Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 13
ii, j t œvintyrurri Foreldar hans og leikstjórinn stungu saman nefjum. Svo sagði mamma honum, að ef hann yrði góður í rúminu og hitalaus þegar gestirnir færu, mætti hann fara með þeim í sýningarferð sem tæki viku? Þetta varð til þess að K&Ui kúrði í rúm inu þægur og góður. Honum fannst borga sig að frískast sem fyrst. Loks kom að því að hann var orðinn nógu hress til að þau gætu lagt af stað. Klukkan sex um morguninn var allt til búið. Allir vagnarnir höfðu verið hengdir, hver 'aftan í annan. En aftan í öllu saman hékk lítill falleg- ur tvíhjólavagn, sem aðeins var notað ur við sýningarnar. Kalli var alveg hissa á að sjá þetta. En þegar hann spurði fékk hann að vita, að þarna ætti hann að ferðast. Nógu langt frá dýrunum, svo að hann yrði ekki fyrir neinum truflunum og gæti lagt sig og sofnað, þegar honum gott þætti. Þegar Kalli var setztur í þennan fal- lega silkifóðraða vagn og búinn að breiða yfir sig mjúkan loðfeld, sem ein konan átti, hlógu allir og sögðu að hann væri eins og konungssonur. Nú kvöddust allir innilega og lestin sniglaðist af stað. Kalli var óvanur að vakna svona snemma og var því feginn að l'eggj'ast í dúnmjúkt vagnsætið. Það var ekki búið að aka í margar mínút ur þegar hann var stein-sofnaður. Veðrið var svo gott, að allt fólkið gekk með vögnunum og spjállaði saman á göngunni. Allir héldu sig nálægt dým vögnunum, sem voru fremstir í lest- inni. Kalli hafði því gott næði til að sofa. Eftir svo sem tveggja stunda akstur mætti sirkusflokkurinn 'annarri vagna- lest á veginum. Hún 'var ekki eins bein og falleg. Hún samanstóð af fáeinum grútskít- ugum rvögnum með druslu-skýlum yfir og voru þeir dregnir af horuðum og illa hirtum hestum. Og fólkið, sem gekk með þessum vögn- um, var líka mjög ólíkt vinum Kalla. Það var móbrúnt á hörund, svarteygt og fram úr hófi sóðalegt. FKAMHALD ALÞÝBUBLABIÐ — SUNNUDAGSBLÆÐ JgJ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.