24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 40
24stundir
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
34
53
9
0 krónur á netið með 3G
800 7000 • siminn.is
Nú kemstu á netið innanlands fyrir 0 krónur á kvöldin
og um helgar með 3G síma eða netlykli í tölvuna. Með
netlyklinum kemst fartölvan í netsamband hvar sem er
á 3G þjónustusvæði Símans á mesta hraða sem býðst
í 3G hérlendis. Taktu þátt í framtíðinni og fáðu þér 3G
síma eða netlykil í næstu verslun Símans.
Sími
Netið
SjónvarpÞað er
SONY ERICSSON W890i
Vafraðu um netið á 3G hraða í þessum
glæsilega síma. Farðu á MSN, FaceBook,
mbl.is eða horfðu á fréttirnar í símanum.
Léttkaupsútborgun:
2.900kr.
3.500 á mánuði í 12 mánuði.
Verð aðeins 44.900 kr.
? Skurðlæknirinn fullvissaði mig umað lífið væri ekki eins og í bíómynd-unum þar sem menn hröpuðu margarhæðir og gripu svo fast um svalahand-rið án þess að fara úr lið. Ég hafðifurðað mig á því hvernig mér tókst aðfara úr olnbogalið með því að hoppafram af klettasyllu og hanga beinum
höndum í kaðli í tvær sekúndur.
Sumarið er tíminn þegar ég og aðrir
foreldrar flykkjast út á land til að vera
ungunum sínum til halds og trausts á
hópsamkomum. Í ár var haldið til Eyja
á Pæjumót. Þegar ég vann í fiski,
stundaði ég í mörg sumur þá alþýðu-
íþrótt, að spranga. Þrjátíu árum og
tuttugu kílóum síðar skall ég á jörðina,
eftir stutta en glæsilega sveiflu, upp-
rennandi stelpustjörnum í fótbolta og
foreldrum til hrellingar. Við tók sum-
arfrí með gifs á báðum höndum. Eftir
slysið voru Eyjamenn og aðrir fúsir að
benda mér á það sem allir vissu; það
er hættulegt að spranga eftir áratu-
gahlé.
Allir nema ég, nota bene.
Það var lán í óláni að meiðast áður
en væntanlegt yfirvinnubann kollega
gengur í garð á næstunni.
Heilbrigðiskerfið brást mér ekki.
Þegar ég kvaddi spítalann sýndi iðju-
þjálfi mér Skeinir, plastáhald sem þarf
ekki skýringanna við. Skrautlega kana-
ríklóran með skóhorninu sem ég fékk
að gjöf og átti að fara í Góða hirðirinn
fékk um tíma verðugt hlutverk. Skeinir
Klóruson varð skammlífur og ég farin
að skrifa á ný.
Að spranga eða ekki spranga
Jóna Ingibjörg
er steinhætt að spranga.
YFIR STRIKIÐ
Er hættulegt
að stunda
alþýðuíþróttir?
24 LÍFIÐ
Nýdönsk frumflytur nýtt lag í Bol-
ungarvík á laugardag. „Lagið heitir
Náttúra,“ segir höfund-
urinn Björn Jörundur.
Nýdönsk frumflytur
lag í Bolungarvík
»32
Hildur Edda Einarsdóttir er ein
þeirra fjölmörgu Íslendinga sem
hafa áhyggjur af þróun
íslenskrar tungu.
Áhyggjur af út-
þynntri tungunni
»36
Faðir Lindsay Lohan bíður eftir nið-
urstöðu faðernisprófs. Reynist það
jákvætt á Lindsay 13 ára
hálfsystur, Ashley.
Lindsay Lohan
gæti átt launsystur
»34
● Vel ríðandi
„Hvað er kántrí á
Íslandi nema bara
hestar og hesta-
mennska. Það er
mesta kántríið,“
segir söngvarinn
Helgi Björnsson
en nýjasta plata
hans, Ríðum sem fjandinn, er óður
til hestamennsku og hestamanna.
Líkt og aðrir unnendur hesta-
íþrótta er Helgi nú staddur á
Landsmóti hestamanna þar sem
hann mun bæði spila og fylgjast
með framgangi mótsins. „Það er
ótrúlega mikið af fólki mætt. Það
hefur aldrei verið komið svona
margt fólk strax.“
● Eyju-Pétur
lofar engu í bili
„ Nei, það er
gaman að vera
spurður, en ég
get ekki gefið lof-
orð um það að
svo stöddu að
halda áfram að
starfa við fjölmiðla,“ segir Pétur
Gunnarsson, ritstjóri sem yf-
irgefur nú vefmiðilinn Eyjuna.
„Ég er opinn fyrir öllu, en blogg-
ið verður minn lágmarks-
snertiflötur við fjölmiðla. Um
Eyjutímann segir Pétur: „Þetta
var æðislegt, ofboðslega
skemmtilegt, mikið að gera og ég
er hrikalega ánægður og stoltur.
En allt hefur sinn tíma.“
● Ekki litið á
okkur sem
manneskjur
„Við erum ekki
manneskjur í aug-
um fólks, við er-
um bara vélmenni
og dómarar og
ekkert meira en
það. Við eigum ekki fjölskyldur,
áhugamál eða líf fyrir utan dóm-
gæsluna. Svona er viðhorf fólks
gagnvart okkur,“ segir Garðar Örn
Hinriksson dómari en hann og
aðrir dómarar hafa verið mikið á
milli tannanna á fólki og fjöl-
miðlum það sem af er Lands-
bankadeildinni í knattspyrnu.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við