24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir Bútönskum þingmönnum hefur verið bannað að taka fartölvur með sér inn í þing- sal, vegna ósiðs margra þeirra að dunda sér í tölvuleikjum. Nima Tshering, forseti þings- ins, segir fartölvurnar valda mikilli truflun á meðan á þingfundum stendur. „Ég hef séð marga þingmenn spila tölvuleiki á sama tíma og aðrir ræða alvarleg málefni.“ Þingmenn hafa sjálfir hafnað ásökunum þingforsetans. aí Tölvuleikjafíkn í Bútan Engar fartölvur í þingsal STUTT ● Afsögn Bruno Cuche, yf- irmaður franska heraflans, hef- ur sagt af sér vegna atviks er varð á hersýningu í Carcas- sonne á sunnudagskvöld, þar se, hermaður skaut blýskotum úr byssu sinni í stað púðurskota og særði fjölda fólks. ● Landamæri Ísraelar lokuðu í gær landamærum sínum að Gasa fyrir allri umferð nema umferð gangandi vegfarenda, í kjölfar flugskeytaárása her- skárra Palestínumanna yfir landamærin á mánudaginn. ● Verkfall Mikil röskun varð á flugi í Þýskalandi í gær þegar um 4.500 starfsmenn flug- félagsins Lufthansa gerðu hlé á störfum sínum í nokkra tíma. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Lech Kaczynski Póllandsforseti segist ekki ætla að staðfesta Lissa- bon-sáttmála Evrópusambandsins þar sem Írar hafi hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Kaczynski sagði það merkingar- laust að staðfesta sáttmálann þó að pólska þingið hafi nú þegar sam- þykkt hann, en samþykki allra að- ildarríkja þarf til að sáttmálinn öðl- ist gildi. Evrópumenn að missa trúna Ummælin þykja mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en Frakkar tóku í gær við forystu í ESB úr höndum Slóvena. Sarkozy sagði í sjónvarpsviðtali að eitthvað væri ekki líkt og það ætti að vera innan ESB og varaði jafnframt við að íbúar álfunnar kynnu að vera að missa trú sína á sambandið. Íbúar álfunnar veltu nú fyrir sér hvort þjóðþingin væru ekki betur í stakk búin að tryggja hag þeirra í stað fulltrúa ESB. Sar- kozy sagði þó slíkan hugsanagang vera skref aftur á bak. Kemur ekki á óvart Fréttaritari BBC í Póllandi segir að orð Kaczynski þurfi ekki að koma á óvart, en forsetinn hefur lengi talað gegn Lissabon-sáttmál- anum og nánara samstarfi Evrópu- ríkja. Líklegt sé að hann vilji við- halda núgildandi kerfi eins lengi og mögulegt er, þar sem núverandi at- kvæðavægi Pólverja væri ekki í eðlilegu hlutfalli við íbúafjölda og mun meira samanborið við önnur ríki. Kaczynski sagði í viðtali við pólska dagblaðið Dziennik að ESB væri þó enn starfhæft og að svo yrði áfram. „Vissulega er staðan ekki fullkomin, en svona flókin smíð getur ekki orðið fullkomin.“ Segja sáttmálann dauðan Með ummælum sínum hefur pólski forsetinn slegist í hóp Vaclav Klaus Tékklandsforseta og fjölda þingmanna í álfunni sem höfðu áður lýst yfir andstöðu við sáttmál- ann, sagt hann dauðan og að stöðva þyrfti staðfestingaferlið. Horst Köhler, forseti Þýskalands, hefur einnig frestað staðfestingu sáttmálans, en hann bíður nú úr- skurðar hæstaréttar landsins varð- andi lagalega þætti tengda sáttmál- anum. Erfið viðfangsefni Frakklandsstjórn hefur sagt að þeir muni leggja sérstaka áherslu á innflytjendamál, umhverfismál, landbúnaðarmál og varnarmál þann tíma sem þeir eru í forystu sambandsins næsta hálfa árið. Helsta verkefnið verður þó að halda lífi í Lissabon-sáttmálanum og finna leiðir til að koma ESB út úr þeirri kreppu sem það er í. Evrópumenn að missa trúna á ESB?  Kaczynski Póllandsforseti segir það merkingarlaust að staðfesta Lissabon-sáttmálann Vandi Sarkozy þarf að finna leiðir til að ná ESB út úr þeirri kreppu sem það er í. LISSABON-SÁTTMÁLINN ➤ Sáttmálanum er ætlað aðkoma í stað stjórnarskrá ESB sem var hafnað 2005. ➤ Honum er meðal annars ætl-að að einfalda ákvarð- anatökuferli innan ESB auk þess að koma á embætti for- seta og utanríkisráðherra sambandsins. ➤ Írar höfnuðu sáttmálanum íþjóðaratkvæði 12. júní. Bill Burton, talsmaður Baracks Obama, forsetaefnis bandarískra demókrata, hefur greint frá því að Obama og Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafi rætt saman í tuttugu mínútur í síma á mánu- daginn og átt stórkostlegt samtal. Þetta mun vera fyrsta samtal þeirra frá því Hillary Rodham Clinton lýsti sig sigraða í baráttu sinni fyrir því að verða forsetaefni demókrata. Burton segir Obama hafa hringt í Clinton og að það sé honum mik- ill heiður að njóta stuðnings hans. „Hann hefur alltaf litið á Bill Clin- ton sem einn helsta leiðtoga þjóð- arinnar og einn mesta hugsuð hennar og hlakkar til að fá hann til liðs við kosningabaráttu sína og þiggja ráðleggingar hans.“ mbl.is Bandarískir demókratar snúa bökum saman Bill Clinton sættist við Barack Obama Að minnsta kosti 45 erlendir her- menn létust í Afganistan í síðasta mánuði og hefur mannfallið ekki verið meira í einum mán- uði frá falli stjórnar talíb- ana 2001. Annan mán- uðinn í röð létust fleiri erlendir her- menn í Afganistan en í Írak. Rúmlega 40 prósent þeirra 122 erlendra hermanna sem hafa lát- ist í Afganistan það sem af er ári létust í síðasta mánuði. Talsmaður herliðsins segir nauð- synlegt að líta til þess að fjölgun hafi orðið í herliðinu í Afganistan og að sóknin gegn uppreisn- armönnum talíbana hafi verið hert til muna að undanförnu. aí Óöldin í Afganistan Mannfall það mesta frá 2001 Dómsmálaráðherra Portúgal seg- ir ekki rétt að rannsókn á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann hafi verið hætt. Fjöl- miðlar sögðu í gær að rannsókn- inni hafi verið hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Ráðherrann sagði lögreglu hafa skilað lokaskýrslu en að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort rannsókninni skuli hætt. Madeleine hvarf úr hótelherbergi fjölskyldu sinnar í Praia da Luz í byrjun maí á síðasta ári. aí Mál Madeleine McCann Rannsókninni ekki hætt HEYRNARÞJÓNUSTA Við bjóðum fullkomnustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11. 201 Kópavogur. Sími 534 9600. netf: heyrn@heyrn.is * Hágæða heyrnartæki með vindvörn * Fyrstu hlaðanlegu heyrnartækin * Einföld og þægileg í notkun Tímapantanir í síma 534-9600 * Heyrnarþjónusta * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Azure er nýjasta og háþróaðasta heyrnartæki sem ReSound framleiðir. Hugmyndin að baki Azure heyrnartækinu er að heyrn með því verði eins eðlileg og frekast er unnt. Kristaltær tónn án takmarkana og ama fyrir notandann - rétt eins og hann á að vera. Azure flokkar ekki það sem notandinn fær að heyra og takmörkuð stærð tölvuforrita afmarkar ekki hljóðvinnslu þess. Nánari upplýsingar á www.heyrn.is AZURE EFLIR HEYRN Á EÐLILEGAN HÁTT Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.