24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 25
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Sýning á verkum myndlistar-
mannsins Guðmundar Ármanns
Sigurjónssonar verður opnuð í
Listasafninu á Akureyri næstkom-
andi laugardag, þann 5. júlí. Á sýn-
ingunni verða nýleg verk í bland við
eldri en Guðmundur vill þó ekki
meina að um eiginlega yfirlitssýn-
ingu sé að ræða. „Nýjustu verkin
eru frá 2007 og 2008 en aðaláhersla
verður á síðustu námsárin mín í
Svíþjóð og svo fyrstu árin mín eftir
að ég kom heim til Íslands og flutti
til Akureyrar,“ segir hann, en hann
er borinn og barnfæddur Reykvík-
ingur.
Herstöðvarandstæðingur
„Svo fór ég í myndlistarnám í
Svíþjóð árið 1967 og tók þátt í stúd-
entauppreisninni þar og var gagn-
tekinn af óhugnaði Víetnamstríðs-
ins eins og aðrir. Málverkin mín frá
þessum tíma bera þess glögglega
merki og sömu sögu er að segja af
verkunum sem ég gerði fyrst eftir
að ég kom aftur til Íslands. Ég var
mikill herstöðvarandstæðingur og
málaði til dæmis ameríska herinn
svífandi yfir Þingvöllum.“
En svona samfélagslegt myndefni
átti ekki alltaf upp á pallborðið á Ís-
landi. „Ég var á því að myndlistin
ætti að þjóna fólkinu en fékk á mig
gagnrýni fyrir að þjóna fagurfræð-
inni ekki nægilega eins og margir
töldu að væri hlutverk myndlistar-
manna. Satt að segja var ég í hálf-
gerðu tómarúmi að ætla að halda
áfram að gera pólitískar myndir,
sem mun minni jarðvegur var fyrir
hér heldur en í Svíþjóð.“
Stúderaði fugla
„Ég áttaði mig smám saman á því
að sennilega væri það alveg rétt að
ég þyrfti að sinna fagurfræðinni líka
og fór því að stúdera fugla, skeljar
og ýmislegt fleira, án þess þó að ég
væri endilega að líkja nákvæmlega
eftir þeim heldur var ég að velta fyr-
ir mér formunum og mála hálfabst-
raktmyndir,“ segir Guðmundur.
Hann er þó enn á þeirri skoðun að
listin eigi að þjóna fólkinu.
„Ég lít svo á að samfélagið og tíð-
arandinn speglist í myndlistinni og
er ánægður með margt af því unga
listafólki sem fjallar um málefni
eins og náttúruvernd í sinni sköp-
un.“
Eftir að Guðmundur lauk námi
var hann ráðinn sem myndlistar-
kennari á Akureyri. „Það þótti óðs
manns æði fyrir menntaðan mynd-
listarmann að vera að flytja til Ak-
ureyrar á þeim tíma og líktist því
kannski einna helst að flytja út í
einhverja eyðimörk. Kollegar mínir
gerðu sumir grín að mér fyrir þessa
ákvörðun mína og einhverjir þeirra
bentu mér á að þeir hefðu reynt að
halda sýningar þar en að enginn
hafi mætt,“ segir hann.
Vildi menningarmiðstöð
Guðmundur Ármann á ekki svo
lítinn þátt í því, enda var hann einn
af stofnendum Myndlistarskólans á
Akureyri og Gilfélagsins. „Þannig
var að fyrir kosningarnar árið 1989
hélt ég smá erindi á fundi Alþýðu-
bandalagsins um mikilvægi þess að
hér yrði komið upp veglegri menn-
ingarmiðstöð. Á þessum tíma var
gilið, sem hét þá Kaupfélagsgilið,
tómt og menn voru farnir að kalla
það Draugagilið. Ég gerði teikningu
og skrifaði smá hugleiðingu um
hvort ekki væri gaman að breyta
þessu gili í lifandi menningarmið-
stöð og það féll í svo góðan jarðveg
að þetta varð að kosningamáli hjá
flokknum. Breiður hópur lista-
manna úr ýmsum áttum stofnaði
svo listagilið með hjálp Þrastar Ás-
mundssonar, formanns menning-
armálanefndar Akureyrar sem og
annarra í bæjarstjórn.“
Sýning á verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar á Akureyri
Tíðarandinn
speglast í listinni
Verk Guðmundar Ár-
manns Sigurjónssonar
verða til sýnis í Listasafn-
inu á Akureyri frá og með
næsta laugardegi.
Guðmundur Ármann
Við uppsetningu sýning-
arinnar í Listasafninu.
➤ Í tengslum við sýningunaverður gefin út bók um Guð-
mund Ármann.
➤ Í hana skrifa Hannes Sigurðs-son, forstöðumaður Lista-
safnsins á Akureyri, banda-
ríski listfræðingurinn Shauna
Laurel Jones og heimspek-
ingurinn Kristján Krist-
jánsson.
SÝNINGIN
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 25
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 2. júlí 2008
Vopnaglamur verður alls-
ráðandi hjá víkingunum á
Miklatúni í sumar.
» Meira í Morgunblaðinu
Víkingaherinn
Katrín Þóra Víðisdóttir og
Erla Björk Pálmadóttir verða
fyrsta samkynhneigða parið
sem er vígt í staðfesta sam-
vist í íslenskri kirkju. Vígsl-
an fer fram í Miðfirði.
»Meira í Morgunblaðinu
Vígðar í hjónaband
RottenTomatoes.com
hefur valið 25 mestu
hörkukvendi bíómyndanna.
»Meira í Morgunblaðinu
Harðhausa fljóð
Fasteignafélagið Landic
Properties breiðir úr sér.
» Meira í Morgunblaðinu
Hver á Kvosina?
Sýning á ljósmyndum Berg-
lindar Björnsdóttur opnar í gall-
eríinu Fótógrafí við Skólavörðustíg
næstkomandi laugardag klukkan
17. Sýningin heitir Mistur og sam-
anstendur af myndum af trjám og
gróðri sem stækkaðar eru á álplöt-
ur. Myndirnar eru afrakstur til-
raunar ljósmyndarans til að nýta
ónýtar filmur. „Þannig var að ég
var búin að taka myndir á þessar
filmur en af einhverjum ástæðum
eyðilögðust þær. Þegar ég skoðaði
þær fyrst virtust þær vera alveg
glærar en það mótaði þó fyrir ein-
hverjum formum. Ég prófaði því
að skanna þær inn og útkoman var
þessi og ég var ánægð með hana.
Það má því segja að myndirnar hafi
orðið svona alveg óvart. En í ljósi
þess að ég var að nota gamlar 800
ASA filmur sem voru útrunnar get
ég í raun ekki endurtekið þetta og
notað sömu aðferð aftur,“ segir
Berglind.
Hún lauk BA-gráðu í ljósmynd-
un frá Arizona State University-
School of Art. Hún nam einnig
kvikmyndagerð við Kvikmynda-
skóla Íslands veturinn 2004 til
2005. Hún hefur haldið nokkrar
einkasýningar síðastliðin ár og tek-
ið þátt í samsýningum á Íslandi
sem og erlendis.
Sýningin í Fótógrafí stendur til
2. ágúst.
Mistur í Fótógrafí
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is menning