24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 26
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Þó að innbrot séu framin allan ársins hring er sérstök ástæða til að huga að innbrotavörnum áður en haldið er í sumarfrí. Innbrots- þjófar grípa gjarnan tækifærið meðan fólk er að heiman og láta greipar sópa um heimili þess. Það er ömurleg lífsreynsla að koma að heimilinu í rúst að loknu ferða- lagi. „Stóra málið er að fólk muni eftir að læsa og loka gluggunum. Stór hluti af íbúðum sem brotist er inn í eru jafnvel ólæstar,“ segir Ólafur G. Emilsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í slíkum til- vikum þurfa þjófarnir ekki á kú- beini að halda. „Manni finnst stundum að þjófarnir séu bara boðnir velkomnir. Það fer í taug- arnar á manni,“ bætir hann við. Þjófar eins og kettir Ekki er síður mikilvægt að sjá til þess að allir gluggar séu kyrfi- lega lokaðir áður en farið er í frí. „Þjófarnir virðast geta skriðið inn um ótrúlega lítil göt. Þeir eru eins og kettirnir margir þessara þjófa. Ef þeir koma hausnum inn þá komast þeir allir,“ segir hann. Ólafur bendir á að innbrots- þjófar gangi skipulega til verks. „Það er alveg ljóst að menn ein- beita sér að ákveðnum hverfum einn mánuðinn og eru kannski næsta mánuð á ferð í öðru hverfi hinum megin í bænum,“ segir hann. Ólafur leggur einnig áherslu á að fólk reyni að láta líta út fyrir að einhver sé heima. Það er til dæmis hægt að gera með því að hafa þvott á snúru og fá jafnvel ná- grannana til að leggja bíl í stæðið. Ef menn verða frá í langan tíma er skynsamlegt að fá einhvern sem maður þekkir til að líta eftir hús- inu, taka frá póst og dagblöð, kveikja og slökkva ljós o.s.frv. Einnig er hægt að fá sjálfvirka ljósastýringu sem hentar vel þeim sem eru mikið á ferðinni. Fartölvur vinsælastar Ólafur segir að þjófar slægist helst eftir fartölvum, flökkurum (gagnageymslum), stafrænum myndavélum og flatskjáum. Hann hvetur fólk til að koma slíkum tækjum fyrir þannig að þau sjáist ekki inn um glugga. Þá er skyn- samlegt að koma skartgripum og öðrum verðmætum fyrir á örugg- um stað. Kúbeinið oft óþarft Inn- brotsþjófar þurfa oft ekki að beita kúbeininu við iðju sína vegna þess að fólk skilur dyr eftir ólæstar. Varnir gegn innbrotum í sumarfríinu Innbrotsþjófar boðnir velkomnir Mikilvægt er að ganga vel frá hurðum og glugg- um áður en haldið er í frí. Stór hluti íbúða sem brot- ist er inn í eru ólæstar. Einnig er mikilvægt að láta líta út fyrir að ein- hver sé heima og fá jafn- vel aðstoð nágranna. ➤ Fólk verður að gæta þess aðskilja ekki eftir skilaboð á símsvara um að það sé ekki heima. ➤ Gott er að koma verðmætumí vörslu hjá vinum eða í bankahólf. ➤ Skynsamlegt er að skrá rað-númer verðmætra tækja og eiga jafnvel myndir af þeim. INNBROTAVARNIR 26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir Það borgar sig að huga vel að ástandi bílsins áður en menn leggj- ast í ferðalög um landið. Með því er minni hætta á að óvæntar bil- anir á þjóðveginum eyðileggi gott ferðalag. ● Hjólabúnaður Hjólbarðar þurfa að vera í góðu ástandi og loftþrýstingur jafn og réttur. Með því batna aksturseig- inleikar bílsins auk þess sem hann eyðir minna eldsneyti. Gangið einnig úr skugga um að varadekk sé í lagi. ● Staða vökva Gott er að at- huga stöðu rúðuvökva, olíu, kælivatns og bremsuvökva áður en haldið er af stað og bæta á ef þörf er á. ● Varahlutir meðferðis Verk- færasett og varahlutir ættu að vera í hverjum bíl. Auk helstu verkfæra ættu menn að hafa meðferðis startkapla, vasaljós, viðvörunarþríhyrning, ljósa- perur, dráttartaug og sjúkra- kassa. ● Speglar Baksýnisspeglar virka best þegar þeir eru hreinir og rétt stilltir. Ef menn eru með eftirvagn (til dæmis hjólhýsi eða hestakerru) sem hindrar sýn verða þeir að bæta við stærri speglum til að sjá aftur fyrir sig. Ástand bílsins kannað fyrir ferðalagið Vandræðalaust ferðalag Góða ferð Ef bíllinn er í góðu lagi eru meiri líkur á að ferðin gangi vel. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is neytendur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona frá kr. 17.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu 8 sætunum til Barcel- ona 4. júlí í viku og aðra leið til Barcelona 4. og 11. júlí. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu og af- þreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjölbreyttra verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 4. júlí í viku. 4. og 11. júlí Aðeins örfá sæti í boði! Verð kr. 17.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (KEF-BCN). Sértilboð 4. og 11. júlí. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 11. - 25. júlí frá kr. 49.995 Tveggja vikna ferð - síðustu sætin! Terra Nova býður frábært tilboð til Salou og Pineda í tveggja vikna ferð 11. júlí. Salou og Pineda eru fallegir bæir á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 49.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð með 2 svefn- herbergjum í 2 vikur, 11. júlí. Kr. 59.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur, 11. júlí. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.