Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 20.03.1966, Blaðsíða 10
komst samt ekki hjá herþjónustu og eftir fall Frakklands sannfærð- ist hann um, að annað hvort væri að hrökkva eða stökkva. Hann hlaut þjálfun sína hjá SOE, og í fobrúar 1943 var hann tilbúinn ,,að stökkva.” Eftir þrjár mis- heppnaðar tilraunir, sem stöfuðu af villu flugmannsins, sveif hann og félagi hans, Réne Maingard, til jarðar við Tarbes, milli Tou- louse og Pau. „Þegar fallhlífin mín opnaðist, skaut því fyrst upp' í huga mér,” sagði Ree síðar. „að allt samband mitt við England var rófnað. Því næst var ég gripinn ótta. Ég gat yfirleitt ekkert séð, á meðan ég sveif til jarðar, aðeins óljósa mynd af snæviþöktum fjallstindum í fjarska. Ekkert Ijós sást á jörðu niðri, enda kom í Ijós, að flug- maðurinn hafi misreiknað sig svo skipti möfguhi kílómetrufn”. Ekki leið á löngu þar til þeir Réne náðu saman í myrkrinu. —. Það var afráðið, að Réne færi til næsta þorps og reyndi að ná sam- bandi við félaga þeirra í neðan- jarðarhreyfingunni. Tókst honum það að lokum, en þeir höfðu beð- ið komu þeirra á allt öðrum stað. Var því næst haldið til staðar þess, þar sem þeir höfðu mælt sér mót við leiðtoga SOE á þessu svæði. Hann hét George. Jones, fyrrverandi „playboy”, sem undir dulriefninu „Isidore” hafði fram- kvæmt hina ótrúlegustu hluti, en með siíkri fífldirfsku, að hann var skömmu síðar kallaður til baka til London. Harry hóf strax að byggja upp efnrfcpmi sína og tókst með dugn- aði og þrautseigju að efla and- spyrnuhreyfinguna og fá æ fleiri til virkrar þátttöku, þrátt fyrir hroilvekjandi nálægð Gestapo. STEFNUMÓT MEÐ PEUGEOT. Harry reyndi margt 'athyglis- vert í starfi sínu í Frakklandi. Ber þar einna hæst stefnumót hans með Peugeot, eiganda hinna risastóru vérksmiðja, sem bera nafn hans. Þjóðverjar neyddu Peugeot til að láta verksmiðjurn- ar framleiða hluta í þungavopn sín, t. d. skriðdreka og fallbyssur. „Ég geri mér það ljóst, hr. Peugeot, að þér eruð ekkert hrif- inn af því,” sagði Harry, ,,en hveis vegna ekki að stöðva þessa framleiðslu með því að sprengja verksmiðjurnar í loft upp?” Peugeot Svaraði með daufu brosi: „Þér verðið að skilja það,” kæri vinúr, „að ég, sem höfuð fjöl- skyldunnar, hlýt að sfeoða tilboð yðar með nokkrum kvíða.” „Ég geri mér það vel ljóst. En ef við getum ckki framkvæmt skemmdarverkið, verða gerðar loft árásir, og afleiðingar þeirra, eink- um gagnvart saklausu fólki, getum við ekki séð fyrir og enn síður haft þar nokkra hönd í bagga”. „Ég skil,” andvarpaði Peugeot. Hann veitti Síðan samþykki sitt og kom auk þess Harry í samband við baráttufúsa verkamenn í verk- Smiðjunum. Éyðileggingin tókst fullkomlega. ’ ' ■ ■ Eitt sinn lá við að illa færi. í ljós hafði komið, að maður að nafni Pierre Martin, Sem gengið hafði í hreyfinguna, var svikari. Margir höfðu verið sviknir og teknir höndum af Þjóðverjurti áð- ur en Harry fékk sannanir fyrir sakt Martins. Þeir fólagar, Harry og André, ákváðu því að drepa hann. Það mistókst þó fyrrgreind- an sumarmorgun, og munaði þó reyndar minnstu að þeir lentu sjálfir í greipum Gestapo, sem svikarinn hafði sett þeim til höf- uðs. Svikarinn var seinna skotinn í veitingastofu hótels í Besan- con. Harry varð um tíma að fara yfir landamærin til Sviss, en kom brátt aftur, og nú með ný, fölsk persónuskilriki — hann lézt vera úrsmiður — en bar áfram dulnefn- ið „Henri.” Erfiðieikamir fóru nú stöðugt vaxandi sökum síharðnandi bar- áttu Þjóðverja og aukins mann- falls í liði skemmdarverkamanna. Alvarlegasta áfallið var handtaka tveggja nýrra, brezkra erindreka, John Young og Diana Rowden, vegna uppljóstrunar þriðja erind- rekans, sem eftir handtöku og pín- ingar, byrjaði að vinna fyrir Þjóð- verja. Voru þau bæði tekin af lífi. SEX KÚLUR í SKROKKNUM. Við borð lá, að Harry hlyti sömu örlög. Dag einn, er hann fór á tiltekinn stefnumótsstað, beið hahs vopnáður Þjóðverji: Harry sýndi honum sin fölsku persónu- skilríki, reyndi að tala sig út úr klípunni, en Þjóðverjinn var ekki viss í sinni sök og beindi marg- hleypu stöðugt að maga Harrys. Þannig sátu þeir í meira en einn klukkutíma, þar sem Þjóðverjinn átti von á liðsauka. Brátt minnk- aði spennan, ög þeir tóku að ræða Saman, m. a. um stríðið og lira- gerð, og litlu seinna stakk Harry upp á því, að þeir reyndu að finna sér eitthvað að drekka. Þeir fundu flösku af víni og þegar Harry rétti Þjóðverjanum sneisafullt glas lét hann slag standa og réðist á liann. Hófst nú æðisleg barátta upp á líf og dauða, þeir veltust úm allt húsið í óblíðum faðmlög- úm og sex sinnum hléypti Þjóð- verjinn af byssu sinni en þegar ýfir lauk, lá hanrt á gólfinu ög bað sér gríða. Harry æddi út, þar sem hann gat búizt við þýzkum liðsauka á hverri stundu. Það var ekki fyrr en hann hafði henzt yfir margar girðingar og synt yfir tvær ár, að hann gaf því gaum, að föt hans voru ötuð blóði. Aðfrarnkominn dróst hann til húss, þar sem hann vissi að vina var von. Læknir var sóttur, og eftir að hafa rannsakað Harry Iauslega muldraði hann, sumpart með aðdáun „Les angl- ais, les anglais. . .” „Þessir Eng- lendingar . , . ” Aldrei fyrr í starfi sínu hafði hann reynt það, að maður gæti hlaupið sex kílómetra og synt yfir tvær ár með sex byssukúlur í skrokknum, þar af hafði ein farið í gegnum lunga og önnur saert hjartað. Félagar í neðanjarðar- hreyfingunni fluttu Harry, sem sífellt dró nú af, úr einum stað í annan, þar til að lokum tókst að koma honum yfir svissnesku landamærin, nær dauða en lífi- Að lokinni aðgerð á svissneskum spítala var honum smyglað yfir Frakkland til Spánar, þar sem hann heyrði um innrásinu í Nor- mandí, en frá Gíbraltar lá síðan leið hans heim til Englands. Og síðan hóf Harry Ree að nýjú starf sitt sem kennari í Kent. 178 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.