24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 32
fjölskylduna,“ segir Birgir Olgeirs-
son, skipuleggjandi hátíðarinnar.
„Ungir sem gamlir fíla allir
Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds,
og svo verða Túpilakarnir með lög
á borð við „Brennið þið hálfvitar“,
en söngvari sveitarinnar er einmitt
forsöngvari Ljótu hálfvitanna. Þá
eru vestfirsku atriðin vegleg að
þessu sinni og má þar nefna Elínu-
Sveinsdóttur, Eyrúnu Arnars-
dóttur, hljómsveitina the Rim-
brandts og Mysterious Mörtu.
Þá verða hoppukastalar fyrir
yngstu kynslóðina, Go-kart fyrir
alla með þunga bensínfætur, happ-
drætti, trúðar og margt fleira, en
kynnir er stórleikarinn og Bolvík-
ingurinn Pálmi Gestsson.
traustis@24stundir.is
„Lagið heitir Náttúra og fjallar
um náttúruna í manninum, sem
enn er ekki friðuð, sem betur fer,“
segir Björn Jörundur Friðbjörns-
son, höfundur texta nýs lags Nýd-
anskrar, sem treður upp á Mark-
aðsdegi Bolvíkinga á laugardaginn.
Sækir í samtímann
Þar mun Nýdönsk frumflytja
lagið, en Björn segist innblásinn af
atburðum líðandi stundar, en síð-
asta lag þeirra fjallaði einmitt um
verðbólguna. „Þetta er líka svona
samtímabrandari. Manni liggur
mikið á hjarta þessa dagana. En
lagið ætti að vera klárt fyrir helgi
og líklega verða Víkarar fyrstir til
að heyra smellinn, sem er naut-
sterkt popplag, klassískur Nýd-
anskrar-smellur af bestu gerð.“
Ár og dagar eru síðan sveitin
heimsótti Bolungarvík, um 10-15
ár að sögn Jóns Ólafssonar, píanó-
og hljóðgervlaleikara. „Við spilum
alls staðar þar sem einhver vill
hlusta. En það er ansi langt síðan
við fórum þangað síðast. Við verð-
um á Írskum dögum á Skaganum á
föstudaginn, en verðum á Mark-
aðsdeginum á laugardaginn og
hlökkum mikið til, enda mikið um
að vera skilst mér,“ segir Jón.
Eitthvað fyrir alla
„Á Markaðsdeginum geta allir
keypt sér bás og selt vörur sínar,
hvort sem það er gamalt dót úr bíl-
skúrnum, eða dýrindis tertur. Auk
þess eru skemmtiatriði fyrir alla
Hljómsveitin Nýdönsk á ferð og flugi um helgina
Líf og Fjör Frá Markaðsdeginum í fyrra, þegar Hara-systur léku fyrir dansi.
Frumflytja nýjan sumarsmell fyrir Bolvíkinga
Mynd/Reynir Skarsgård
32 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
Útsalan
er hafin
40% afsláttur
Laugavegi 51 - sími 552 2201
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Grínleikarinn Eddie Murphy
hugleiðir um þessar mundir að
hætta alfarið kvikmyndaleik og
snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég
hef gert nærri 50 myndir og stund-
um velti ég fyrir mér, af hverju er ég
í kvikmyndum,“ sagði Murphy í
viðtali við bandaríska fjölmiðla á
dögunum.
Ferill Murphys hefur dalað veru-
lega á síðastliðnum árum en hann
hefur leikið í hverri hörmung-
armyndinni á fætur annarri.
Murphy sagði að hann hefði hug á
því að snúa aftur til upphafs ferils
síns, það er að segja uppistandsins.
„Ég er búinn að fá nóg af þessum
hluta lífs míns. Ég ætla að snúa aft-
ur á sviðið og vera með uppistand,“
bætti leikarinn við. Aðdáendur
leikarans ættu að gleðjast mikið við
þessar fregnir því Murphy sló
hressilega í gegn með uppistandi
sínu en margir segja að Raw, uppi-
standsmynd hans, sé með bestu
uppistandsmyndum sögunnar.
Ef Eddie Murphy segir skilið við
kvikmyndabransann hefur það
slæm áhrif á framleiðslu mynd-
arinnar Beverly Hills Cop 4 sem
Murphy var sterklega orðaður við.
Hann sagði þó að það kæmi ekki til
greina. „Það er ekki tímabært að
gera myndina,“ sagði Murphy að
lokum. vij
Eddie Murphy á krossgötum
FÓLK
24@24stundir.is a
Lagið ætti að verða klárt fyrir helgi og
líklega verða Víkarar fyrstir til að heyra
smellinn, sem er nautsterkt popplag
fréttir
MYNDASÖGUR
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
Bizzaró
ÉG ER EKKI MIKIÐ FYRIR
AÐ KVARTA... EN ÉG GET
EKKI SOFIP FYRIR
BIRTUNNI FRÁ ÞESSUM
GEISLABAUG, OG ÞEGAR
MÉR TEKST LOKSINS AÐ
SOFNA ÞÁ VELTI ÉG MÉR
YFIR Á ÞESS ENDEMIS
VÆNGI!
Í SÍÐASTA SKIPT I . . .
VI LTU GJÖRA SVO VEL AÐ FARA
ÚT MEÐ RUSLIÐ!?!
KV, ÞÍN ÁSTKÆRA EIGINKONA
P.S. HAFÐU ÞAÐ
GOTT Í VINNUNNI