24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 40
24stundir ER NÁTTÚRAN AÐ REYNA AÐ SEGJA ÞÉR EITTHVAÐ? ÞÚ FÆRÐ 15% VEXTI OG LEGGUR NÁTTÚRUNNI LIÐ & HAGUR FYRIR ÞIG Þú leggur inn á Save&Save reikning og færð 15% ársvexti* HAGUR FYRIR HEIMINN Glitnir leggur mótframlag í Glitnir Globe – Sustainable Future Fund, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun. Save&Save er reikningur sem Glitnir mun bjóða á helstu markaðssvæðum sínum. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér málið. Glitnir er leiðandi í fjármögnun verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. *S av e& S av e op in n sk v. va xt at öf lu G lit ni s 1 .7 . 2 0 0 8 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 4 2 ? Það þarf brjálaða manneskju til aðstanda í þessu, sagði Sigríður Heiðbergþegar ég talaði við hana í gær. Sigríðurhefur árum saman borið starfið í Katt-holti á herðum sér. Kattholt er griða-staður fyrir yfirgefnar og veikar kisur, ogþangað er árlega komið með á millifimm og sex hundruð ketti. En Sigríður Heiðberg er hreint ekki brjáluð manneskja. Þvert á móti. Hún er hugsjónakona sem hefur helgað kis- unum líf sitt. Hún er íslenskum kisum það sem Móðir Theresa var indverskum götubörnum. Því miður virðast margir líta á kisur, og önnur dýr, eins og leikföng sem hægt er að henda í ruslið. Lýsingarnar á heimasíðu Kattholts eru nöturlegar. Kettlingar hafa fundist í plastpoka við dyrnar hjá Sigríði og heimiliskettir eru skildir eftir í almenningsgörðum. En margar af sögunum úr Kattholti enda vel. Sumar kisur komast aftur heim, aðr- ar til nýrra og betri eigenda. Kisur eru ekki leikföng, þó þær séu skemmtilegar, og okkur ber að fara vel með öll dýr. Hundar og kettir eru nán- ustu sálufélagar margra einstæðinga, leikfélagar barna, vinir vina sinna. Þau eiga rétt til lífsins, engu síður en við. Það er stórkostlegt að einhver fáist til þess, árum saman og við óviss kjör, að helga sig velferð kisu. Sigríður Heiðberg er þess vegna afrekskona, sem allir dýra- vinir ættu að styðja í góðu starfi. Farið inn á heimasíðuna Kattholt.is og sjáið með eigin augum hve dásamlegt starf er unnið – og leggjum lið. Kisurnar okkar Hrafn Jökulsson skrifar um Móður Theresu íslenskra katta. YFIR STRIKIÐ Mjá? 24 LÍFIÐ Kvikmyndarýnir 24 stunda segir bíómyndina Hancock skarta ágæt- isblöndu af raunsæi og kómík. Full ofurhetja veldur vonbrigðum »34 Tónlistarmaðurinn Toggi seldi nýj- asta lag sitt, Wonderful, glóðvolgt úr hljóðblöndun í aug- lýsingu fyrir VW Golf. Beint úr mixernum í auglýsingaherferð »38 Leikarinn Eddie Murphy er hættur við að hætta í kvikmyndabrans- anum og bíður spenntur eftir næsta verkefni sínu. Eddie áfram á hvíta tjaldinu »34 ● Höfundur Njálu ekki hestamaður „Enginn hestur er nefndur með nafni í Njálu og aðeins fimm með lit,“ segir Bjarni Eiríkur Sigurðs- son, fyrrverandi skólastjóri, sem fræðir þá sem elska hesta og vilja tengja þá sög- unni í Njálu í Njálusetrinu í dag. Heimildirnar sækir Bjarni Eiríkur í önnur fornrit, Heimskringlu og fleiri og bætir þannig upp áhuga- leysi Njáluhöfundar á hestum. „Í öðrum Íslendingasögum eru hest- ar oft nefndir með nafni. Menn voru ríðandi eða gangandi.“ ● Góður klúbbur „Þetta er allt sam- an fólk á góðum aldri sem drekkur mikið romm og passar vel upp á heilsuna með því,“ segir Þor- steinn Steph- ensen, eigandi Hr. Örlygs, um stórhljómsveitina Buena Vista Social Club en hljómsveitin er væntanleg til Íslands og mun halda tónleika í Vodafone-höllinni þann 24. júlí. Þorsteinn segir enn fremur að vel gæti farið að sveitin leiki á tvennum tónleikum. „Það gæti jafnvel farið svo að það yrði bætt við tónleikum á Akureyri. Það er bara verið að byrja að skoða það.“ ● Á lokasnúningi „Það er alveg brjálað að gera,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndafram- leiðandi sem er staddur í New York að leggja lokahönd á þær tökur sem hafa farið fram í borginni á mynd Dags Kára, The Good Heart. Tökurnar hafa gengið bærilega og segir Þórir lítið eftir í tökum. Flestir Íslend- ingar bíða spenntir eftir að þessi stórmynd komist í sýningar. „Íslendingar fá að sjá myndina þegar hún er tilbúin.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.