24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
eftir Björn Braga Arnarsson
bjornbragi@24stundir.is
„Af skiljanlegum ástæðum gat ég
ekki farið með venjulegt trommu-
sett í blokkina. Rafmagns-
trommusettið leysir hins vegar
allan vanda sem tengist hávaða,“
segir Kristján Valdimarsson, sem
er kunnastur fyrir að vera einn af
lykilmönnum knattspyrnuliðs
Fylkis í Landsbankadeildinni.
Þegar Kristján er ekki að tækla
andstæðinga sína niður á vell-
inum lemur hann húðir af mikl-
um móð og gerir það án þess að
æra nágranna sína.
Kristján tengir heyrnartól við
settið og getur því spilað harðasta
rokk án þess að nokkur annar en
hann sjálfur heyri til. „Það er
góður kostur að geta leikið á
hljóðfæri án þess að angra ná-
grannana,“ segir hann og neitar
því að trommurnar taki mikið
pláss í íbúðinni, sem er 60 fer-
metrar. „Þetta er kannski eins og
einn sófi. Ég þurfti ekki að fórna
öðrum húsgögnum til þess að
koma því fyrir. Íbúðin var hönn-
uð með trommusett í huga,“ segir
Kristján í léttum tón.
Fylkismönnum hefur ekki
gengið eins vel og vonir stóðu til
í Landsbankadeildinni og segir
Kristján að trommuleikurinn beri
keim af því. „Núna spila ég bara
blús eða „sinfóníu-tragedíu“. En
það styttist í að ég fari að spila
rokk. Ég geri það þegar stigin fara
að raðast inn,“ segir hann og
bætir við að trommuleikur sé fín-
asta leið til þess að halda sér við.
Jordan vaktar íbúðina
Rafmagnstrommusettið er ekki
það eina sem vekur athygli í íbúð
Kristjáns. Þar má einnig finna
pappaspjald með eftirmynd af
körfuboltahetjunni Michael Jor-
dan í raunstærð, heila 198 sentí-
metra á hæð. „Hann er í stofunni
og vakir yfir mér og vaktar íbúð-
ina. Þetta er minn besti vinur í
dag. Ég er Trommu-Stjáni og
hann er Pappírs-Jordan,“ segir
Kristján.
24Stundir/Kristinn
Kristján Valdimarsson lemur húðir án þess að angra nágranna sína
Rafmagnstrommusett
í stofunni slær í gegn
➤ Kristján starfar hjá lög-fræðideild Glitnis og leggur
stund á meistaranám í lög-
fræði við Háskólann í Reykja-
vík.
➤ Hann er meðlimur í hljóm-sveit sem ber hið skemmti-
lega nafn Settu lappirnar í
balann.
KRISTJÁN VALDIMARSSONKristján Valdimarsson dó
ekki ráðalaus þegar hann
flutti úr einbýlishúsi for-
eldranna í blokkaríbúð í
Vesturbænum. Hann fékk
sér rafmagnstrommusett
og þarf því ekki að æra
nágranna sína.
Við settið Kristján mundar
kjuðana á meðan Michael
Jordan fylgist með.
Ekki þarf að hlaupa í næstu hönn-
unarverslun þegar heimilið er gert fínt.
Stundum er útkoman miklu skemmtilegri ef
hausinn er lagður í bleyti og auðvitað fylgja
slíkum hlutum sögur sem gaman er að segja.
Þá má endurnýta það sem gamalt er, eða
óspennandi og gefa nýtt líf. Best er að byrja á
að spreyta sig á fylgihlutum eins og ávaxta-
skálinni, framreiðslubakkanum og ýmsu því
sem kemur skemmtilega á óvart þegar gesti
ber að garði.
dista@24stundir.is
Litlir og skemmtilegir heimagerðir hlutir sem gleðja augað
Gerðu það sjálfur!
Siturðu á hug-
myndum þínum?
Skúffa fest undir stól.
Af ávaxtalím-
miðunum
skulið þið
þekkja þá!
Hugvitssamleg
ávaxtaskál.
Fyrir drátthaga
Þessum einfalda
Scala-bakka frá
Ikea er gefið nýtt
útlit með því að
mála á hann fal-
lega mynd.
DUKA
Kringlunni 4-12
Sími 533 1322 | duka@duka.is
Allt að 11 ára framleiðslu-
ábyrgð á bílskúrshurðum
REK ehf · Akralind 6 · 201 Kópavogur · Sími 5334000 · rek@rek.is · www.rek.is
BÍLSKÚRS- OG
IÐNAÐARHURÐIR
Gæði á góðu verði