Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 16
menntum voru eftir þennan kunna
og ágæta rithöfund og Þingeyra-
ábóta. Ekki er að efa að Karl hafi
verið sögumaður þeirra munka,
Odds háa Snorrasonar prests sem
skrifaði Ólafssögu Tryggvasonar
á latínu og er hún varðveitt í þýð-
ingum, og Gunnlaugs munks Leifs
'sonar (d. 1218) sem mestur var
klerkur og góðviljamaður í sveit-
um norður þar í orrahríð Sturl-
ungaaldar og skrifaði sögu af Jóni
helga Hólabiskup stofnanda klaust-
ursins á iatínu, varðveitta í þýð-
ingu og Ólafs' sögu Tryggvasonar
á latínu, einnig sögu af heilögum
Ambrósíusi sem nú er glötuð og
sneri í ljóð Merlínspá sem rituð
er í Hauksbók. Gunnlaugur er
sagður bezt skiljandi á bækur á
íslandi. Báðir þessir merku munk-
ar og sagnritarar voru samtíðia
■Karli ábóta í klaustrinu. Kári
Runóifsson er Þingeyraábóti 1181
—87, sonur Runólfs skálds og
munks á Helgafelli Ketilssonar
Hólabiskups Þorsteinssonar, mjög
líklega mikill fræðimaður sem
þeir flestir Þingeyrarkierkar.
- Um þetta leyti var munkur á
Þingeyrum sem hét Erlendur rauði
og fór þangað að ráði Brands
Hólabiskups. Gátu þeir varla liaft
■hann þar vegna skapferlis og fór
hann um landið (Guðmundar saga
dýra). Eftir Karl ábóta 1207 tek-
ur við Þórarinn SveinSson og er
ábóti 48 ár eða til 1255 og hefur
því ungur tekið við embætti. Hann
virðist lítið koma við mál manna
um sína daga, minnstakosti skortir
mjög heimildir uin það. Á ábóta-
árum Þórarins voru miklar sögur
skrifaðar sem gerðust í Húnavatns-
þingi, Yatnsdælasaga, Grettissaga,
Kormákssaga, Hallfreðarsaga og
Bandamannasaga, líklega flestar
skrifaðar á þessu árabili en hverj-
ar þessara sagna eru ritaðar í
klausrtrinu er ekki kunnugt, fræði-
menn ætla þó að margar þeirra
séu einmitt ritaðar á Þingeyrum.
Einnig hefur á þessu tímabili
verið þar Styrmir hinn fróði Kárs-
son síðar lögmaður og prior í Við-
ey (d. 1245), höíundur Ólafssögu
helga og Styrmisbókar (Landnámu
gerðar), og hefur margt lært af
sagnritun Þingeyramunka. Guð-
mundur dýri frá Bakka í Öxnadal
dó þar munkur 1213 og þar liefur
líklega verið munkur Guðmundur
grís (d. 1210) faðir Magnúsar goða
síðar bislcupsefnis í Skálholti.
Logi ófriðar, sem fór um sveit-
ir norðan lands á Sturlungaöld
hefur ýtt undir munka og lærða
menn að vinna i kyrrð klaustur-
klefsnna að friðsamlegri iðju, rit-
störfum og bókagerð
Þórarinn ábóti andaðist um sum-
arið 1255 fjórum nóttum fyrir
Barthólómeusmessu. Hafði þá Ver
mundur prestur Halldórsson fjár-
íorráð á Þingeyrum og varð hann
þar ábóti til 1279, er hann sums
síaðar sagður Njálsson.Var hann
friðsemdarmaður, bar sáttaorð
millum Þórðar kakala og Brands
Kolbeinssonar og einnig er getið
að hann hélt skóla á staðnum.Jör-
undur Þorsteinsson Hólabiskup
(d. 1313), tók af Vermundi ábóta
og Þingeyrarkláustri biskupstíund-
ir fyrir vestan Vatnsdalsá, urðu síð-
ar mikil málaferli af þessu milli
Þingeyraábóta og Hólabiskups, en
Hjaltabakki var lagður til klaust-
ursins í bætur. Bjarni Ingimund-
arson er ábóti á Þingeyrum 1280
til dauðadags 1288, hreinlífur mað-
ur sagður, sá á honum Lárentíus
Kálfson biskup heilagsmans yfir-
bragð Bjarni ábóti gerði próventu
samning við Þorjörn prest sem
gerðist próventumaður klausturs-
ins' um 1280.
! Höskuldur heitir ábóti á Þing-
eyrum 1310—38, mesti merkismað-
ur, sem hélt fast við réttindi klaust-
• ursins. Guðmundur ábóti átti í
deilum við Auðun ifauða Þor-
bergsson Hólabiskup áður kórs-
bróður í Niðarósi og norskan að
ætterni, hinn mesti og ríkasti liöfð-
ingi er liér hefur orðið biskup.
Auðun tók jörðina Hjaltabakka
af klaustrinu og setti þar prest
er Jóngeir hét en! hélt samt sem
áður biskupstíundum.
Guðmundur ábóti og bræöur
á Þingeyrum kæröu Hólabiskup
um hald á tíundum og töldu að
þær ættu jafnan að fylgja klaustr-
inu samkvæmt gjöf heilags Jóns
Ögmundssonar. Einnig hafði kom-
ið upp deila um kristfé Karls hins
auðga sem Auðun rauði tók frá
Þingeyrum og lagði til Breiða-
bólsstaðar í Vesturhópi.
Séra Lárentíus Kálfsson fylgdi
þá ábóta og bræörum og var þetta
ár sem kærur voru bornar fram
1316, vígður ásamt Árna syni sín-
um og vini Bergi Sokkasyni til
munklags í klaustrinu.Um bróður
Árna er sagt að hann var ritari
mikill og klerkur góður en gerð-
ist drykkjumaður, en Bergur hinn
helzti klerkur, mælskumaðm* mik-
ill, söngmaður og skrifaði heilagra
mannasögur á norrænnu með mik-
illi snílld.
Bróðir Lárentíus hélt reglu hins
lieilaga Bencdikts með góðfýsi og
gekk aldrei útaf klaustrinu nema
ábóti byði honum, þagnartíma hélt
hann svo ríkt að hann mælti ekki
um nætur, þá summum silentium
eður helzta þögn stóð yfir. Aldrei
vildi hann sitja annarsstaðar en í
conventu, þó ábóti byði honum
hjá sér sitja. Hans iðja var ekki
annað en lesa kenna og studera
í bókum. Var þar þá á Þingeyrum
haldinn skóli. Af lærisveinum þar
eru nefndir Egill Eyjólfsson djákn
síðar Hólabiskup framur til laer*
dóms og góður versificator, Þórð-
ur son Guðmundar lögmanns Sig*
urðssonar í Lagmannshlið og
Ólafur Hjaltason, fátækur piltur,
síðar skólameistari á Hólum-
Góðá styrktarmenn átti Guðmund
ur ábóti í þeim klausturbræðrum-
Var Þingeyraklaustur skipað ágæt-
lega lærðum möniium, þar var
þá og próventumaður og ráðs-
maður um tíma séra Hafliði Steins-
son fyrr prestur á Breiðabólstað
í Vesturhópi faðir séra Einars
sagnaritara, höfundar að Lárentí-
usar sögu biskups.
Guðmundur ábóti fór í máluni
þessum til Noregs 1318 og var þar
til 1320.Var á meðan prior á Þing-
eyrum Björn Þorsteinsson.
„Auðun rauði biskup fór um
vestur sveitir haustið 1318 og kom
til Þingeyra, læstu þá bræður
klaustri og kirkju, og gerðu enga
processionem i móti honum, og ci
náði hann við þá að mæla, var
þá Björn príor fyrir klaustrinu,
höfðu bræður þar fyrir fjölda
bænda að verja klaustrið fyrir
biskupi ef hann vildi ásækja, en
hann sýndi enginn líkindi af sér,
matur var þó hans mönnum til
reiðu en eigi öl að drekka”. Þessi
frásögn er orðrétt úr Árbókum
Espólíns.
Ekki heíur það verið árennílefit
|(J4 SUNNUÖAGoBLAÐ — ALÞVÐUBLAÐIÐ