24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir Búist er við að umfjöllun RÚV af lands- byggðinni minnki frá og með haustinu þegar starfandi fréttamönnum á svæðisstöðvunum á Ísafirði fækkar úr tveimur í einn og á Egils- stöðum úr þremur í tvo vegna uppsagna sem tilkynntar voru fyrr í vikunni. Að auki verð- ur ekki ráðið í stað fréttamanns á Akureyri sem sagt hefur starfi sínu lausu. Of mikið starf fyrir eina manneskju Guðrúnu Sigurðardóttur, fréttamanni RÚV á Vestfjörðum, líst illa á breytingarnar. „Ein manneskja getur ekki borið þetta allt, við framleiðum efni fyrir útvarps- og sjón- varpsfréttir, vefinn, Morgunvaktina á Rás 2, Samfélagið í nærmynd og svo sendum við út svæðisútvarp fjóra daga í viku. Ég held að þessar uppsagnir séu mistök og grunar helst að leggja eigi svæðisútvarpið niður,“ segir hún. Svæðisútvarpið ekki lagt niður Á sömu skoðun er stjórn Fjórðungssam- bands Vestfirðinga sem mótmælti uppsögn- um og samdrætti RÚV á Ísafirði harðlega í gær. Segir í ályktun hennar, sem send var út- varpsstjóra og menntamálaráðherra, að svæðisútvarpið sé „mikilvægur þáttur í teng- ingu samfélaga á Vestfjörðum,“ hluti af ör- yggisbúnaði, auk þess sem hlutverk þess sé að gæta þess að innlend þjóðfélagsumræða „byggi á skoðunum allra íbúa landsins.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ekki eigi að leggja niður svæðisútvarpið eða aðra þætti í starfseminni. „Við erum að draga saman seglin á öllum sviðum og á svæð- isstöðvunum, eins og á öðrum stöðum starf- seminnar, verðum við bara að biðja fólk að hlaupa dálítið hraðar,“ segir hann. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Útvarpsins, segir augljóst að framleiðslan, sérstaklega á Ísafirði og Egilsstöðum, muni minnka tölu- vert. „ Það þarf að skoða hvort endurskipu- leggja þurfi starfsemi stöðvanna enn frekar og ég er að vinna að breytingum,“ segir hann og nefnir sem dæmi þann möguleika að fréttamenn verði færðir á milli starfsstöðva. thorakristin@24stundir.is Einum af tveimur fréttamönnum á Ísafirði og einum af þremur á Egilsstöðum sagt upp á RÚV Landsbyggðarfréttum fækkar hjá Ríkisútvarpinu Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is „Maður er hræddur – sér ekki mengunina en veit að hún er þarna,“ segir Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður VG. Kolbrún fór með umhverfisnefnd Norð- urlandaráðs á slóðir Tsjernobyl- kjarnorkuversins. „Við vildum skoða ummerki kjarnorkuslyssins til að læra af því því það er ekki spurning um hvort heldur hvenær annað verð- ur. Í rauninni er hörmulegt að sjá hvað maðurinn er máttlaus.“ „Það kom helst á óvart að svæðið væri ekki meiri eyðimörk. Allt svæðið er iðjagrænt en það er allt geislavirkt.“ Þrýst á kjarnorku Segja má að hópurinn hafi heimsótt svæðið vegna gróður- húsaáhrifanna. „Þjóðir heims þurfa að draga úr orkunotkun og notkun olíu og gass sem orkugjafa vegna þeirra gróðurhúsalofttegunda sem bruni þeirra losar,“ segir Kolbrún. „Þetta nýta kjarnorkufyrirtæki sér og hafa komið inn með miklu kappi til að vekja athygli á kjarn- orku sem umhverfisvænum orkugjafa. Þau ná jafnvel að höfða til yfirvalda í Hvíta-Rúss- landi, þrátt fyrir reynslu þeirra af Tsjernobyl.“ Iðjagrænt en baneitrað  Náttúran hefur tekið yfir Tsjernobyl-svæðið en geislamengun umlykur allt  Kolbrún Halldórsdóttir sótti svæðið heim Steinsnar Kolbrún fór eins nálægt kjarnorkuverinu og óhætt er talið. ➤ Kjarnakljúfur númer 4 íTsjernobyl sprakk 26. apríl 1986. ➤ Svæðið í 30 kílómetra radíusfrá kjarnorkuverinu er lokað almennri umferð. TSJERNOBYL-SLYSIÐ Greiningardeild Ríkislögreglu- stjóra, undir forystu Ásgeirs Karls- sonar, segir umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hafa aukist umtals- vert hér á landi undanfarið ár. Þetta kemur fram í nýju hættumati greiningardeildarinnar sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í gær en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hættumat er kynnt fyrir ríkisstjórn. Í skýrslunni kemur fram að lítil hætta sé á hryðjuverkum hér á landi en full ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af vaxandi umsvifum erlendra glæpamanna. Tekið er fram að íslenskir glæpa- menn séu einnig umsvifamiklir í skipulagðri glæpastarfsemi og starfi í mörgum tilvikum með er- lendum glæpasamtökum. Í skýrslunni segir einnig að lög- reglan geti ekki rannsakað vísbend- ingar um ferðir hryðjuverkamanna hingað til lands með sama hætti og lögreglulið á Norðurlöndum þar sem lög heimili það ekki. Er þar átt við forvirkar rannsóknarheimildir þar sem upplýsingum er safnað saman um einstaklinga eða félög sem á einhvern hátt eru talin geta tengst hryðjuverkastarfsemi. Þetta er sagt gera það að verkum að aðferðir lögreglu hér til að fyr- irbyggja hryðjuverk, eða dvöl hryðjuverkamanna hér á landi, séu takmarkaðar og því ekki saman- burðarhæfar við aðferðir lögreglu- liða á Norðurlöndum. mh Erlendir glæpahópar í auknum mæli á Íslandi Umsvifin aukist Fjórir skólar urðu að tveimur í gær þegar sameiningar Fjöl- tækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík annars vegar, og Kennaraháskóla Íslands og Há- skóla Íslands hins vegar, tóku gildi við hátíðlegar athafnir. Við fyrri sameininguna verður til stærsti framhaldsskóli landsins, sem ber nafnið Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins. Er hann einkarekinn og rekstrarfélagið í eigu Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðar- ins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík. Auk sameiningar háskólanna tveggja tók nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands gildi í gær og fellur Kennaraháskóli Ís- lands framvegis undir mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, eitt fimm sviða skólans. Hin heita fé- lagsvísindasvið, hugvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið og verk- fræði- og náttúruvísindasvið. þkþ Tveir skólar í stað fjögurra Hressing í bolla frá Knorr RV U n iq u e 06 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukið öryggi á vinnustað 3M gluggafilmurfyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RVsjá um uppsetningu Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp. Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-15. Vaxtalaus lán til allt að 12 mán. Gardínur og gardínustangir í miklu úrvali AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Hvað ætlar þú að gera í dag?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.