24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Franski tískurisinn Louis Vuitt- on hefur fengið einn vinsælasta tónlistarmann í heiminum í dag, Kanye West, í lið með sér en þessi bandaríski rappari mun hanna skó fyrir Louis Vuitton fyrir næsta sumar. Skórnir verða að teljast lík- legir til vinsælda enda nýtur hönn- uðurinn fáheyrðra vinsælda. West ku vera mikill áhugamaður um tísku og segist eyða bróðurpart- inum af þeim frítíma sem hann fær í að fara á tískusýningar út um all- an heim. hh Kanye West mun hanna skó fyrir Louis Vuitton Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Léttir pólóbolir og ljósar skyrtur, jafnvel úr hör, er það sem menn spyrja mest um í augnablikinu. Einnig léttar gallabuxur,“ segir Hermann Hauksson, meðeigandi í Sævari Karli. „Veðrið hefur verið gott að undanförnu og þá vilja menn vera í ljósari fötum. Íslend- ingar kaupa sér svart 80% af árinu en þegar við loksins fáum sól í tvær vikur vilja allir fara í ljóst.“ Pólóbolir og léttar skyrtur Hermann segir sumarvörurnar hjá Dolce&Gabbana vera sér- staklega vinsælar í búðinni um þessar mundir. „Dolce&Gabbana höfðar mikið til yngri kynslóð- arinnar. Þá erum við að tala um leðurjakka, létta boli og þröngar, aðsniðnar skyrtur. Svolítið stráka- legar og gæjalegar,“ segir Her- mann. Hann bendir á að sjón- varpsmaðurinn Þorsteinn J. hafi mikið til klæðst Dolce&Gabbana- fötum í útsendingum á EM í sumar en hann hefur vakið at- hygli fyrir góðan klæðaburð. Hermann segist hins vegar ekki taka eftir því að ákveðin föt séu sérstaklega „út“ núna. „Mér finnst menn vera að blanda þessu svolít- ið vel. Við seljum náttúrlega minna af til dæmis svörtum stök- um jökkum á sumrin en svo tek- ur salan á þeim kipp um leið og það fer að kólna. Eins er lítil eft- irspurn eftir peysum í augnablik- inu. Menn eru lítið að pæla í þeim núna.“ Hráar gallabuxur og hippaandi Blængur Sigurðsson, versl- unarstjóri G-Star á Laugavegi, tekur undir að ljósu fötin komi sterkari inn á sumrin. Dökku föt- in séu þó, eftir sem áður, vinsæl- ust á þeim bænum. „Dökkar gallabuxur úr svolítið hráu efni hafa verið vinsælastar hjá okkur. Pólóbolir verða líka sífellt vinsælli og fara mjög vel við slíkar galla- buxur. Þeir eru teknir í öllum lit- um,“ segir Blængur. Hann segist einnig finna fyrir áberandi breytingu á því hversu mikið léttari föt fólk kaupi sér á sumrin. „Það er mikil eftirspurn eftir stuttermaskyrtum, stuttum buxum og léttum jökkum,“ segir Blængur. Hann kveðst finna fyrir því að tískan í dag beri nokkurn keim af hippatímabilinu. „Útvíðar gallabuxur eru til dæmis farnar að verða vinsælar hjá stelpum. En annars hef ég ekki tekið eftir því að það sé eitthvað nýtt að koma áberandi sterkt inn eða að eitt- hvað sé sérstaklega á útleið,“ segir Blængur. Hermann í Sævari Karli og Blængur í G-Star eru vel inni í herratískunni í sumar Létt og ljóst vinsælast hjá strákunum Íslendingar, sem almennt klæðast dökkum fötum, sækja í auknum mæli í ljósan klæðnað þegar sól- in skín. Pólóbolir eru sér- staklega vinsælir í sumar og önnur létt föt, bæði skyrtur og gallabuxur, koma einnig sterk inn. Blængur Í hefðbundinni G-Star-skyrtu og svört- um niðurþröngum galla- buxum. Hermann Í leðurjakka, skyrtu, gallabuxum og með belti. Allt frá Dolce- &Gabbana sem er eitt heitasta merkið í Sævari Karli í sumar. Tískugagnrýnendur sem voru viðstaddir kynningu á herralín- unni fyrir vorið 2009 í París sem lauk á sunnudaginn segjast greina breytingu á herratískunni. Hún sé einfaldlega að verða mun kvenlegri en áður. Pallíettur, silki og bleikir litir „Það sem sló mig mest er að sjá hvað er mikið af flíkum sem hing- að til hafa talist til kvennalínunnar sem nú eru hluti af herralínunni,“ segir Michael Roberts sem er yf- irmaður tískumála hjá Vanity Fair tískutímaritinu. Michael við- urkenndi einnig að hafa stundum gleymt sér og haldið að hann væri staddur á dömutískusýningu inn- an um allt silkið, pallíetturnar og bleiku litina. hh Herralínan 2009 kynnt í París á dögunum Karltískan að verða kvenlegri Gulllitaðar með demöntum Þessar herrabuxur eru tákn um nýja tíma í tískuheiminum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.