24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 38
uðum bara á rottuholum en svo kynntumst við fólki er hefur hjálp- að okkur.“ Síðan þá hafa tónleika- staðirnir farið batnandi en næsta „gigg“ eru tónleikar með Capitol K í Roundhouse, sem er stærð- arinnar tónleikastaður í Camden- hverfi Lundúna. Lag í Nike-auglýsingu Birgir er þó með fleiri járn í eld- inum en hann er í samnings- viðræðum við Universal Music sem vill fá umboð fyrir höfund- arrétti hans. „Ég verð þá ráðinn sem tónskáld fyrir sjónvarps- og kvikmynda- deildina þeirra. Blessunarlega átti ég á lager einhver 250 lög sem ég hafði verið að gera fyrir auglýs- ingar, sjónvarpsmyndir og svoleið- is. Þeir taka þetta allt, ásamt plöt- um Blindfold og Ampop og geta notað að vild.“ Þetta þýðir einnig að Birgir gæti hugsanlega verið ráðinn til þess að gera stef og lög fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir. „Það er draum- urinn. Þetta er algjör geðveiki. Þeir byrjuðu á því að selja eitt laganna minna í Nike-auglýsingu.“ Birgir úr Blindfold stendur í stóru Barist í bökkum í Lundúnaborg Í London er nú starfrækt alíslensk hljómsveit með fyrrum söngvara Ampop í fararbroddi. Hjólin eru að byrja að snúast og BBC hefur tekið eitt laga þeirra í spilun. Birgir Harka í tónlistarbransanum. Mynd/María Kjartansdóttir Af fingrum fram Blindfold gengur vel að vekja athygli á sér. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Þó að hljómsveitin Ampop hafi horfið skyndilega af tónlistarkort- inu fyrir um tveimur árum síðan þýðir það ekki að liðsmenn hennar séu ekki með margt á prjónunum. Eftir að Ampop fór í pásu stökk Birgir Hilmarsson söngvari í djúpu laugina í London og breytti sóló- verkefni sínu Blindfold í alíslenska hljómsveit er tekur þátt í harkinu þar ytra. Þeim gengur vel að byggja sér upp orðspor, en verr að eiga fyrir mat ofan í magann. „Strák- arnir hafa ekki efni á því að koma heim. Þeir eru á námslánum og krónan er svo veik að þeir geta varla hreyft sig.“ Úr rottuholum í Roundhouse Birgir fluttist til Glasgow fyrir þremur árum en kom aftur heim til Íslands í fyrra. Eftir stutta dvöl hér var þó ákveðið að flytjast til London. „Að hluta til ákvað ég að gera þetta vegna þess að mig langaði til þess að prufa að vera þar og gera eitthvað tónlistarlega séð. Tveir vinir mínir voru nýfarnir út í nám í hljóðvinnsluskóla. Það var lítið um að vera til að byrja með. Spil- 38 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir „Eigum við eitthvað að ræða þessar Ladda/Elsu Lund auglýs- ingar fyrir Zik Zak-tískuhús? Sjitturinn titturinn hvað þetta er orðið þreytt. Þetta hlýtur að draga úr hlustun, a.m.k. er nóg fyrir mig að heyra: „GVUUUUU- UUUГ þá er ég búinn að skipta um stöð.“ Gunnar Már Gunnarsson gunnare.askja.org „Í umslaginu var sponsörum af- mælisveislunnar þakkað sér- staklega. Og hvaða kompaní skyldu svo vera styrktaraðilar hinna frjálsu Bandaríkja? Jú, Capacent, Marel, Hilton, Alcoa, KFC, Taco Bell, Inn-nes, Hertz, Vífilfell og Rúmfatalagerinn. Dá- lítið sjoppulegt, ekki satt? Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Ekki mikil reisn yfir því þegar sendiráð getur ekki boðið til þjóðhátíðarsamkomu án þess að betla veisluföngin úti í bæ. Það fer hrollur um mig þegar ég rifja upp þjóðhátíð 2003. Höfðu stórfyr- irtæki verið fengin til að kosta há- tíðina og fyrirtækjafánar skyggðu á þjóðfánann. Það var hneyksli.“ Guðmundur Magnússon gudmundurmagnusson.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Náttúrutónleikar Bjarkar og Sigur Rósar heppn- uðust gríðarlega vel en þó hafa tónleikarnir dregið dilk á eftir sér. Björk Guðmundsdóttir hefur þurft að fresta tónleikum sökum eymsla í hálsi en Björk var með hálsbólgu þegar hún steig á svið í Laug- ardalnum. Líkt og sannri stjörnu sæmir lét hún per- sónuleg veikindi víkja fyrir málstaðnum en hún flakkar nú á milli sérfræðinga í London. vij Um helgina fer fram Humarhátíðin á Höfn og að venju verður þar mikið um dýrðir. Ingó og Veð- urguðirnir eru á meðal þeirra sem skemmta á hátíð- inni en ein hljómsveit verður þar fjarri góðu gamni. Böðvar Rafn, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás síðast þegar hann kom til Hafnar, og félagar hans í hljómsveitinni Dalton munu halda sig víðsfjarri og leika fyrir Akureyringa í Sjallanum í kvöld. vij Heyrst hefur að barnastjarnan Magnús Már Ein- arsson, sem sló í gegn um árið með laginu Líf án lita, af plötunni Magnús Már og Ásta Björk, sé að ganga í hnapphelduna í sumar, með sinni heittelsk- uðu, Jóhönnu Guðmundsdóttur. Þvínæst munu turtildúfurnar flytja til borgar elskendanna, París, til að stunda verkfræðinám. Ekki er loku fyrir það skotið, að Magnús taki lagið í veislunni...tsk „Lagið var ennþá volgt úr mix- ernum þegar þeir fengu það í hendur,“ segir tónlistarmaðurinn Toggi, en glænýtt lag hans, Wond- erful, má heyra í nýrri Volkswagen Golf auglýsingu, sem auglýs- ingastofan Fíton gerði. Ekki samið fyrir auglýsinguna „Gítarleikarinn minn sendi lagið á sinn venjulega vinahóp, en þar á meðal er kunningi hans sem vinn- ur hjá Fíton. Og þeir urðu bara svona hrifnir af því að þeir vildu endilega nota það,“ segir Toggi, en lagið er nýkomið í spilun á út- varpsstöðvunum. Þetta er þriðja auglýsingin þar sem notast er við lag frá Togga, hinar eru frá Remax og Coke Light. Toggi segist ekkert skammast sín fyrir að ganga á hönd markaðs- aflanna, en mikil umræða hefur skapast um slíkt eftir að meistari Megas seldi eina af perlum sínum til Toyota á dögunum. „Ég held að þetta lag lifi alveg þessa auglýsingu. Allt tal um śellout́ er líka bara bull. Tekjur af tónlist á Íslandi eru mjög litlar og ég sé ekkert að því að koma verk- um mínum í verð, svo framarlega sem þau eru ekki skrumskæld. Ég fæ engan sting í hjartað þó svo ein- hverjir munu minnast lagsins sem Golf-lagsins,“ segir Toggi. En hvernig bíl skyldi hann aka á í dag? Kannski nýjum Golf? „Nei, það er ekki svo gott. Ég er nú bara enn á mínum gamla og góða Volkswagen Polo, sem kemur þessari auglýsingu ekkert við.“ Hlustið og sjáið á medialux.com traustis@24stundir.is Samdi lag sem var strax fengið í auglýsingu Seldist áður en það fór í útvarpsspilun Toggi Segist ekki vita til þess að lag hafi selst svona fljótt í auglýsingu. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 5 7 3 6 8 1 2 9 6 8 9 2 7 1 3 4 5 1 2 3 4 5 9 8 6 7 2 4 6 5 1 7 9 3 8 7 9 8 6 4 3 5 1 2 5 3 1 8 9 2 4 7 6 9 1 4 7 8 6 2 5 3 8 7 2 1 3 5 6 9 4 3 6 5 9 2 4 7 8 1 a Já auðvitað, hann VAL-di rétt Willum, er þetta Fram-för hjá Henrik? Willum Þór Þórsson er þjálfari Vals í knattspyrnu, en liðið fékk Danann Henrik Eggerts til sín í gær frá erki- fjendunum í Fram. FÓLK 24@24stundir.is fréttir Fyrsta Risa-Syrpan er komin út með 15 æsispennandi sögum af íbúum Andabæjar. Hörðustu Syrpu- aðdáendur fá mikið fyrir sinn snúð því bókin er hvorki meira né minna en 448 blaðsíður og allar í lit!448 bls. Stærsta Syrpa sem komið hefur út á íslensku! Andlegt stórvirki! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.