24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir fyrrverandi forsætisráðherra. Mik- ið sjálfstæðisfólk. Þorsteinn hafði einu sinni á orði við mig að ömmu sinni, sem bjó lengi ein eftir lát eig- inmannsins, að henni hefði ekki þótt kaupandinn á réttu róli í póli- tík. Erfingjar þeirra hjóna skildu líka eftir hvítan borða með áletr- uninni X-D en af einhverjum ástæðum hefur hann nú glatast. “ Súpa í garðinum í mars Guðrún segir frá því að hún sitji úti í garði um leið og það byrji að hlýna og það hafi hún alltaf gert. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Garður Guðrúnar er ægifagur og vel gróinn af fjölda fjölærra blóma og plantna. Í miðju garðsins stendur fagurt gullregn og gamalt og stæðilegt reynitré. Þá má líta þar fagrar bóndarósir, jarðarberjarunna, valmúa og fal- leg afdrep með borðum og stól- um sem hún hefur listilega útbúið. Það er ljóst að í garð- inum má sitja flestum stundum. Vinstri grænir fingur „Ég hef alltaf verið með græna fingur,“ segir Guðrún um rækt- arsemina í sér og segist muna eftir sér lítilli að rífa njóla úr garði foreldra sinna. „Ann- aðhvort hefur fólk þetta í sér eða ekki,“ bætir hún við. „Sumir eru lagnir í að hafa fínt inni hjá sér, öðrum er það fyrirmunað, þannig er það líka með garð- yrkjuna. Sumum er þetta gefið og mér er það svo sannarlega, skil ekkert í því af hverju Vinstri grænir vildu mig ekki á sínum tíma,“ bætir hún við og hlær. „Garðræktina hér mætti kalla frúarleikfimi mína,“ segir Guð- rún enda er hún við garðvinnu öllum stundum. „Ég hófst handa um leið og ég flutti hing- að árið 1983. Þá hafði um árabil búið hér gömul kona, einsömul og lítið ráðið við garðverkin. En húsið byggðu árið1937 sæmd- arhjónin Þorsteinn og Ásta, afi og amma Þorsteins Pálssonar, „Nágrannar mínir gátu hneyksl- ast á þessum kommúnista sem henti börnunum út í garð í mars til að skenkja þeim súpu strax og snjóa leysti,“ segir hún. Aðspurð um hvort garðvinnan taki nokkuð frá henni dýrmætan tíma til skrifa segir hún svo alls ekki vera. „Ég hef ekki frið í mér til að skrifa ef það er ekki fínt hjá mér, en þegar það er fínt, bæði úti og inni, þá gengur allt saman vel. Nú er ég að bjástra við bók sem kemur vonandi út í haust.“ 24stundir/Golli Súpu skenkt í garðinum um leið og snjóa leysir Hef reynt að rækta garðinn minn Guðrún Helgadóttir rithöfundur nýtur hverrar lausrar stund- ar í garði sínum við Túngötuna í Reykja- vík. Þangað sækja barnabörnin hennar tólf hana heim þar sem hún dekstrar við þau af alkunnri hjarta- hlýju. Ægifagur garður á Tún- götunni Guðrún Helgadótt- ir rithöfundur unir sér vel við garðvinnuna. Gullregnið Stæðilegt tré og litafegurð blóma. Já, hvers vegna vildu þeir hana ekki hjá Vinstri grænum? Spyr Guðrún í gamni. HEIMILI OG HÖNNUN Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Á sumrin getur verið góð til- breyting að bjóða upp á kalda og ferska súpu með grill- matnum. Vatnsmelónu- gazpacho er tilvalin með grill- uðum kjúkling. Setjið 5 bolla af vatnsmelónubitum og trönuberjasafa í matvinnsluvél og maukið. Sigtið safann úr maukblöndunni í skál. Bætið niðurskorinni gúrku, selleríi, lauk, kóreanderlaufum, nið- urskornu chili, jalapeno og niðurskorinni melónu og kæl- ið blönduna. Unaðsleg sumarsúpa í garðveisluna Vatnsmelónu-gazpacho

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.