Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 32

Morgunblaðið - 27.08.2003, Page 32
innlit lifun útlit hússins áhrif en funkisstíll og einfaldleiki var eitthvað sem þau sáu fyrir sér að gæti flotið innandyra líka. Skandinavísk hönnun, hreinar og beinar línur, hentar húsinu og eins og Inga Bryndís segir: „Það er verið að halda í sál hússins þegar sami stíllinn er að innan og utan.“ Inga Bryndís og Birgir völdu hlyn í allar innréttingar og gólfefni. „Hlynur er hlýlegur, lifandi og náttúrulegur viður og okkur fannst hann passa vel við húsið og okkur á þessum tíma. Hann er líka klassískur og fellur vel að áhuga okkar á skandinavískri hönnun sem og verkum þýska hönnuðarins Günthers Lamberts.“ Hugmyndin að borðstofuborðinu er einmitt byggð á borði eftir Lambert en Inga Bryndís og Birgir létu smíða borðið úr hlyni. Sófaborð og náttborð er hönnun Ingu Bryndísar svo eitthvað sé nefnt sem og hönnun á öllum innréttingum. „Annars eru húsgögnin samtíningur víða að og það smáa er notað til að setja umgjörðina. Gler og sérstaklega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.