24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 21 KYNNING Fyrsta Epal-verslunin var opnuð í Hrísateig árið 1977, en verslunin fluttist þaðan í Síðumúla, síðan í Faxafen og loks í Skeifuna 6. Í dag eru reknar þrjár Epal-verslanir, í Skeifunni, Leifsstöð og á Laugavegi 7 þar sem Epal og verslunin Libo- rius eru saman til húsa. Þá hefur verið komið upp fallegum útstill- ingum frá versluninni á Laugavegi 19 til að lífga upp á húsnæðið í staðinn fyrir að negla fyrir gluggana. „Það fer mest fyrir gjafavörum í nýju versluninni, t.d. frá Stelton, Rosendahl, Marimekko og Ittala. Einnig má þar finna úrval íslenskra vara eins og t.d. Fuzzy-gærukoll- inum sem hefur verið mjög vinsæll í brúðargjafir. Á sumrin er meira um að fólk fari í brúðkaup, út- skriftir og alls konar veislur. Auk gjafavörunnar erum við með brúð- argjafalista og gjafabréf. Verslunin í Leifsstöð og Skeifunni stækkuðu báðar fyrir jólin svo það hefur ver- ið nóg að gera síðastliðið ár og aldrei að vita hvað gerist á næst- unni enda aldrei logn-molla í Epal,“ segir Hildur Björgvinsdóttir starfsmaður Epal. maria@24stundir.is Epal opnar nýja verslun á Laugavegi Mikil gróska og gleði 24stundir/Árni Sæberg Loðinn Fuzzy kollurinn er vinsæll í brúðargjafir og er mjúkur og þægilegur til að sitja á . Glasabolli Bolli á gler- fæti eftir Hrafnkel Birgisson Fyrir þá sem eru að byrja að búa og vita ekki hvað á að kaupa fyrst í verkfærakassann er sniðugt að byrja á því að kaupa sér gott sex- kantasett. Þá má nota í fjöldann allan af litlum lagfæringum. Nú þegar bensínverð stefnir á stjörn- urnar eru margir byrjaðir að hjóla allra sinna ferða. Það má til gam- ans geta þess að sexkanturinn er eitt allra hentugasta verkfæri sem til er fyrir hjólreiðaeigendur. hh Sexkanturinn lykilatriði Loftið þekur um 1/6 af öllu innbúi. Það eru ekki allir sem fatta að það má gera eitthvað skemmtilegt við þetta svæði. Svokölluð „popp- kornsáferð“ var vinsæl á árum áð- ur hér á landi en sú áferð var svo sannarlega ekki notuð í Sixtínsku kappellunni í Róm sem er senni- lega frægasta loft í veröldinni, mál- að af sjálfum Michelangelo. hh Michelangelo eða poppkorn? Dregið hefur mjög úr sölu á ný- byggðum húsum í Bandaríkj- unum að undanförnu. Salan hef- ur farið úr 1.371.000 heimili í júlí 2005 niður í 512.000 í maí síðast- liðnum. Í síðasta mánuði dróst salan niður um 2,5% og segja sérfræðingar að þessi þróun muni halda áfram. Sala á nýjum húsum minnkar „Myndirnar sem ég tók á ferðalög- um voru leiðinlegar, eins og allar aðrar dæmigerðar myndir ferða- manna eru,“ segir listamaðurinn Taeyoon Choi frá Suður-Kóreu sem bjó þess í stað til sjálfvirka myndavél í formi andar. Öndin tekur myndir og prentar út á staðnum eða sendir þær á vefsíðu. Önd sem tekur myndir! Hvernig hannar arkitekt heimili fyrir eldri systur sína sem hefur nýlega misst eiginmann sinn? Og hvað getur arkitekt boðið viðskiptavini sínum sem er bundinn við hjólastól en langar til að íbúð hans veiti honum gæði og frelsi sem hann hefur ekki aðgang að í heim- inum annars vegna fötlunar sinnar? Hvað gerist þegar listunnendur veita arkitekt fullt frelsi til að hanna heimili sitt? Og hver er sagan á bak við það að nágrannar eins frægasta arkitekts heims skutu eitt sinn að húsi hans? Þessum spurningum og mörgum fleiri svara Halldóra Arnardóttir listsögufræðingur og Javier Sanches Merina arkitekt á heimasíðu sem þau kalla: Stories of houses, síðu sem óhætt er að mæla með fyrir allt áhugafólk um arkitektúr, hönn- un og menningu. dista@24stundir.is Hvað býr að baki byggingu húsa? Sögur af húsum Þetta tréhús, ef svo má kalla, frá enska hönnunar- og arkitektafyrirtæk- inu Sybarite UK er nokkuð ólíkt þeim sem krakkar smíða sér upp í tré úr afgangsspýtum og timbri. Hugmyndin á bak við þessa framúrstefnulegu hönnun er sú að geta nýtt betur dreifbýlissvæði án þess að nota of mikið pláss og hlífa náttúrunni eins og hægt er. maria@24stundir.is Framúrstefnulegt tréhús framtíðarinnar Ekkert timbur lengur LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Full búð af nýjum sumarvörum Opið virka daga frá 10-18

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.