24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir/Kristinn Kátína Útilega í góðra vina hópi er skemmtileg. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Þegar farið er í útilegu er margt sem nauðsynlegt er að taka með og ber þar að sjálfsögðu fyrst að nefna tjald, dýnur og svefnpoka svo vel fari um mannskapinn. Sumir hafa nóg pláss í bílnum og taka með sér sólstóla á meðan aðrir láta sitjand- ann eða regnjakkann nægja. Síðan má ekki gleyma lopapeysunni, hlýjum fötum og nóg af mat og drykk. Hér eru nokkrir sniðugir hlutir sem gætu gert góða útilegu enn betri. Tískan ekki í fyrirúmi „Það er mikilvægast að vera hlýtt og hafa það notalegt í útileg- unni og tískan því ekkert sér- staklega í fyrirrúmi þar. Ég tek all- an gallann með mér í útileg- una, flísbux- ur og peysu, síðar nærbuxur og ull- arsokka og auð- vitað North Face-úlpuna sem ég keypti mér um daginn en það eru ein bestu kaup sem ég hef gert,“ segir Birta Björnsdóttir, eigandi Júniform. Góður koddi lúxus „Mikilvægast fyrir mig er að taka með mér GPS- tæki til að vita hvar maður er, harðfisk til að fá létt prót- ín, regnföt, sólarvörn og auka sokka. Ef ég vil síðan vera dálítið góður við sjálfan mig og pláss leyfir þá reyni ég að taka góðan kodda með og sandala,“ segir Hjalti Andrason sem hefur starfað sem leið- sögumaður síðast- liðin fjögur sumur. Uppi á palli, úti í skógi, hvar er tjaldið? Nú þegar sumarið stend- ur sem hæst og veðrið er gott flykkist fólk í útilegu enda jafnast fátt á við ná- lægð við náttúruna í góð- um félagsskap með eitt- hvað gott á grillið og gítarinn í skottinu. Nauðsynlegt Það lifir enginn af heila nótt í köldu tjaldi án þess að fá sér heitt kaffi eða kakó. Gamaldags ketill eins og þessi fer vel á prímusnum. Notalegt Fallega lugt er tilvalið að taka með sér í útileg- una og kveikja á kerti þegar skyggja tekur. Far- ið þó ætíð varlega með eld utandyra. Funheitur Hver hefur ekki bölvað íslenska kuldabola og óskað þess að geta verið klæddur í svefnpoka? Lausnin er fundin með Lippi Selk’Bag! Krúttlegt Það er alveg nauðsynlegt að hafa nóg af góðum mat með sér í útileguna. Ekki skemmir fyrir ef hann er í fallegri körfu. Skothelt Fyrir þá sem vilja vera við öllu búnir má henda hitablásara eða gashitara í skottið. Það þarf ekki endilega að eyða fúlgum fjár í kaup- in þar sem hægt er að leigja þá yfir helgi, t.d. hjá Seglagerðinni Ægi. Birta Björnsdóttir Eigandi Júniform. Hjalti Andrason Líffræðingur og leiðsögumaður. Það sem ekki má vanta í útileguna Sumarið Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Hver segir að það sé dýrt að veiða? Veiðikortið veitir aðgang að 32 vatnasvæðum fyrir aðeins 5000 kr. Þú ákveður síðan hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Glóey Ármúla 19 sími 568 1620 www.gloey.is Borð- og standviftur í úrvali! !"#$%&'()*+&&, &-./&' 0 1/&&2%)3/4 56#(,+" 7%5$78&& 29$8*&% .:&($(&&!/)5$% !"#$%&'()' "#*+,+**-)'$,& .&**(+' /0,,) 1 ,+**$(2..3).4 ,+**/563$$"7(3#.). 58 -609+*3& ,+**/563&4 82'&' ,2**)'*+' /%:,+'&; <&66"#*&' =56+32> "#*+,+**-)'$,+ /+?+ %2'&9 $263&' ). +66+* /2&. 5;<=>?@ABCD 2EB<>=FG>BAH 2EB<>=FICJBAH 1@A=C <BK@JLBH "MMLC@>B<<H 2EB<>=NGABJ &OP<>M;?= QH RRRHJ@??=C@JHB>

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.