24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Hver segir að það sé dýrt að veiða? Veiðikortið veitir aðgang að 32 vatnasvæðum fyrir aðeins 5000 kr. Þú ákveður síðan hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum www.frances.is Frítt flugubox fylgir Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Þeir bræður Pétur og Ingólfur Jó- hannssynir voru að veiða í Hólmsá með tveimur vinum sínum á þriðjudagskvöldið, síðasta veiðidag sumarsins. „Þetta var rólegt hjá okkur. Ingó náði einum í flúðinni við vatns- mælinn. Það var allt og sumt,“ sagði Pétur þegar blaðmaður sló á þráðinn daginn eftir. „Þetta er skemmtilegt svæði og það er synd að þeir skuli loka fyrir veiði hérna á miðju sumri,“ sagði Pétur en hann hefur stundað veiðar á þessu svæði síðustu fjögur ár. Hann sagðist hafa veitt eingöngu með straumflugum fyrstu árin með ágætis árangri en á síðasta ári hafi hann farið að nota andstreymisveiði og eftir það haft mun meira gaman af veiðunum. „Ég nota mikið Phesant tail og alls kyns þurrflugur. Þetta svæði er of- boðslega viðkvæmt. Það skiptir miklu að kasta vel til að fæla ekki fiskinn. Ég næ engum árangri á spegilsléttu vatni, það er best að hafa smá gáru. Hann segist veiða mest ofarlega í ánni, næst Nátt- hagavatni, þar sé áin örlítið straumharðari, fleiri brot og flúðir. „Annars hef ég oft gengið með- fram allri ánni og skoðað hana vel. Það er alls staðar fiskur í henni. Ég hef náð allt að 45 sentimetra urriða úr henni en hvorki séð bleikju né lax. Pétur segist fylgjast vel með ánni á vorin en aldrei hafa séð í henni fisk fyrr en um miðjan júní. „Ætli þetta sé ekki urriði úr vötnunum sem gengur í ána til að hrygna,“ segir hann. „Tímabilið hér er því ansi stutt, frá miðjum júní til fyrsta júlí.“ Sigurður Sigfússon, veiðivörður við Elliðavatn, segir veiðina í ánum hafa gengið ágætlega í vor. „Þetta eru sömu fjórir, fimm veiðimenn- irnir sem veiða hér oft í viku. Þeir hafa ekki skilað neinum veiði- skýrslum en hljóta að vera í fiski,“ sagði Sigurður. Hann sagði ástæðu þess að lokað væri fyrir veiði í án- um þetta snemma vera þá að lax- inn sem gengi inn á svæðið ætti að fá frið til hrygningar. Innan borgarmarka Reykjavíkur renna Hólmsá og Suðurá Tímabilinu sumstaðar lokið Nú þegar flest veiðisvæði landsins hafa verið opn- uð fyrir veiði og laxinn rýkur upp árnar er veiði- tímabilinu sumstaðar þegar lokið. Hólmsá og Suðurá, sem renna í El- liðavatn, eru skemmti- legar silungsveiðiár. Veið- in þar hefst 1. maí á hverju vori en 1. júlí er lokað á veiðimenn. Hólmsá Ingólfur Jó- hannsson kastar flugu. Gárubragð felst í því að láta fluguna skauta í yfirborðinu þann- ig að hún myndi V-laga gáru á eftir sér. Þetta er að mörgum talið skæðasta vopnið í laxveiði. Ég vil bæta við að urriði og bleikja falla líka fyrir þessu bragði. Markmiðið er að fá fiskinn upp í yfirborðið til að taka. Fyrir marga er gárubragð eins og einhver töfraþula sem fáir geta náð valdi á. Svo er ekki. Ég veltist lengi í vafa um þetta ,,bragð sem maður átti að setja af fluguna til að varna henni að sökkva, og láta hana skára yfirborðið. Svo fékk ég mína fyrstu gárutúpu og málið var leyst. Ég veiddi lax og annan. Hvernig á að láta túpuna skauta á yfirborðinu? Þar sem þessir pistlar eru sniðnir að þeim sem kunna ekki allt, ekki frekar en ég, vil ég byrja á því að benda þeim á sem vilja gára að kaupa túpu til þess gerða. Hitt er of flókið í bili. Túpan flýtur léttilega, hún er með gati rétt ofan við miðj- an legg þar sem taumurinn er þræddur í gegn. Þetta þýðir að hún lendir þvert á straum og gárar fal- lega frá sér um leið og maður lyftir stönginni til að veita henni smá viðnám meðan hún skautar yfir. Þetta er alveg sáraeinfalt! Best er að æfa sig í frekar hægum straumi svo maður sjái vel hvernig þetta gerist. Hvað þarf að passa? Að ekki frussist kringum túpuna. Ekki má halda of stíft við eða draga hratt inn því þá fer flugan of hratt yfir vatnið og freyðir af. Gáran má vera mjög lítil. Þægilegt er að kasta í 45 gráðu horni niður og lyfta stöng- inni hæfilega til að flugan skári án þess að busla. Óborganlegt er að sjá hana rispa spegla á vatninu. Hvers vegna standa í þessu? Skemmtilegt! Og maður veiðir mjög meðvitað vegna þess að flug- an er í augsýn allan tímann. Að sjá fiskinn koma upp og taka er óvið- jafnanlegt. Tökurnar geta verið mjög misjafnar: Stundum ofsa- fengnar með skelli, eða að fiskur- inn eltir alveg upp í land og sýpur túpuna upp í sig næstum ósýni- lega. Um leið og vart verður við viðnám og fiskur tekur lætur mað- ur stöngina falla og gefur slaka svo hann nái að festa sig þegar hann snýr sér með fluguna í kjaftinum. Gættu bara vel að einu. Þegar taumurinn er þræddur gegnum gatið á miðjum legg túbunnar og út um afturenda hennar er venju- lega hnýttur á lítill þríkrókur. Hon- um er svo stungið upp í afturenda túbunnar til festingar. Gætið að því að stinga leggnum á önglinum ekki of djúpt, önguloddarnir þurfa að standa aftur úr til að stingast í fisk- inn þegar hann tekur. ,,Hits“ Er ekki „hitsið“ fræga betra? Þetta er „hitsið“! Eða Portlands- bragð. Enskumælandi kalla gáruna ,,hitch“ en við eigum fínt orð yfir þetta. Það sem þarf að muna er ekki orðið, heldur aðferðin: Þetta er yfirborðsveiði, sem þýðir að maður notar flotlínu og seiðir fisk- inn upp. Sökklína eða þyngdar- flugur passa auðvitað ekki. Bestu skilyrði til veiða eru þegar hitastig vatnsins er milli 10-12 gráður. Þá minnka menn flugurn- ar. Í kaldara vatni eða í miklu vatni leitast maður við að hafa gáruna meira áberandi, og þá notar maður bara stærri gerð af túpu. Þegar komið er að veiðistað er best að byrja á því að gára. Fara svo í vot- flugur sem fara rétt niður fyrir yf- irborð, og enda á þyngdum túpum ef menn vilja. Taka svo sem einn lax á hverja aðferð, en stundum tekur hann bara gáruna svo vel að ekki kemst annað að. Hvaða gár- utúpur eru bestar? Þær eru margar kenndar við frumgerð flugunnar sem þær líkja eftir. En ég get alveg viðurkennt að ég byrja sjálfur á Sun Ray Shadow og skipti sjaldan um. Haugurinn er góður og líka Frances útgáfur. Á flugur.is er ná- kvæm lýsing á gárubragðinu í nokkrum greinum, náðu í þær og byrjaðu strax að gára vatn! Að gára vatnið Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði. VEIDDU BETUR Breiðdalsá er ein þeirra laxveiði- áa sem opnuðu nú 1. júlí. Þegar blaðamaður hringdi austur svaraði yfirleiðsögumaðurinn Súddi, Sig- urður Staples, glaður í bragði. Hann sagði flesta hafa hætt veiðum um kvöldmatarleytið þetta fyrsta kvöld. „Þetta er besta opnun frá upphafi,“ sagði hann stoltur. „Það komu sjö laxar í morgun og ég veit af tveimur nú seinnipartinn. Það er einn maður enn að veiða á svæði tvö og gæti því hafa bæst eitthvað við. Það er eiginlega eina svæðið sem er veiðandi núna. Það fór að Bingó og kakó í Breiðdal Þorgeir Haraldsson, kaupmaður í Veiðibúðinni við lækinn, lenti í miklu ævintýri í Hnausastreng í Vatnsdalsá. Nýgenginn og lús- ugur risahængur tók hjá honum Collie-dog og slóst við hann í einn og hálfan klukkutíma. Lax- inn var vigtaður áður en honum var sleppt og mældist 24 pund og 100 sentímetrar. Viðmiðunartafla Veiðimálastofnunnar segir með- alstóran 100 sentímetra lax vera um 20 pund og því augljóst að þessi hefur verið mjög vel á sig kominn. 24 punda lax úr Vatnsdalsá LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta svæði er ofboðslega viðkvæmt. Það skiptir miklu að kasta vel til að fæla ekki fisk- inn. Ég næ engum árangri á spegilsléttu vatni, það er best að hafa smá gáru. veiði rigna í dag og það hefur rignt mik- ið.“ Hann sagði að Tinnudalsá hafi orðið kolmóruð og svæðið hafði orðið illveiðanlegt. „Það komu tveir stubbar en uppistaðan voru tíupundarar og svo kom ein 90 sentímetra hrygna. Flestum var sleppt aftur en stubb- ana hirtum við og einn tíupund- arinn særðist of mikið til að sleppa honum,“ sagði Súddi og lýsti ánægju yfir að lax sé kominn of- arlega á veiðisvæðið. Hann sagði tvo laxa hafa veiðst í þveránni, Tinnudalsá, allt upp í Bryggjuhyl.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.