24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
flugfelag.is
Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt.
Sækjum og sendum
– hratt og örugglega
á hagstæðu verði.
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
Til/frá Reykjavík
Akureyri 8-12 ferðir á dag
Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag
Ísafjörður 2-3 ferðir á dag
Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag
VÍÐA UM HEIM
Algarve 26
Amsterdam 25
Alicante 30
Barcelona 29
Berlín 25
Las Palmas 28
Dublin 15
Frankfurt 28
Glasgow 17
Brussel 25
Hamborg 23
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 18
London 26
Madrid 34
Mílanó 29
Montreal 19
Lúxemborg 26
New York 24
Nuuk 6
Orlando 23
Osló 21
Genf 29
París 28
Mallorca 30
Stokkhólmur 23
Þórshöfn 11
Norðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu í dag
með vætu sunnan- og austantil, en úrkomu-
lítið norðanlands. Hlýnar í veðri, hiti 12 til 20
stig, hlýjast vestantil.
VEÐRIÐ Í DAG
11
11
9
7 9
Hiti tólf til tuttugu stig
Austan 8-13 m/s og víða rigning eða súld
sunnan- og austanlands, annars þurrt og
bjart á köflum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norð-
anlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
11
12
10
8 11
Hiti tíu til tuttugu stig
Jóhannes Jónsson, gjarnan kenndur við Bón-
us, er ásamt lögfræðingum sínum að vinna að
kæru á hendur ríkislögreglustjóra vegna Baugs-
málsins svokallaða. Hann mun afhenda kæruna
síðar í þessum mánuði.
„Ég ætla að sækja rétt minn gegn þessum háu
herrum,“ segir Jóhannes. „Ég er ósáttur við
embættisfærslur ríkislögreglustjóra, og eins
framkomu dómsmálaráðherra á meðan á mál-
inu hefur staðið. Og náttúrulega óánægður með
yfirmann ákæruvaldsins hjá ríkislögreglu-
stjóra.“
Jóhannes segist annars vegar fara fram á
skaðabætur, og hins vegar að embættisfærslur
þeirra sem komu að Baugsmálinu verði skoð-
aðar ofan í kjölinn.
Aðspurður hvort upphæð þeirra bóta sem
hann fer fram á sé komin á hreint, segir hann
svo ekki vera. „Það er verið að vinna að þessu
fyrir mig, og kemur fram síðar í þessum mán-
uði. Þá skýrist þetta allt saman. En eins og ég hef
margoft tekið fram muna skaðabætur, ef mér
verða dæmdar þær, ganga til góðra verkefna í
þjóðfélaginu. Ég mun ekki taka þær til mín.“
Um góðgerða- og styrktarmál af einhverju tagi
verði að ræða.
Spennufall að loknum dómi
Jóhannes segist hafa orðið fyrir ákveðnu
spennufalli eftir úrskurð Hæstaréttar í Baugs-
málinu fyrir tæpum mánuði, en segja má að
með því hafi málinu lokið. „En málinu er alls
ekki lokið af minni hálfu. Ég mun reyna að sjá
til þess að komið verði í veg fyrir að embættis-
færslur sem þessar eigi sér stað aftur.“
Jóhannes Jónsson hafði stöðu sakbornings í
fyrri hluti Baugsmálsins – ekki þeim hluta sem
lauk í síðasta mánuði. Ákæruliðum gegn hon-
um var ýmist vísað frá eða hann sýknaður.
hlynur@24stundir.is
Jóhannes Jónsson í Bónus undirbýr kæru vegna Baugsmálsins
Kærir ríkislögreglustjóra í mánuðinum
Ósáttur Jóhannes er ósáttur við
embættisfærslur við Baugsmálið.
Frá og með gærdeginum sleppa
þeir sem kaupa sína fyrstu fasteign
við að greiða stimpilgjaldið af lán-
inu því þá tóku gildi lög um afnám
stimpilgjalda sem samþykkt voru á
Alþingi í maílok á þessu ári. Er von
á að fasteignamarkaðurinn glæðist
eitthvað í kjölfarið þó að umdeilt sé
hve mikil áhrifin verða.
Samkvæmt lögunum fá allir fyrstu
íbúðarkaupendur stimpilgjöldin
afnumin en ef annað hjóna hefur
átt fasteign áður fellur aðeins helmingur gjaldsins niður. Þá er nóg að
hafa aðeins átt hluta af fasteign til að missa réttinn.
Ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum hver réttur þeirra er
sem aðeins hafa átt fasteign erlendis en haft var eftir Árna M. Mathie-
sen fjármálaráðherra hér í blaðinu hinn 31. maí síðastliðinn að slíkir
einstaklingar yrðu skilgreindir sem fyrstu íbúðar kaupendur þar sem
þeir hafi ekki nýtt réttinn áður. þkþ
Stimpilgjöldin afnumin
Sigurbjörn V. Eggertsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn segist ekki
muna eftir skemmdaverkum í lík-
ingum við þau í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum sem sagt var frá
í gær. Hann segist ekki geta sagt til
um hvort skemmdarvargarnir hafi
ætlað sér að valda slysum. „En það
bendir margt til þess.“ hos
Man ekki eftir
öðru eins máli
Búist er við því að borgarstjórinn
í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon,
taki ákvörðun um ráðningu
mannréttindastjóra Reykjavík-
urborgar fyrir vikulok Þetta segir
Hallur Páll Jónsson mannauðs-
stjóri borgarinnar.
Að sögn Halls Páls voru umsækj-
endur um stöðuna 23 talsins.
Staðan var auglýst laus til um-
sóknar hinn 6. maí, eftir að þá-
verandi mannréttindastjóri, Þór-
hildur Líndal lét af störfum, og
rann umsóknarfresturinn út hinn
26. sama mánaðar. Hallur Páll
segir þennan tíma ekki óeðlilegan
til ráðningarinnar. ejg
Mannréttindastjóri ráðinn í vikulok
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Grunur leikur á að mennirnir sem
ollu hættulegum skemmdum á
fallturni Fjölskyldu- og húsdýra-
garðsins, hafi gangið berserksgang
á Náttúrutónleikum í Laugardal
um síðustu helgi.
„Í kjölfar fréttarinnar í 24
stundum sagði starfsmaður mér að
lýsingin á skemmdarvörgunum
bendi til þess að hinir sömu hafi
ógnað starfsfólki á tónleikunum og
reynt að velta bílum,“ segir Tómas
Óskar Guðjónsson, forstöðumað-
ur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Starfsmaðurinn hafi ekki kann-
ast við mennina.
Pálmar Ragnarsson var verk-
stjóri á svæðinu þegar upp um
skemmdarverkin komst, en eins og
fram kom í 24 stundum í gær var
sprautað úr slökkviliðstæki í olíu-
tank fallturnsins, og gengið frá
honum aftur þannig að starfsmenn
urðu þess ekki varir fyrr en gangur
tækisins varð óeðlilegur. Hann
segir starfsmenn hafa tekið eftir
því að stólar turnsins sem gestirnir
sitja í voru farnir að síga neðar en
eðlilegt er, sem endaði með að þeir
lentu á öryggisbúnaði sem stoppar
fallið ef illa fer.
Pálmar tekur þó fram að vegna
varaöryggisbúnaðar hafi hægst á
fallinu áður en sætin lentu á stopp-
aranum. „Ég veit ekki hvort þetta
séu bara vitleysingar að fíflast, eða
hvort þeir voru virkilega að reyna
að slasa fólk,“ segir Pálmar. Hann
segir ávallt tvo starfsmenn vera
staðsetta við turninn sem fylgjast
með gangi hans. Þá sé turninn
prufukeyrður án farþega á hverj-
um morgni.
Reyndu að virka svalir
Eins og fram kom í gær kom
næturvörður stuttu síðar að sömu
mönnum, þar sem þeir voru að
gera sig tilbúna til að endurtaka
leikinn.
„Þeir ætluðu fyrst að vera svalir
og buðu bara gott kvöld,“ segir
næturvörðurinn. „En af því að ég
hafði heyrt um það sem gerðist áð-
ur tók ég upp símann til að hringja
í lögregluna, og þá flúðu þeir.“
Hann vonast til að geta borið
kennsl á mennina aftur.
Tómas segir ekki standa til að
bæta öryggisgæslu sérstaklega
vegna atviksins, enda sé hún við-
unandi.
Gengu berserks-
gang í Laugardal
Menn sem grunaðir eru um að hafa skemmt fallturninn hótuðu
starfsmönnum á Náttúrutónleikum í Laugardal
Verkstjórinn Pálmi og
aðrir starfsmenn garðs-
ins tóku eftir undarlegum
gangi tækisins.
➤ Aðfaranótt 18. júní var átt viðolíutank fallturnsins, sem
hefði getað valdið slysum.
➤ Á Náttúrutónleikunum genguþrír menn berserksgang og
reyndu að velta bílum.
GRUNA SÖMU MENNINA
STUTT
● Kvóti ákveðinn Þorskvóti á
næsta fiskveiðiári, 2008 til
2009, verður 130 þúsund tonn
eins og á yfirstandandi fisk-
veiðiári. Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra tók
ákvörðun um þetta í gær að
teknu tilliti til ráðgjafar Haf-
rannsóknarstofnunar (Hafró).
Tillaga Hafró gerði ráð fyrir
124 þúsund tonna kvóta af
þorski. Kvóti í öðrum teg-
undum er í flestum tilfellum
meiri en Hafró hafði gert að til-
lögu. Kvóti í ufsa er 65 þúsund
tonn en Hafró lagði til 50 þús-
und tonn. Síldarkvóti nemur
150 þúsund tonnum. Kvóti til
ýsuveiða verður 93 þúsund
tonn.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Lögregla í Sydney hefur hótað
að handtaka alla þá sem deila
út smokkum og bæklingum
með upplýsingum um fóstur-
eyðingar og réttindi samkyn-
hneigða þegar Benedikt 16.
páfi heimsækir Ástralíu um
miðjan mánuðinn í tilefni af
Alþjóðadegi ungmenna. Fjöldi
hópa hafa boðað aðgerðir í til-
efni af heimsókn páfa. aí
Bannað að trufla páfa
Engir smokkar
SKONDIÐ