcmst cigandi af þar
til 10 málnytjukúgildi og 2 hundr-
uð í fr/ðu, í næslu fardögum og
20 hundruð og Ijúka við'innan
þriggja ára. Síðar segir í bréfinu:
„Helci og Guðrún mega innan 6
ára koma í þessa próventu”. Ég
slenoi nokkru úr bréfinu.
Árið 1449 dæmdi Gottskálk Ken-
eksson Hólabiskup jörðina Ytri-
Fv undir Þingeyraklaustur og Jón
ábóta. fvrir það er Ásbjörn ábóti
á Þingeyrum hafði áður sclt þá
j ' Q í- UNN UDAd SDLAll
ALID UUliLAlíii)