24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Eiður Smári gæti snúið sér að golfinu þegar hann hættir í fótboltanum. Björgvin Sig- urbergsson er tilbúinn að leiðrétta sveilfuna Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir „Þetta er nú bara nokkuð gott hjá honum sýnist mér svona við fyrstu sýn. Svo er hann smart í tauinu, virkilega smart,“ sagði Björgvin eftir að hafa litið snöggt á myndirnar hér fyrir ofan. Björgvin var gripinn í hádegismat úti á Keili þar sem hann er við golf- kennslu allan daginn. Á matseðlin- um var kjúklingabringa og eftir að hann hafði fengið sér nokkra bita af henni og skoðað myndirnar betur kom greiningin á sveiflunni. Greinilega efnilegur „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er þetta nokkuð gott hjá honum. Hann er greinilega efnilegur og mér sýnist að þetta geti alveg tekið við hjá honum þegar hann er búinn í fótboltanum. Á fyrstu myndinni er snúningur- inn bara fínn. Myndin er reyndar tekin aðeins fyrir framan hann þannig að maður sér ekki nægilega vel hvernig hann snýr mjöðmun- um. Hann snýr sér samt vel aftur fyrir boltann og kylfan er nokkuð góð á toppnum þó svo mér sýnist hún aðeins lokuð. Vinstri öxlin kemur aftur fyrir boltann þannig að þetta er bara í nokkuð góðu lagi og þyngdarskiptingin er bara nokkuð góð sýnist mér,“ segir Íslandsmeist- arinn um aftursveifluna hjá Eiði Smára. Hann er hins vegar ekki alveg eins ánægður með það sem hann sá á næstu mynd þar sem Eiður Smári byrjar framsveifluna. „Hér er hann með hendurnar að- eins of mikið fyrir utan sig og vænt- anlega hefur hann „slæsað“ boltann aðeins (slegið hann þannig að bolt- inn fer í sveig til hægri), eða tekið hann með sér og húkkað til vinstri. Örugglega „slæs“ eða tog Hann er búinn að snúa sér nokk- uð fljótt á boltann og hefði þurft að halda kylfunni aðeins lengur uppi. Miðað við hversu langt frá líkaman- um hendurnar eru þá sýnist mér hann búinn að slá boltann dálítið snemma. Þetta getur því verið „slæs“ eða bara pool til vinstri (þá togar hann í boltann).“ Björgvin var nokkuð sáttur við stílinn hjá Eiði Smára eftir að hann hitti boltann. „Framsveiflan hjá honum eftir að hann hittir boltann virðist vera fín. Hann heldur höfðinu niðri og þetta er bara flottur endir hjá honum. Á þriðju myndinni er hann búinn að snúa kylfunni og olnbogarnir eru við líkamann, öfugt við það sem gerist oft þegar menn koma svona fyrir utan ferilinn. Venjulega eru menn þá með olnbogann út til að reyna að bjarga högginu, en það er ekkert þannig hjá Eiði Smára. Þetta virðist bara nokkuð fínt hjá honum og endirinn er mjög glæsilegur, ekk- ert út á hann að setja,“ sagði Björg- vin. Hermann líka með fína sveiflu Þegar meistarinn var spurður hvort hann myndi eftir einhverjum þekktum manni úr öðrum íþrótt- um sem væri með afleita golfsveiflu vildi hann lítið gera úr því. Hann sagði reyndar að það væri nokkuð áberandi að eldri fótboltamenn og handboltamenn væru nokkuð stirð- ir enda hefði ekki verið lögð áhersla á liðleika hér á árum áður. Því gjörsamlega óviðkomandi sagðist Björgvin hafa fengið Her- mann Hreiðarsson landsliðsmann í knattspyrnu í tíma á dögunum. „Ég tók hann upp á myndband og fór yfir sveifluna hjá honum. Hermann er með ágætissveiflu, það mátti laga aðeins hjá honum, en sveiflan var bara fín hjá honum,“ sagði meist- arinn en gaf lítið út á hvor væri með betri sveiflu, Hermann eða Eiður Smári. Kylfuhausinn er kannski aðeins lok- aður hjá honum Björgvin Sigurbergsson, Íslandsmeistari í golfi, segir Eið Smára Guðjohnsen vera með fína golfsveiflu Svo er hann líka flottur í tauinu Nokkrar myndir náðust af landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen, þegar hann tók þátt í Stjörnugolfi á dögunum. Björgvin Sig- urbergsson, Íslands- meistari í golfi, varð fús- lega við beiðni 24 stunda um að skoða sveifluna hjá landsliðsfyrirliðanum. ➤ Fjölmargir knattspyrnumennhafa reynt fyrir sér í golfi og með ágætum árangri. ➤ Eiður Smári segist vera meðeitthvað á bilinu 18 til 20 í forgjöf. ➤ Tryggvi Guðmundsson segirað þeir fari í golf til að hafa gaman og til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta LANDSLIÐSSVEIFLA? Þetta er bara flottur endir á golfsveiflu Hérna eru hendurnar fulllangt frá líkamanum Höfðinu haldið niðri og allt í góðu lagi Björgvin Sigurbergsson golf Tryggvi Guðmundsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og leik- maður FH, hefur oft leikið golf með Eiði Smára og fleiri knatt- spyrnumönnum. Hann segir Eið Smára þægilegan spilafélaga og það eigi reyndar við um flesta sem hann spili með. „Eiður er mjög ljúfur kylfingur. Þegar við spilum golf gerum við það til að dreifa huganum aðeins frá fótboltanum og til að hafa gaman af. En engu að síður er keppnisskap í okkur, en það fljúga engar kylfur og við höfum allir komist lifandi frá þessu enn þá,“ segir Tryggi í gam- ansömum tón. Spurður um hvor sé betri í golf- inu, hann eða Eiður Smári, hugs- ar hann sig aðeins um. „Tja, ætli við séum ekki mjög svipaðir, en Eiður á það til að fara að hugsa um eitthvað annað þegar líður á hringinn. Ef við spilum níu holur þá væri það mjög jafnt en ég held ég myndi oftast hafa hann þegar við leikum átján holur.“ Eiður Smári er ljúfur kylfingur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.