Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 14

Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 14
innlit Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður og eig- andi textílsmiðjunnar má mí mó er þekkt fyrir framleiðslu sína á fallegum og nytsamlegum hlutum og hún segir markmið sitt að hanna hluti sem endast vel og eldast fallega. Gulla á 3 syni, Mána, Mími og Móses, og bera herbergi þeirra þess merki að þeir hafi ákveðnar skoðanir á útliti þeirra upp að vissu marki en síðan treysti þeir mömmu sinni vel fyrir hinu. Börn eiga skilið fallega og góða hönnun Gulla sérþrykkir sængurföt fyrir fólk í þeim litum og munstrum sem það vill. Fólk getur komið með teikningar eftir börnin sín til hennar sem hún vinnur í tölvu fyrir saumavél og getur saumað myndirnar út í púða, sængurföt og rúmteppi svo eitthvað sé nefnt. Einnig saumar hún nöfn í sængurver og fleira. Hún hafði nýlokið við að sauma teikningar eftir yngsta son sinn, Móses, í sængurfötin hans og gardínurnar í herbergið þegar myndirnar voru teknar. „Börn eiga skilið sömu gæði á hlutunum og fullorðnir,“ segir Gulla. „Þau eiga skilið fallega og góða hönnun – þau læra að meta hvort tveggja ef þau alast upp við slíkt. Barn sem elst upp við að eiga fallegt herbergi á efalaust eftir að eiga fallegt heimili fyrir sína fjölskyldu síðar meir.“ Finnst þér barnaherbergi verða útundan þegar kemur að fallegum heimilum? „Almennt finnst mér fólk huga vel að barnaherbergjum og uppfylla kröfur barnanna varðandi tæki og tól ásamt því að þau séu vel búin húsgögnum. En alltaf má betur gera og gaman ef börnin hafa sjálf skoðanir og velja sjálf hluti inn í herbergin sín.“ Hafa þínir strákar áhuga og skoðanir á herbergjum sínum? „Mínir strákar hafa allir ákveðnar skoðanir á útliti herbergja sinna upp að vissu marki – en svo treysta þeir mömmu sinni vel fyrir hinu. En ég hef mjög gaman af þeirra skoðunum og er ánægð með að þeir hafi áhuga á útliti herbergjanna en stundum þarf aðeins að hliðra til svo að allt gangi fagurfæðilega vel upp.“ lifun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.