24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 10
SYKURPÚÐAR
Verið velkomin í Nettó
Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík
862kr/kg
Grillum saman...
TILBOÐIN GILDA 3. - 6. JÚLÍ
SAFARÍKAR
KJÚKLINGABRINGUR
869 kr/pk.
ÓTRÚLEGT
VERÐ!
900g
40%
afsláttur
GOÐA BBQ GRÍSARIF
30%
afsláttur
398kr
HAMBORGARAR
2x175g
99kr/pk
50%
afsláttur
w
w
w
.m
ar
kh
on
nu
n.
is
10 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir
Peningaseðlar í Simbabve kunna
brátt að vera á þrotum eftir að
þýskt fyrirtæki sem hefur séð
Simbabve-stjórn
fyrir pappír til
seðlaprentunar
tilkynnti að það
hygðist slíta
samstarfinu.
Ákvörðunin
kemur í kjölfar þrýstings frá
þýskum stjórnvöldum, en búist
er við að fleiri vestræn fyrirtæki
sem starfa í landinu fari að dæmi
Þjóðverjanna á næstunni. Prent-
un seðla ætti að vera arðbær í
Simbabve, þar sem verðbólga
mælist 1,6 milljón prósent. aí
Óöldin í Simbabve
Peningaseðlar
senn á þrotum
Lögregla í Danmörku hefur nú
þegar lagt hald á tvöfalt meira
magn af hassi á Hróarskelduhá-
tíðinni í ár en á allri hátíðinni í
fyrra. Lögreglumaðurinn Bent
Stavad Andersen segir í samtali
við Berlingske Tidende að fjöldi
tilfella séu þó álíka mörg og á
sama tíma í fyrra, en að meira
magn hafi verið gert upptækt í
hvert skipti. aí
Hróarskelduhátíðin
Allt í hassi
Sænskur karlmaður hlaut nýlega
reiðhjól í verðlaun eftir að hann
bar sigur úr být-
um í keppni
Malmö-borgar
um bjánaleg-
ustu bílferðina.
Kærasta manns-
ins skráði hann
til leiks, en hann
ekur um 200
metra leið í vinnuna á hverjum
dagi. „Ég tek bílinn í dag,“ segir
hann á hverjum morgni, að sögn
kærustunnar, sem vill meina að
hjólreiðastígarnir milli heimilis
og vinnu mannsins séu í mjög
góðu ásigkomulagi. aí
Bjánalegasta bílferðin
Ekur 200 metra
leið í vinnuna
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Tveir franskir námsmenn voru
bundnir og ítrekað stungnir áður
en þeir voru skildir eftir í brenn-
andi íbúð í suðausturhluta Lund-
únaborgar á sunnudagskvöldið.
Lögreglumenn lýsa aðkomunni
sem þeirri skelfilegustu sem þeir
hafa nokkru sinni séð, en ódæð-
ismaðurinn gengur enn laus.
250 stungusár
Lík þeirra Laurent Bonomo og
Gabriel Ferez fundust í leiguíbúð
Bonomo eftir að nágrannar heyrðu
sprengingu og sáu til manns á
hlaupum frá vettvangi. Að sögn
lögreglu voru félagarnir, sem báðir
voru 23 ára og stundaðu nám í líf-
efnafræði við Imperial College,
með um 250 stungusár og látnir
áður en eldur var kveiktur í íbúð-
inni.
Lögreglustjórinn Mick Duthie
segir lík mannanna hafa verið sér-
staklega illa útleikin. „Allir sem
hafa unnið að málinu eru í áfalli.
Ég hef aldrei orðið vitni af slíkum
sárum á ferli mínum.“
Óhugnanlegt ofbeldi
Duthie segir mennina hafa verið
beitta óhugnanlegu ofbeldi og látn-
ir þjást mikið áður en þeir létust.
Hafi þeir verið með fjölda stungus-
ára á höfði, hálsi og bringu. Þá hafi
Bonomo hlotið um hundrað
stungur í bakið eftir að hann hafði
þegar látið lífið.
Á vef Telegraph segir að ódæð-
ismaðurinn hafi hellt bensíni yfir
líkin og svo kveikt í, í þeim tilgangi
að eyðileggja sönnunargögn.
Góðir menn
Duthie segir að gott orð hafi far-
ið af þeim félögum Bonomo og Fe-
rez. Óljóst sé hvað hafi legið að
baki árásinni og rannsakar lögregla
nú hvort að hafi verið ráðist gegn
þeim fyrir mistök. Sex dögum fyrir
árásina hafi verið brotist inn í
íbúðina og fartölvu stolið.
Mennirnir komu til Lundúna í
maímánuði síðastliðnum til að
læra í Imperial-skólanum, en til
stóð að þeir sneru aftur heim til
Clermont-Ferrand í Frakklandi
síðar í þessum mánuði.
Voru stungnir
250 sinnum
Tveir 23 ára franskir námsmenn stungnir og skildir eftir í brenn-
andi íbúð í Lundúnum Voru látnir þjást lengi áður en þeir létust
➤ Bonomo og Ferez höfðu sér-staklega rannsakað erfðaefni
DNA.
➤ Gott orð fór af þeim og varþeim lýst sem „tveimur af
best gefnu námsmönnunum
af þeirra kynslóð.“
FÓRNARLÖMBIN
NordicPhotos/AFPVettvangurinn Félagarnir höfðu dvalið í Lundúnum í tvo mánuði.
Fransk-kólumbíski stjórnmála-
maðurinn Ingrid Betancourt segir
það kraftaverki líkast að tekist hafi
að ná henni úr haldi mannræn-
ingja eftir sex ár í frumskógum
Kólumbíu. „Það er ekkert fordæmi
fyrir jafnfullkominni björgunarað-
gerð.“
Betancourt og fjórtán gíslum til
viðbótar var bjargað úr haldi upp-
reisnarmanna Farc á miðvikudag-
inn, þegar kólumbískum her-
mönnum tókst að gabba
mannræningjana til að láta gíslana
af hendi.
Betancourt segist ekki hafa gert
það upp við sig hvort hún hefji af-
skipti af stjórnmálum að nýju en
henni var rænt er hún var í forseta-
framboði í Kólumbíu árið 2002.
Hún segist þó ætla halda áfram
baráttu sinni fyrir að „bjarga Kól-
umbíu“, og vinna að lausn þeirra
gísla sem enn eru í haldi Farc. aí
Ingrid Betancourt loks laus úr haldi Farc-liða
Segir björgunarað-
gerðina fullkomna
STUTT
● Ríkisstjóri Rússneski auðjöf-
urinn Roman Abramovich
sagði í gær af sér sem ríkisstjóri
hins afskekkta Chukotka í
norðausturhluta Rússlands.
Abramovich var kjörinn rík-
isstjóri árið 2000 og hefur varið
hluta auðæfa sinna í að bæta
lífsgæði fólks í ríkinu.
● Skógareldar Skógareldar
geisa í Santa Barbara sýslu í
Suður-Kaliforníu ríki og hafa
tugir íbúa neyðst til þess að
flýja heimili sín. Allt að tvö
hundruð heimili eru í hættu.
● Fingraför Ítölsk yfirvöld eru
byrjuð að taka fingraför af tug-
þúsundum sígauna sem búa í
tjaldbúðum á víð og dreif um
landið. Skiptir engu máli hvort
um er að ræða fullorðna eða
börn.