24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir
Pantaðu núna á
www.oryggi.is
Prófaðu Heimaöryggi í sumar – án endurgjalds
• Þú prófar í 2 mánuði, engin krafa um framhaldsviðskipti.
• Heimaöryggi felur í sér innbrotsvörn, útkallsþjónustu,
brunaviðvörun og vatnsviðvörun.
• Tilboðið gildir til 15. ágúst 2008, gríptu tækifærið núna.
Í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu.
Hver vaktar
þitt heimili?
Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00
Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík
sími 568 2870
Útsala!
www.friendtex.is
Þú kaupir tvennar buxur
og færð þriðju fríar.
Tilboð gildir einungis í
dag föstudag.
Lokum vegna
sumarleyfa 7. júlí.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Verðmunur á lægsta og hæsta verði á rafhlöðum
(P312) í heyrnartæki er 40% í þessari könnun. Algeng-
ustu tegundirnar eru Rayovac og PowerOne. Hjá sum-
um seljendum eru 12 stk. í pakka og öðrum 6 stk. í
pakka, þannig að birt er verð fyrir 2 pakka hjá þeim
sem selja minni pakkninguna. Ekki er tekin afstaða til
hvort gæðamunur sé á þessum tveimur tegundum.
Flestar heyrnarstöðvarnar bjóða afslátt þegar keyptir
eru 10 pk. í kassa.
40% munur á heyrnartækjum
Þuríður
Hjartardóttir
NEYTENDAVAKTIN
Rafhlöður (P312) í heyrnartæki – 12 stk. *verð fyrir 2 pk. (6 stk. pr/pk.)
Seljandi Tegund Verð Verðmunur
Heyrnarstöðin Rayovac* 600
Lyfja Rayovac 674 12,3%
Heyrnar- og talmeinastöðin Rayovac 700 16,7%
Árbæjarapótek Rayovac* 700 16,7%
Lyf og heilsa PowerOne* 738 23,0%
Heyrnartækni PowerOne* 820 36,7%
Heyrn Rayovac* 840 40,0%
„Þar sem Hagur er ekki þing-
lýstur eigandi húsnæðisins er þess
óskað að leitað verði upplýsinga
um stöðu málsins til að hagsmunir
Reykjavíkurborgar séu að fullu
tryggðir,“ segir í fyrirspurn Svan-
dísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri
grænna á borgarráðsfundi í gær.
Þar er átt við húsnæðið við Hóla-
vað 1-11 þar sem Heilsuverndar-
stöðin ehf. ráðgerir að hýsa þjón-
ustu fyrir áfengissjúka sem hún á
nú í samningum við Reykjavíkur-
borg um kaup á. Húsnæðið er í
eigu Í skilum ehf. sem nú er til
gjaldþrotaskipta. Á síðasta borgar-
ráðsfundi var lögð fram yfirlýsing
frá Hag ehf. um að húsnæðið yrði
til reiðu og var tillögu Vinstri
grænna um að fresta samningum
borgarinnar við Heilsuverndar-
stöðvarinnar ehf. vísað frá. ejg
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi
Óskar upplýsinga
Olíufélög í Bandaríkjunum
hafa tekið upp þá nýbreytni að
gefa viðskiptavinum sínum kost
á að kaupa bensín á verði dags-
ins í dag langt fram í tímann.
Fólk fær þá bensínið á verði
dagsins og kaupir margar fyll-
ingar á bílinn í einu, sem eru svo
sóttar á bensínstöðvar eftir þörf-
um. Í öðrum löndum er verið að
kanna möguleika á að bjóða
slíkt.
Misjafnt eftir löndum
Bæði Statoil og Shell í Noregi
segja að þetta sé áhugaverð leið
til að selja bensín á tilboðsverði.
Hér á landi virkar hugmyndin
framandi á talsmenn olíufélag-
anna sem sjá séríslenska van-
kanta á hugmyndinni um slík til-
boð. Ekki sé auðvelt að bjóða
tilboð á verði dagsins í efnahags-
ástandi því sem hér ríki. Ekki að-
eins sé þróun heimsmarkaðs-
verðs öll á sömu leið heldur
bætist gengislækkanir íslensku
krónunnar þar á ofan.
Trygging vegna áhættu
Már Sigurðsson yfirmaður ol-
íudreifingar Skeljungs segir að
heimsmarkaðsáhætta með gjald-
eyrisáhættu í ofanálag sé akkil-
lesarhæll sem geri að félögin
hljóti að þurfa tryggingar á móti
til að verja sig. „En við grípum
allar hugmyndir fegins hendi.
Hátt eldsneytisverð er allsstaðar
vandamál og við viljum standa
okkur vel sem söluaðilar nauð-
synjavöru sem bensínið er.
beva@24stundir.is
Ótraust gengi gerir viðskipti fram í tímann erfið hér á landi
Bensín keypt fram í tímann
„Það verður ekki séð að Samfylk-
ingin nái að fylgja eftir því sem for-
maður flokksins hefur lofað,“ segir
Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
Samtökin rifja í pistli á heimasíðu
sinni upp orð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur skömmu eftir að rík-
isstjórnin var mynduð, og gagn-
rýna að ári síðar sé ekki búið að
móta stefnu í loftslagsmálum. Á
meðan aukist losun á degi hverjum.
„Formaður Samfylkingarinnar sagði það skýrt í aðdraganda síðustu
Alþingiskosninga að Samfylkingin myndi fylgja því fast eftir að stór-
iðjustefnu verði látið af,“ segir Árni. Fram að þessu hafi Samfylkingin
brugðist stefnunni um Fagra Ísland, og ekki verði séð að breyting verði
þar á. Hann segir að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn ráði því sem
hann vill í umhverfismálum og Þórunn Sveinbjarnardóttur umhverf-
isráðherra fái ekki þann stuðning innan Samfylkingarinnar sem hún
þarf á að halda. „Iðnaðarráðherra hegðar sér eins og sjálfstæðismaður
í þessum efnum,“ bætir hann við. hos
Samfylkingin að bregðast
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Undirskriftasöfnun er hafin í
Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu
áfangaheimili í Hólavaði sem hefja
á starfsemi í haust.
Ógnar öryggi barnanna
Ámundi Sjafnar Tómasson, einn
forsvarsmanna undirskriftalistans,
segir heimilið ógna öryggi
barnanna í hverfinu. Minnir hann
á að þó að fólk fari í meðferð hald-
ist fæstir fíklar lengi edrú. Því fylgi
heimilinu aukin hætta á innbrot-
um og öðrum glæpum auk ýmiss
ónæðis enda fylgi óvirku fíklunum
alls kyns fólk sem sé í neyslu.
„Þetta er líka svo stór hópur, 20-
30 manns eftir því sem mér skilst,
og augljóst að erfitt verður að fylgj-
ast vel með þeim öllum.“ Segist
hann ekki hefði mótmælt heim-
ilinu ef um væri að ræða minni
hóp.
„Þetta hefði verið í lagi ef um
væri að ræða eitt hús en þetta er
heil raðhúsalengja,“ segir hann.
Jórunn Frímannsdóttir, formað-
ur velferðarráðs, vísar gagnrýninni
á bug. „ Þarna verður starfsfólk all-
an sólarhringinn og neysla eða
önnur vandræði ekki liðin.“
Heimilið ekki kynnt íbúum
Þá gagnrýna íbúar að þeir hafi
ekki enn fengið kynningu á fyrir-
huguðu heimili.
Segir Ámundi hneykslanlegt að
íbúarnir þurfi að fá allar upplýs-
ingar í gegnum fjölmiðla. Engar
upplýsingar fáist frá borginni held-
ur sé þeim „bara sagt að þetta komi
okkur ekkert við.“
Gunnar Gunnarsson, einn íbúa í
hverfinu, gagnrýnir jafnframt að
heimilið hafi ekki farið í grennd-
arkynningu. „Byggingafulltrúi seg-
ir að heimilið þurfi ekki að fara í
grenndarkynningu af því að þetta
séu íbúðir en ekki stofnun. Ef þetta
eru sex hús og starfsfólk á vakt
þarna allan sólarhringinn þá er
þetta auðvitað stofnun því þarna er
starfsemi,“ segir hann.
Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs, segir kynningu í und-
irbúningi hjá sviðinu og verði hún
send íbúum Norðlingaholts bréf-
leiðis fljótlega.
Öryggi barna
ógnað af fíklum
Íbúar við Hólavað í Norðlingaholti mótmæla fyrirhuguðu
áfangaheimili borgarinnar Telja of marga fíkla eiga að búa þar
Hólavað Íbúar óttast að
hverfið verði óöruggara með
fyrirhuguðu áfangaheimili.
➤ Íbúðir í Hólavaði sem reknarverða sem áfangaheimili fyrir
fíkla eftir meðferð.
➤ Heilsuverndarstöðin sér umreksturinn en húsnæðið er í
eigu Hags. ehf. Húsnæðið er
ekki tilbúið en áætlað að svo
verði í ágúst.
➤ Á heimilið að hefja starfsemieinhvern tímann í haust.
HEIMILIÐ Í HÓLAVAÐI
24stundir/Golli
Vélstjóra voru í gær dæmdar
rúmar tvær milljónir og þrjú
hundruð þúsund
krónur vegna
kröfu hans um
laun vegna
þriggja mánaða
uppsagnarfrests
og ólögbund-
innar riftunar á
ráðningarsamn-
ingi.
Samkvæmt kjarasamningi Vél-
stjórafélags Íslands og Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
er lögbundinn uppsagnarfrestur
þrír mánuðir og fékk maðurinn
greidd laun fyrir tímabilið að við-
bættum dráttarvöxtum sam-
kvæmt lögum um vexti og verð-
tryggingu. áb
Riftu samningi
Vélstjóri fær
2,3 milljónir